Vikan


Vikan - 07.04.1977, Síða 38

Vikan - 07.04.1977, Síða 38
i M 'Sf HÆTTU- ‘ LEGUR GRUNUR Svarið kom frá Alfio og hann sagði þrjóskulega: „Það var ekki þar.” Siðan eitthvert uml og svo: „Nei, það var hvergi í húsinu. Ég leitaði um allt.” Edgar Jarvis brýndi nú raustina. „Hver hefur tekið það? Og hver lét það aftur á sinn stað? Ert þú eitthvað við þetta riðinn Marcello?” Ég heyrði ekkert svar, en það var greinilegt, að þeir voru að rœða um Modiglianimyndina, hvemig hún hafði horfið úr húsi föður mins og síðan komið aftur fram. Jarvis hafði augljóslega ekki vitað, hvar myndin var niðurkomin, fyrr en ég gaf honum það í skyn yfir teinu. Reiðileg rödd hans skelfdi mig. Ég vildi helst komast í burtu úr þessu húsi. En fyrst og fremst vildi ég ekki, að neinn vissi, að ég hafði hlerað þetta samtal. Þegar ég kom út úr baðherberg- inu só ég, að Noni beið min við stigann. Hún leit hvasst á mig, en ég hafði náð valdi yfir sjálfri mér og gerði mér upp undrun: „Hvað, hefurðu verið að bíða eftir mér?” Hún fór á undan mér ofan stigann. „Hefurðu séð mikið til Michaels?” spurði hún og í rödd hennar brá fyrir uppgerðarkæru- leysi. „Nei, ekki svo mjög. Við höfum snætt hádegisverð saman einu sinni. Hann hefur liklega sagt þér það. En auk þess sýndi ég honum bóndabýlið.” Noni leit við, og af svip hennar mátti ráða, að henni hafði ekki verið sagt frá heimsókninni á bóndabýlið. Edgar Jarvis kom til þess að kveðja mig. Þegar ég þakkaði honum fyrir mig, varð hann óvenju alúðlegur. Þegar ég ók í burtu hafði ég það á tilfinningunni, að ég væri ó flótta undan yfirvofandi hættu. Heimsókn, sem hafði byrjað svo skemmtilega, endaði í yfirhlaðinni spennu. Þegar ég kom aftur á hótelið svipaðist ég um eftir Randal, en hann var hvergi sjáanlegur. Jafnvel þegar ég kom niður til kvöldverðar sá ég hann ekki, svo að ég settist ein að snæðingi, en snerti varla ó matnum. Á eftir fór ég út á veröndina, en gekk síðan hringinn í kringum sundlaugina og hugsaði um, hvemig ég ætti að eyða næstu klukkustund. Það var of snemmt að fara upp á herbergi. Niðri við flóann var áreiðanlega mollulegur hiti og i stað þess að fara i áttina þangað, gekk ég yfir klappimar og niður að sjó. Hafgol- an myndi sjólfsagt hressa mig ögn. Á heiðskýrum himninum var skarður máni, þannig að ég sá allvel frá mér. Ég kom auga á aflíðandi kletta- syllu, settist þar og horfði upp í himininn. Hraðbátur stefndi frá landi á mikilli ferð. I nokkurra metra fjarlægð kom ég allt í einu auga á álútan mann. Þegar hann kom ögn nær sá ég, að þetta reyndist vera dularfulli gest- urinn, sem hafði skráð sig í gestabók hótelsins sem hr. Harry Stark. Við horfðum hvort á annað þama i mánaskininu og ég só, að hann var mjög æstur. Svo stefndi hann muldrandi í óttina til mín og sagði: „Þama ertu aftur. Þú viröist vera alls staðar.” Ég spratt felmtri slegin á fætur, vildi komast í burtu, en vissi ekki hvert ég ætti að fara. Óttaslegin hikaði ég andartak, en hljóp síðan fyrir næstu klettasnös. Þar fyrir handan gæti hugsanlega verið fólk, sem myndi veita mér öryggi. „Komdu aftur,” öskraði Stark, „ég þarf að tala við þig.” Á eftir fylgdu skammir og blótsyrði. Ég var dauðskelkuð og flýtti mér allt hvað af tók. Síðan stansaði ég andartak, tók af mér skóna og kastaði þeim frá méi. Ég átti það að i vísu á hættu að rispa á mér fætuma, en berfætt kæmist ég hraðar yfir. „Alexa stansaðu,” kallaði ein- hver annar til hægri handar við mig. Þetta var Michael. Kjökrandi af hugarlétti, hikaði ég sem snöggvast, en þrammið að baki mér rak mig áfram á ný. „Komdu aftur,” öskraði Michael og virtist kominn nær mér núna. „Þú ferð fram af klettunum.” I örvæntingu minni bölvaði ég hon- um i sand og ösku. Því næst dó skóhljóðið að baki mér út eins og 38 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.