Vikan - 07.04.1977, Side 20
Framhaldssaga
eftir
h.Q.WELLS
Copyright the Executors
of the Estate of the late
H. G. Wel/s.
JF
Hlébarðamaðurinn ruddi sér
braut gegnum hávaxinn reyrinn,
sem svignaði til hliðar, þegar hann
fór í gegn, og straukst við andlit
hans. Við hinir, sem á eftir fórum,
fundum troðinn stig fyrir okkur,
þegar við komum að þykkninti.
Eltingarleikurinn fór fram í þykkn-
inu á svo sem mílufjórðungs kafla,
og svo tók við þykkur, lágmr
skógur, sem tafði mjög fyrir okkur,
þó að við færum gegnum hunn
saman í hóp — laufblöð flækiust i
andlit okkar. límkenndar skriðjurtir
snertu okkur undir hökur.ni, eða
vöfðust um ökkla okkar, og
þyrnóttar plöntur kræktust í og rifu
bæði föt og hold.
..Hann hefur farið hér yfir á
fjórum fótum.” sagði Moreau
másandi, en hann var nu rétt á
undan mér.
..Kngir komast undan,” sagði
úlfs-birnan og hló framan i mig i
fagnandi veiðihug.
Við komum aftur út á meðal
klettanna og sáum veiðidýrið fram-
undan, þar sem það hljóp léttilega á
fjórum fótum og urraði að okkur
yfir öxl sína. Við það- góluðu
úlfsmennirnir af ánægju. Dýrið var
enn í fötum, og álengdar virtist
20 VIKAN 14. TBL.
EYJfi
DR.MOREfiGS
andlit þess enn vera mennskt, en
það hreyfði útlimina eins og köttur,
og hið laumulega sig axla þess var
greinilega eins og hjá veiðidýri. Það
stökk yfir nokkra þyrnótta runna
með gulum blómum og hvarf.
Þjónninn var kominn hálfa leið yfir
svæðið.
Flestir okkar höfðu nú misst
hraðann, sem eltingarleikurinn
hafði í fyrstu haft, og voru
farnir að taka lengri og hægari
skref. Þegar ég fór yfir opna
svæðið, sá ég, að eltingarmennirnir,
sem komið höfðu hver á eftir öðrum,
voru nú að verða samsíða. Hýenu--
svinið hljóp enn nálægt mér, og
horfði á mig á hlaupunum og fitjaði
upp á trýnið og rak um leið upp
urrandi hlátur.
Við klettabrúnina skildist hlé-
barðamanninum, að hann var á leið
út á hinn framstæða höfða, þar sem
hann hafði læðst að mér kvöldið
sem ég kom, og hafði þess vegna
snúið við i kjarrinu. En Montgom-
ery hafði séð bragðið, og hrakti
hann til baka aftur.
Þannig hjálpaði ég til að elta
hlébarðamanninn, sem hafði brotið
Lögmálið. Ég var móður og
másandi, hrasaði um steina og reif
mig á brómberjarunnum, og reyr,
en hýenu-svínið hljóp við hlið mér
og hló tryllingslega. Ég skjögraði
áfrain, mig svimaði, og ég hafði
mikinn hjartslátt og var næstum
örmagna af þreytu, en samt vogaði
ég ekki að missa sjónar á
eltingarleiknum, því að þá yrði ég
skilinn eftir aleinn með þessum
hræðilega félaga. Ég skjögraði
áfram þrátt fyrir óendanlega þreytu
og molluhita hitabeltissíðdegisins.
Og að lokum dvínaði ákafi
eltingarleiksins. Við höfðum króað
vesalings skepnuna inni á einu
horni eyjarinnar. Moreau, með
svipuna í hendinni, skipaði okkur
öllum i reglulega röð, og við héldum
áfram, nú hægt, kölluðum hvert til
annars á göngunni og þrengdum ■
hringinn um fórnarlamb okkar.
Hann lá í leyni, hljóðlaus og
ósýnilegur, milli runnanna, þar sem
ég hafði hlaupið frá honum í
miðnætur-eltingarleiknum.
,,Farið hægt!” hrópaði Moreau;
,,farið hægt!” þegar endar raðar-
innar færðu sig í sveig kringum
kjarrflækjuna og umkringdu skepn-
una.
, .Forðist óðagot!” heyrðist
Montgomery segja handan við
þykknið.
Ég var í brekkunni fyrir ofan
runnana. Montgomery og Moreau
gengu eftir fjörunni fyrir neðan. Við
þrengdum hringinn, þar sem var
skrautlegt skrúð greina og lauf-
blaða. Bráðin var þögul.
,,Aftur í Hús kvalanna, Hús
kvalanna, Hús kvalanna!” gjamm-
aði apamaðurinn, þar sem hann var
í svo sem tuttugu metra fjarlægð til
hægri.
Þegar ég heyrði þetta, fyrirgaf ég