Vikan


Vikan - 07.04.1977, Side 17

Vikan - 07.04.1977, Side 17
Þessi mynd var tekin áriO 1942 af þjónunum, og i einni röó frá vinstri eru: Óiafur Jóhannesson, Henry Hansen, Sigurður Kristjánsson, Sigurður Gröndai, Hjörtur Niei- sen, G/s/i Stefánsson, Skafti Stefánsson, Viihjáimur Schröder, Pjetur Danielsson og Heigi Gísla- son. ég tók við rekstri þess. Ég tók við Skjaldbreið 1. júní 1942 og rak það í 18 ár. Ég tók einnig á leigu Stúdentagarðana, sem ég rak í 10 ár, eða frá 1950 - 60 jafnframt Skjaldbreið. Þar var mjög „inter- essant" og skemmtilegt að vinna, þarvoru lítil herbergi, en 150 rúm. Síðan keypti hlutafélag, sem ég var hluthafi í, llka hótel Valhöll, en fyrsta veislan mín þar var á Full- veldisdaginn 1944. Þar voru allir alþingismennirnir, ráðherrar og útlendir gestir. Það má segja, að ég hafi séð um flestar veislur ríkis- stjórnarinnar síðan. Fyrsta veislan, sem ég sá um í ráðherrabústaðn- um, var haldin þar sama ár fyrir Vilhjálm Þór utanríkisráðherra. herra. — Það mætti þá kannski segja, að þú sért „kongelig hofmester" hér á landi. Nú hló Pjetur — i vissum skilningi mætti e.t.v. segja það. — Hefir ríkisstjórnin kannski einhverja samninga við þig um þessi atriði? — Nei, þetta er bara orðinn fastu vani, og kunningjar mínir í ráðuneytunum hringja bara til mín, ef eitthvað stendur til. Þegar maður er búinn að vinna með ráðuneytisstjórunum í þetta lang- an tíma og við orðnir góðir kunningjar fyrir löngu, þá kemur þetta meira og minna af sjálfu sér. — Vinnutími þinn er vafalaust nokkuð langur, Pjetur? -- Já. Ég er ávallt kominn til vinnu laust fyrir níu og fer ekki heim fyrr en kvöldmat er lokið, og þegar veislur eru, þá ekki fyrr en að loknum veislumat. Maður er ekki beint að hugsa um, hvort vinnutíminn er 7 tímar eða 14. — Hvernig fór svo með Skjaldbreið? — Ég hætti með Skjaldbreið og leigði hótelið út um tíma, en nú hefur ríkisstjórnin keypt það, hefur þar fundarherbergi á vegum alþingis og herbergi fyrir þing- menn utan af landi. - En Valhöll? — Það hótel var selt þeim félögum Ragnari H. Jónssyni í Þórskaffi, Sigursæli Magnússyni og Þorvaldi Guðmundssyni. — Stúdentagarðarnir?

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.