Vikan


Vikan - 07.04.1977, Síða 18

Vikan - 07.04.1977, Síða 18
Osló, en sá þriöji er meö innrétt- ingarnar J.P., Jón Pétursson. — Enginn þeirra ( þessum „bransa?" — Jú, Daníel flugstjóri, sá elsti, er útlærður hótelmaður. Hann lærði það (fögur ár úti í Bandaríkj- unum, þar var hann á háskóla í Talahassee, en vildi svo heldur stýra flugvél en hóteli, þegar á reyndi. En hann byrjaði hér hjá mér um tíma. Svo fór hann út til Svíþjóöar og vann um tíma á Grand Hotel ( Stokkhólmi hjá vini mínum þar. — Vini þtnum þar, segirðu. Átt þú ekki vini í hótelum um allan heim? — Jú, það má víst segja, en flestir eru þeir dánir nú. Ég kynntist þeim fyrir löngu, og þeir voru þá flestir á sínum besta aldri. Þeir eru flestir farnir, en ég er ennþá á besta aldri. Við höfum aö sjálfsögðu verið á hinum ýmsu mótum hótelmanna um allan heim. Þau sambönd eru mjög sterk, og kunningjarnir hafa verið margir. Ég hefi verið í stjórn Veitingasambands islands í 25 ár, og við erum svo í Sambandi norænna veitingamanna, sem kýs nýjan forseta á hverju ári, og fundur Sambandsins er haldinn í hans heimalandi. Þaö lenti á mér að verða fyrsti forsetinn og bjóða öllum hingað heim, sem auðvitaö varð til þess, að ég kynntist þeim öllum strax í byrjun. — Nú, hvernig stóð svo á því að þá varðst eigandi hótelsins, þegar Jóhannes hætti? — Það stóð þannig á því, að Jóhannes var farinn að eldast og ákvaö að selja. Hann snéri sér fyrst til ríkisstjórnarinnar í því: sambandi, og dr. Kristinn Guð- mundsson, sem þá var utan- ríkisráðherra, bað mig svo að koma til sín og tala við sig. Þá sagði hann mér, hvað væri á seyði og spuröi mig, hvort ég heföi áhuga á málinu. Þaö hafði ég vissulega og skýröi honum frá því. Það varð svo úr, að stjórnin gekst í ábyrgö fyrir láni, sem sem ég varð að taka til að geta borgað fyrstu útborgunina. Fyrst reyndi ég auðvitað aö selja hótel Skjald- breið, en fann engan kaupanda. Þaö var á árunum 1958-9 og þá var lítið um peninga. Þá gekkst ég fyrir stofnun hlutafélags til að kaupa Borgina — og þannig gekk þaö fyrir sig. — Er nokkur leynd yfir félögum (þessu félagi? — Nei, nei. Það mega allir vita. Við erum fjórir, ég. Ragnar Guö- laugsson, Aron Guðbrandsson og Jón Fannberg erum í stjórn þess, en aðrir hluthafar eru skráðir fólk úr fjölskyldum okkar allra. Ég er svo framkvæmdastjóri hluta- félagsins, en hver á sinn fjórða part. — Og kaupverðiö var? — Það var átján komma tvær miljónir og borgaðar út sex. Það voru miklir peningar fyrir 18 árum. — En reksturinn hefur gengið vel? — Já, það má segja það. i þessu sambandi vil ég eindregið koma þakklæti til alls starfsfólks sem verið hefur hér á hótelinu alla tíö. Þú hefur aðallega talað um eigendur, bæði Jóhannes stofn- anda og mig, en ekkert hefði veriö hægt að gera án trausts starfs- fólks, og þar höfum við Jóhannes verið mjög heppnir með alla. Auðvitað hefur samkeppnin harðnað með árunum, þv( að margar hótelbyggingar haf risið undafarin ár, og kakan hefur tilhneigingu til að fletjast dálítiö út. Ég vil nefna í þessu sambandi, Hótel Sögu, sem kom 1962 eða 3, Loftleiðahótelið 1966, síðan bætt- ist Hótel Holt við og Hótel Esja, svo að mikið hefur breyst á undanförnum árum. En á sumrum ersamtalltaf nóg að gera, en svona upp og ofan á veturna . Ég hefi þó það framyfir alla aðra, að stað- setningin er ákaflega þægileg fyrir ferðafólk, ef það þarf einhverra erinda að gegna í bænum. Hér eru allar skrifstofur þess opinbera, bandar, og ýmislegt annað, sem fólk á erindi við. — Þú hlýtur að eiga þó nokkra heiöurspeninga frá konungaheim- sóknum og öðru slíku? — Já, þaö er yfirleitt fastur vani þjóðhöfðingja að rétta mönnum minningapeninga til þakklætis fyrir veitta þjónustu. — Þú treystir þér kannski í keppni við Idi Amin á því sviði? — Maður er nú ekkert aö flíka slíku. Ég vildi kannski helst líkja mér við butlerinn í myndinni „Húsbændur og hjú." Þannig finnst mér ég helst vera. sg — Stúdentarnir fengu sjálfir áhuga á rekstri þeirra, og þeir yfirtóku þá svo sjálfir. — Og hér ertu samt sprækur og hress. Finnst þér þetta ekki orðið þreytandi? — Ekki er því að neita, og það fer aö líða að því, að ég dragi mig í hlé. — Ertu þá búinn aö ákveða, hver tekur við rekstrinum? — Neei, en það kemur alltaf maöur í manns stað. — Þú átt syni, Pjetur. Hvað gera þeir? — Éinn þeirra er flugstjóri, annar stöðvarstjóri flugfélaganna í P4IJ rÁST Í ÖLLLM VCRSLLNLM. — AÍsjálfsögðu getur hann ekki talað, kona, hann kemst aldrei að! 18 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.