Vikan - 13.01.1977, Page 48
SKRÍTIN ÖKUFERÐ.
Kæri draumráðandi!
I nótt dreymdi mig eftirfarandi
draum: Mér fannst ég vera að bíða
eftir flugvél, því að strákurinn,
sem ég er með, ætlaði að koma
með henni. Ég hljóp út á götu, og
X vinkona mín var með mér. Við
húkkuðum strax bíl, og ég settist
settist aftur í. Eg hélt sætisbakinu
fram fyrir X, en hún ýtti því aftur
og settist í framsætið. Þá tók ég
eftir því, að bílstjórinn var skóla-
stjórinn á staðnum (en við erum
báðar löngu hættar í skóla), og
hann sagði, að því miður gæti
hann ekki ekið okkur aftur til baka.
Þá hikaði vinkona mín við að fara,
en ég sagði, að við gætum
örugglega fengið bíl til baka heim.
Skólastjórinn ætlaði þá að aka af
stað, en bíllinn var ekki í gír, svo
að ég setti hann í fyrsta gír og við
héldum af stað. Ferðin gekk
ótrúlega vel, og það var eins og
við svifum yfir veginum á ofsa-
hraða. Það var einkennilega bjart
yfir öllu og snjór.
I. J. H.
Þú munt taka þátt í djarftegum
framkvæmdum, sem færa þér
fjárhagslegan gróða. Sá gróði
mun síðan standa undir efnahag
þinum, og ef þú heldur rétt á
spöðunum, færir hann þér auð-
sæld og gæfu.
Hinn draumurinn boðar þér
meiri ánægju og gleði en þú hefur
hingað tH verið aðnjótandi. Þú
mátt treysta því, aö þegar þu
giftist, verður þú elskuð heitt af
eiginmanni þinum, og hann mur
sjá vel fyrir heimilinu. Furðulegir
atburðir á fjarlægum staö snerta
þig og llf þitt talsvert mikiö.
sennilega fer náinn vinur þinn I
eitthvert ferðalag á næstunni.
Á SJÚKRAHÚSI OG í SVEIT
Kæri draumráðandi!
Mig langar mjög mikið til þess
að biðja þig að ráða fyrir mig
draum. Mig dreymir mjög sjaldan,
svo að þetta er eiginlega dálítið
sérstakt.
Mér fannst ég vera á sjúkrahúsi
vegna fótaaðgerðar. Þar var allt
svo óhugnanlega hvítt. Miklu
hvítara en vanalega á sjúkrahús-
um. Næst kom eitthvað ruglings-
legt í sambandi við bókasöfn á
þessu sjúkrahúsi, en svo kom til
mín kvenmaður, sem ég kannaðist
við (líka í vöku), en kom ekki
almennilega fyrir mig. Sagði hún
Mig
dreymdi
mér að fara inn í ákveðna sjúkra-
stofu, og gerði ég það. Þá lá þar í
rúmi gegnt dyrunum strákur, sem
er minn besti vinur, og tók ég
strax eftir því, að hann var ekki
búinn að láta klippa sig og var
með síðan topp (í rauninni var
hann nýbúinn að láta klippa sig,
þegar mig dreymdi þetta). Mér
fannst ég fyllast gleði, þegar ég sá
hann, og svífa fremur en ganga að
rúminu hans. (Eitt enn: Hann var
gleraugnalaus, en venjulega er
honum illa við að taka þau ofan).
Ég klifraði upp í rúmið til hans og
hjúfraði mig að honum undir
sænginni. Allt í einu var ég
komin út í sveit. Ég var berfætt og
tók eftir því, að það voru smá ör
framarlega á jarkanum á hvorum
fæti. Ég var í gallabuxum, sem ég
nota yfirleitt aldrei, stórköflóttri
skyrtu og með stráhatt á höfði.
Gekk ég eftir moldarvegi, sem var
aðeins um það bil ein bílbreidd.
Svo kom ég að stað, þar sem
vegavinnumenn voru að vinna.
Þar var skúr á hægri hönd,
brúnleitur og einna líkastur hlööu.
Þvert á veginn var gaddavírsgirð-
ing, en skurður og moldarflag
voru samsíða henni hinum megin.
Æfc/instri hönd var gamalt niðurnítt
býli, sem stóð í litlum hvammi.
Mér fannst ég segja alveg upp úr
þurru: ,,Hérn»hefur einhverntíma
verið fallegt". Þá svarar einn
vegavinnumannanna, og var það
eldri maður: Já, það var það".
Mér fannst ég standa þarna litla
stund, og kom þá í huga minn, að
þetta væri Gil (bær í Skagafirði)
og að ég hefði átt frænda, sem
hefði búið þarna. Þá vaknaði ég.
Ég vil taka það fram, að það er
ómögulegt að komast að bænum
Gili frá þessari hliö. Þetta var fyrsti
draumurinn, sem mig dreymdi í
nýju húsnæði og við breyttar
lífsaðstæður. Svo vil ég þakka allt
gott og gagnlegt efni, bæði í
þínum þætti og annarsstaðar í
Vikunni, sem ég kaupi vikulega.
Með fyrirfram þökk.
P —13.
Draumurinn táknar betri stöðu /
lifinu. Þú mátt gæta þín á ein-
hverri persónu, sem vill hafa of
mikil áhrif á líf þitt. Svo virðist,
sem þú sért ekki i sem bestum
fé/agsskap. Þú ættir að kynnast
nýju fó/ki. Lánið leikur ekki alltaf
við þig, og þú mátt eiga von á því
að verða eitthvað lasin á næst-
unni, þó ekkert alvarlega. Úvænt
happ færir þér mikla hamingju.
Varaðu þig á því að vera ekki
móðgunargjörn I framtiðinni.
GRÍMUDANSLEIKUR
Kæri draumráðandi!
Viltu ráða fyrir mig þennan
draum, ef hann táknar eitthvað.
Mig dreymdi, að ég væri stödd
á dansleik, einhverskonar grímu-
dansleik, en þó var enginn með
grímu. Ég fann, að það var mjög
gaman og ég var að dansa rokk
við vinkonu mína. Svo kom hlé,
en ég og vinkona mín héldum
samt áfram að dansa. Viö döns-
uðum á einhverjum planka, og
skyndilega heyrðist hvæs. Þá
sagði önnur okkar: ,,Þetta er bara
rottan". Við sáum rottuna undir
plankanum, og mér fannst hún
koma hlaupandi til mín og bíta mig
í hendina (hjá púlsinum).
Getur þessi draumur táknað
eitthvað?
Dóra.
Þessi draumur boðar þér mikla
velgengni í ástum og störfum.
Hins vegar máttu vera á varðbergi
gagnvart baknagi, sem gæti leitt
ti/ óhamingju fyrir þig.
RUGLINGSLEG BARNSFÆÐING
Kæri draumráðandi!
Mig langar til þess að biðja þig
að ráöa fyrir mig draum, sem mig
dreymdi. Ég er ekki viss um, að
þetta sé einn og sami draumurinn,
en það var ekkert hlé á milli.
Mér fannst ég vera einhvers-
staðar í mjög fámennu þorpi. Þar
var ég stödd í húsi og var að skoða
myndir, sem voru í eigu stráks,
sem ég þekki. (Ég var með
þessum strák, en hef engan áhuga
á honum lengur). Þarna voru
margar myndir af mér og systur
minni, og voru þær svolítið undar-
legar. Þær voru teknar svo ná-
lægt, að rétt sást I andlitin, og
sumar voru teknar svo langt frá,
að við sáumst varla. Þaö voru ekki
bara myndir í albúminu, heldur
voru þar líka sendibréf, sem voru
skrifuð á umslög. Einnig var
þarna saga, sem ég las og sagði
svo: Semurðu sögur? Ég hef lesið
þessa í Heimilis-Tímanum". ,,Já,
þetta er sú eina, sem hefur verið
prentuð i Kaðlinum", sagði hann,
og mér skildist, áð það væri
eitthvert blað. Allt I einu var ég
svo komin upp á sjúkrahús og lá
þar á ganginum uppi í rúmi, og
mamma var líka í sama rúmi. Hún
hélt á barni, og ég spurði: „Hvað
átti ég?" ,,Þú áttir strák", sagði
mamma. ,,Og mig, sem langaði
svo að eignast stelpu", sagöi ég
þá. ,,Já" sagði mamma, ,,en nú á
ég eina stelpu og einn strák fyrir
barnabörn". Svo fór hún fram úr
rúminu, og ég gaf barninu brjóst.
Þá fór ég að hugsa um, hvort það
myndi líkjast föður sínum. ,,Þá
myndi hann verða svo myndar-
legur", hugsaði ég og fór skyndi-
lega að hágráta, vegna þess að ég
var svo ánægð með barnið. Svo
vaknaði ég í draumnum og fannst
ég fara inn í býtibúr á sjúkrahúsinu
til þess að segja stelpunum þar
drauminn (ég vinn á sjúkrahús-
inu). Sagði ég þá við stelpurnar:,,
Böl er að dreyma barn, nema
sveinbarn sé og sjálfur eigi", og
þá vaknaði ég.
Kannski eru þetta tveir óskyldir
draumar, en mig langar mjög
mikiö til þess að fá þá ráðna.
Kveðja.
Helga.
Sennilega eru þetta tveir sjálf-
stæðir draumar. Sá fyrri boðar þér
einhverskonar vandræði af völd-
um fláráðra kunningja. Þú munt
þó geta séð við þeim, ef þú gætir
að þér tímanlega. Síðari draumur-
inn er fyrir góðu. Áform þín munu
heppnast mjög ve/, og innan
skamms færðu einhver markverð
tíðindi, sem munu gleðja þig. Að
dreyma sjá/fan sig sofandi og
dreymandi er fyrir afar góðu í
flestum tilfellum, oftast fyrir ó-
væntum g/eðitíðindum eða nýjum
og góðum vinum.
48 VIKAN 2. TBL.