Vikan - 13.01.1977, Qupperneq 40
Er það heilmikil sviðsetning hjá þér þegar þú ætlar að borga drykkinn?
Þegar þú ert búin að róta í töskunni fram og til baka, missa greiðuna og
varalitinn á gólfið, stinga þér undir borðið að tína það upp, þá er vísast að
félagar þinir eigi þá ósk heitasta, að þú hefðir ekki boðist til að borga. Taktu
eftir hve karlmaðurinn er fljótur að opna veskið og draga fram seðlana. Ef þú
ætlar að borga, þá gerðu það vafningalaust.
I hvert skipti, sem hann segist ætla að borga næstu umferð, kemur þessi
skrítni svipur á hana, og hún á það jafnvel til að spyrja hvað þessi
peningasóun eigi að þýða. Ef ykkur á að líða vel á kranni þa er
óhjákvæmilegt að greiða það nokkuð dýru verði.
Nei, takk, hún snertir ekki bjór! Hún hefur einhvers staðar fengið þá flugu í
kollinn, að kvenfólk drekki ekki bjór heldur einhverja fína drykki, sem tekur
óralangan tíma að búa til og eru fjórum eða fimm sinnum dýrari en bjórglas.
Dreptu ekki vini þína úr leiðindum, reyndu að minnsta kosti eina kollu af
bjór.
Enska kráarlifið hefur heillað margan landann, og þeir eru margir, sem
frekar kysu að kíkja inn á krá sér til upplyftingar en á íslensku barina í þeirri
mynd, sem þeir eru reknir. En nóg um það. Við rákumst nýlega á grein í
ensku blaði, þar sem kráarlífið er til umræðu í einskonar myndasögu, þar
sem veika kynið er gagnrýnt.
é KRfÍNNI
Nokkrar dálítið niðrandi
athugasemdir, sem allir geta lært
eitthvað af, þó gagnrýnin beinist að
hinu veika kyni.
Þegar þau fara á krána til að hitta kunningjana, þá sækist hún eftir því að
sitja meðal kvennanna og hreyfa sig ekki úr skotinu sinu allt kvöldið. Þetta
er slæm hegðan, en furðanlega algeng. Er ekki réttara að nota þessa stund til
að tala um eitthvað annað en bömin, matinn og dýrtíðina? Þarf hún að
undrast, ef eiginmaðurinn vill helst fara einn á krána?
Hún segist vera orðin leið á þvi að hlusta á karlmennina tala um stjómmál og
íþróttir — og hún er ekkert að fela armæðusvipinn. Þetta er mjög pínlegt
fyrir hann, svo ekki sé meira sagt. Vissulega getur íþróttatal verið mjög
þreytandi, en hún ætti samt að reyna að spyrja nokkurra spuminga og
sýnast hafa agnar áhuga. Hvað snertir stjómmál, þá á hún vissulega að
blanda sér í umræðumar. Hún á semsagt að forðast eins og heitan eldinn að
vera svo súr á svipinn, að það hafi niðurdrepandi áhrif á allan hópinn.
Þessi gagnrýni snéri nú mest að kvenþjóðinni, en vissulega geta konur á
svipaðan máta gagnrýnt karlmenn fyrir leiðindaframkomu, einmitt þegar
allir eiga að skemmta sér og gleyma allri armæðu.