Vikan - 13.01.1977, Page 39
vændiskona. Einn af mönnum þeim
er hún falaðist eftir vinnu hjá,
kvaðst ekki hafa neitt starf handa
henni, en vildi gjarna greiða henni
fyrir að hátta hjá honum. Og af því
að Kate var bæði svöng og vínlaus
sló hún til. Hugsaði sem svo, að af
einhverju yrðu þau að lifa, og
forlögin hlytu að hafa ætlað henni
þetta, annars hefði hún fengið
einhverja vinnu. Og nú hefur hún
lengi verið þeirrar skoðunar, að
þetta sé ekki verra en hvað annað
og í rauninni bráðnauðsynlegt í
hverri borg.
Aldrei komst Dick Holly að
atvinnu dóttur sinnar. Þóttist hún
þar heppin, því karlinn var strangur
og siðavandur við börn sín, þótt
hann þættist of góður til kvænast
móður þeirra. Eftir að Kate kom
heim og tók að stunda sína leyni-
legu atvinnu, var karlinn orðinn
gamall og heymasljór. Og til þess
að vera alveg ömgg, blandaði dóttir
hans honum svefnlyf á hverju
kvöldi. Hann lifði og dó í þeirri góðu
trú, að synir hans sæju fyrir þörfum
þeirra feðginna með peningasend-
ingum.
Stundum er Kate vel hífuð og
hátt uppi, þegar Gróa kemur til
hennar. Þá syngur hún hásri röddu
og hlær ægilega. Fyrst í stað varð
Gróa hálfskelkuð að sjá hana þann-
ig, en Kate vill engum illt og Gróu
stendur enginn stuggur af henni
lengur, sama i hvaða ástandi hún
er.
Dag einn, er Gróa röltir að húsi
Kates heyrir hún háreysti mikla og
köll. Hún ætlar að snúa við, en þá
kemur Kate hlaupandi og biður
hana að koma inn og sjá. Þar gefur
heldur á að líta. Við eldhúsborðið
sitja tveir tröllkarlar. Annar er
nauðalíkur Kate og hún kynnir
hann sem Danny bróður sinn, hinn
er úfinn og rauðhærður íri og í Gróu
augum voðaleg ófreskja. En Kate
virðist á annarri skoðun, hún hring-
snýst í kringum ofboðið og kallar
hann elsku Stuart sinn. Gróa hefur
aldrei séð hana svo glaða og
hamingjusama.
Brátt kemst hún að því, að þama
er kominn hinn glataði kærasti
Kates. Örlögin höfðu leitt þá saman
á skipi, Danny Holly og Stuart
O’Mallory. Með þeim hafði tekist
kunningsskapur og Danny sagði
vini sínum frá fjölskyldu sinni og er
hann nefndi systur sína tók Stuart
að leggja við hlustir. Nú em þeir hér
komnir og Kate í sjöunda himni.
Að nokkmm dögum liðnum em
þau gefin saman í hjónaband Kate
Holly og Stuart O’Mallory. Gróa
getur ekki að sér gert, að leiða
hugann að því, hvort viðskiptavinir
Kates séu ekki vonsviknir yfir
þessari breytingu á högum hennar.
Sjálfri er Kate alveg sama. Hún er
núna frú O’Mallory og enginn skal
óvirða hana héreftir.
Það er janúar 1915. f Evrópu er
styrjöld og breska heimsveldið kall-
ar þegna sína til þjónustu. öli Olson
var meðal þeirra er fyrstir fóm
austur um haf ásamt mörgum
öðmm kunningjum, bæði íslending-
um og ungum mönnum af öðm
þjóðerni. Hann hefur skrifað frá
Frakklandi og lætur sæmilega af
sér.
Núna em Jensens-bræðumir úr
Elm-street að undirbúa brottför
sina.
Gróa er döpur. Hún elskar Kaj
Jensen. Kaj er sá laglegi og káti,
gjörólíkur Kjeld hinum alvöm-
gefna.
Gróa er viss um, að Kaj beri sömu
tilfinningar tii hennar. Hann hefur
verið tíður gestur í 729 Oak-street,
allt siðastliðið ár og gefið sig mjög
að Gróu og öllu. Alla er ári eldri en
Kaj, hún er bráðum tuttugu og
tveggja ára og einhver glæsilegasta
stúlkan í borginni. Hún hlýtur að
geta valið úr mönnum.
Það hefur stundum hvarflað að
Gróu, hvort Kaj sé nú ekki að
sækjast eftir öllu, en hún bægir
slíkum hugsunum frá sér.
Hann hefur hvað eftir annað
haldið um hendur hennar sjáífrar og
horft djúpt í augu henni. Og á
jólaballi í Youth-Club faðmaði hann
hana að sér og sagði:
„Litla Gróa, hvað þú ert orðin
stór og lagleg.”
Það hlýtur að vera, það verður að
vera, að hann elski hana. Hún ætlar
að vera dugleg og herða sig við
námið meðan á stríðinu stendur,
svo er aldrei að vita...
Eitt kvöld skömmu áður en þeir
leggja af stað kemur Kaj. Hann
spjallar við fjölskylduna í stofunni,
svo fara þeir Benni og hann upp á
loft. Gróu er illt í höfðinu og hún fer
að sofa fyrir allar aldir. Undir
miðnætti vaknar hún upp og er
þyrst. Hún læðist fram ganginn í
átt að stiganum. Niðri í forstofunni
er ljósglæta og hún heyrir hvísling-
ar. Forvitni rekur hana til að teygja
sig yfir handriðið og líta niður. Þar
em Alla og Kaj í innilegum faðm-
lögum, hvíslandi ástarorðum hvort
að öðm.
Heimur Gróu er í rústum. hún
finnur til, eins og þeir einir, sem em
á sautjánda ári, og elska i fyrsta
sinn. Einhvem veginn tekst henni
að skjögra aftur inn i rúm sitt. Þar
liggur hún og grætur, uns svefninn
liknar henni. Daginn eftir er hún
með hálsbólgu og hita. Og þegar
Jensensbræðumir koma að kveðja
er hún sofandi, svo þeir biðja bara
að heilsu „elsku Gróu litlu”.
Framhald f næsta blaði.
Myndrænar veggfóðursmyndir sem gera skemmtilega breytingu á heimilinu, rúmlega 4 metra breiðar,
full lofthæð.
Einnig fjöldi mynda á innihurðir.
Skemmtileg nýjung.
Grensásvegi 11 — sími 83500. Bankastræti 7 — sími 11496.
Skemmtileg nýjung
2. TBL. VIKAN 39