Vikan


Vikan - 07.04.1977, Side 42

Vikan - 07.04.1977, Side 42
Vikan fer í búöir Verslunin GLER OG POST- ULÍN, Hafnarstrœti 16, er eina fyrirtœkiö hérlendis, sem brenn- ir íslenskar skreytingar í gler- og postulínsvörur. Þessi skemmti- legu postulínsbollasett kosta kr. 990, en könnurnar, sem eru úr eldföstu gleri, kosta kr. 585. I versluninni THEA, Laugavegi 74, fást þessar fallegu, ítölsku leðurtöskur frá JULIEN verk- smiðjunum. Samkvæmisveskið kostar kr. 11.204, en handtask- an kr. 11.550. THEA selur einnig ýmsar gerðir af skart- gripum, hálsfestar frá kr. 1.285, armbönd frá kr. 645 og eyrna- lokka frá kr. 750. G.B. Silfurbúðin, Laugavegi 55, selur þennan handmálaða kera- mik borðbúnað. Hnífaparasettið kostar kr. 7.780, ávaxtaskeiðin og tertuspaðinn kr. 3.500 stk., og rjómaskeiðin kr. 2.600. Það er ekki nauðsynlegt að kaupa allt settið í einu. G.B. Silfur- búðin selur alla þessa hluti staka. Þessir skemmtilegu grisku skartgripir fást í versluninni SABINA, Laugavegi 53b. Mynstrið á hálsmeninu og armbandinu er það sama, en menið kostar kr. 1.420, og armbandið kr. 940. Krossinn, sem er silfurhúðaður, kostar kr. , 1.640, en í SABINU má finna allar gerðir af skartgripum. Verslunin BLÖM OG MYND- IR, laugavegi 53, selur margar tegundir af römmum, hillum, málverkum o.fl. Þessi hilla kostar kr. 7.500, en þær eru til frá kr. 1.400. Rammar kosta frá 250 kr. KAMILLA, Hafnarstræti 16, er ný snyrtivöruverslun, sem selur m.a. PHYRIS snyrtivörur, sem eru fyrir allar húðgerðir, m.a. viðkvæma, bólótta og exemhúð. í PHYRIS má finna hvaða gerð af kremum sem er, sápu og shampoo, aUt sérunnið úr blóma- og jurtaseyðum. Verð á PHYRIS snyrtivörum er frá kr. 464 og upp í kr. 1.475. úr sér sagði hann: ,,Ég fann þessa núna snemma í morgun niðri á klettunum.” Hann hélt á skónum mínum, sem ég hafði sparkað af mér í ofsa- hræðslunni kvöldið áður. Ég var neydd til þess að velja á milli búralegrar þagnar og óviðeig- andi uppljóstrunar. Ég tók við skónum, sem ég hafði skilið við mig á örvæntingarfullum flótta mínum undan Harry Stark, og tróð þeim ofan í töskuna mina. Ég þakkaði Randal fyrir að skila mér þeim, en gerði enga tilraun til þess að útskýra hvers vegna ég hafði ekki hirt um að taka þessa ágætis skó heim með mér. Þegar ég var lögð af stað út að afskekktu bóndabýli föður mins, sá ég furðulega sjón niðri við flóann. Bátar voru þarna i tugatali uppi á þurru landi. Þeir höfðu verið dregnir á land vegna illviðrisins, sem í vændum var og til öryggis voru þeir bundnir saman. Sumir voru meira að segja bundnir við tré lika. Enginn bátur var úti á flóanum og það var að kólna í veðri. Er ég tók siðustu beygjuna inn í bæinn Xlendi, ákvað ég að kaupa hlýja peysu í búðinni hjá Rósu, þar sem Randal hafði keypt handa mér fallega knipplingablúsu. ,,Jæja, ertu að fara frá Gozo?” spurði gamla konan um leið og hún heilsaði mér. Hún hafði tekið eftir farangrinum í bílnum og virtist hin ánægðasta, en ég varð öskureið. „Nei,” sagði ég stutt í spuna, ,,ég er ekki að fara.” ,,Já, en síðasta ferjan leggur af stað rétt bráðum, eða áður en óveðrið skellur á.” Hún leit upp i himininn og sagði af hinni mestu sannfæringu: ,,Á morgun verður komið vitlaust veður.” ,,Þá er best að ég fái mér hlýja peysu,” sagði ég. Hún fór með mig inn i dimman afkima búðarinnar og benti mér á peysur, er lágu þar í einum bunka. „Hafðirðu gaman af heimsókninni til hr. Jarvis í gær?” Ég fann til ónotakenndar. Ég fór ekki svo spönn frá rassi, að aðrir vissu ekki af því. Sjálfsagt virtist ég vera full grunsemda og ég sagði; „Hvernig vissirðu, að ég hefði farið þangað?” Rósa baðaði út höndunum og svaraði: „Maria dóttir mín sagði mér það. Þú hefur séð hana héma. Hún og maðurinn hennar Alfio Marcello, starfa hjá hr. Jarvis. Alfio sá þig koma, er hann var að bóna bíl fyrir utan húsið.” Þegar ég var að troða mér í ljósgula peysu, tók ég eftir því, að bílnum, sem ég hafði haft á leigu undan- fama þrjá daga, var ekið framhjá opnum búðardyrunum. Bílstjórinn var einn af aðstoðarmönnum hr. Bartola, sem átti bilaleiguna. Á eftir kom annar bíll og í honum var Bartola sjálfur. Þeir höfðu ekki látið á sér standa að sækja bilinn, sem ég hafði skilið eftir fyrir utan hótelið hjá Randal. Ég sneri mér aftur að Rósu og sagði: „Ég ætla að fá þessa gulu peysu og ætla að vera í henni. Hvað kostar hún?” „Af því að það ert þú, þá kostar hún 12 pund.” Ég seildist eftir peningunum án þess að reyna að prútta og var því satt að segja fegnust að vera komin í eitthvað hlýtt. „Ætlarðu að ná ferjunni til Möltu?” sagði Rósa og virtist ekki vera á því að gefast upp. Því næst leit hún í áttina að MG-bilnum aftur og kom þá auga á sjónauka föður míns. „Nei, ég ætla að dydja á bóndabýli föður míns.” Hún hleypti brúnum og var greinilega mikið niðri fyrir.^,,Ekki fara á þann einmanalega stað,” sagði hún. „Yfirgefðu Gozo.” „Ýttirþú miðanum undir hurðina hjá mér?” sagði ég og hafði það sterklega á tilfinningunni, að svo hefði v'itið. „Hvaða miða? Hvert ertu eigin- lega að fara?” muldraði hún reiðilega og flýtti sér að dyrum, sem voru innan í búðinni. Um Ieið og hún opnaði stirðnaði hún af hræðslu. I dyrunum stóð Alfio Marcello. Hann hafði greinilega legið á hleri. Án þess að mæla orð rauk hann framhjá okkur báðum og settist á árabát, sem lá á hvolfi rétt fyrir utan búðina. Þaðan horfði hann bölvandi og ragnandi á okkur. Rósa kom út úr búðinni og staðnæmdist við hliðina á mér þarna á gangstéttinni. Hún setti hendurnar á mjaðmir sér og öskraði til Alfio eitthvað á maltnesku, sem ég skildi ekki. Hann horfði illsku- lega á hana, en sagði ekki orð. Gamla konan sneri sér nú að mér og sagði: „Hann er alltaf að hnýsast eitthvað og njósna þessi gaur.” „Og hvers vegna?” spurði ég. „Æ, fyrir Noni,” sagði hún og fómaði höndum. Alfio öskraði nú eitthvað, en hún þóttist ekki heyra til hans og hallaði sér í áttina til min. „Skrifaði hr. Brent þér til London? Vill hann kannski kaupa bóndabýlið?” „Já, en handa einhverjum öðrum.” „Fyrir sjálfan sig eða handa einhverjum öðrum, hvaða máli skiptir það? Hann kærir sig ekki um að hafa þig neins staðar nærri. En Noni sagði honum, að bréfið sem hann skrifaði myndi verða til þess að þú kæmir til Gozo. Hún segir að hann sé asni. Framhald í næsta blaði. 42 VIKAN14. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.