Vikan


Vikan - 07.04.1977, Síða 48

Vikan - 07.04.1977, Síða 48
BROTINN HRINGUR Mig dreymdi, að steinhringur úr gulli, sem eg ber, var brotinn í tvennt að innanverðu. (Maðurinn minn gaf mér hann í jólagjöf, og er hann einskonar trúlofunarhringur, en hann ber eins hring). Ég skildi ekkert í þessu, en tók svo hringinn af mér og fór að skoða hann og finn þá, að hann er ekki brotinn lengur og engin samskeyti eftir brotið. Og hringurinn var miklu þykkari og sterkari en hann er í raun og veru. Þökk fyrir Ástrós. Þessi draumur boðar þér erfið- leika, sem munu þó ganga fl/ót/ega yfir. Þú verður reynslunni ríkari, og þessir erfið/eikar verða til að herða þig ti/ muna. FALLIÐ TRÉ Kæri draumráðandi! Nýlega dreymdi mig 2 drauma. Annar var þannig, að mér fannst ég vera stödd á grænni grund og sjá þar fallið tré og tekið upp með rótum og ákaflega snyrtilega gengið frá öllu, en við hliðina á trénu lá ungur dökkhærður lag- legur maður, sem mér fannst vera nýdáinn. Þekki ég manninn ekki, en var samt hrygg yfir þessu. Stundu seinna fannst mér koma til mín gamall maður, sem ég þekki, og gefa mér 2 fiska, stóran og lítinn, og lagði hann þá á grasið. Hinn draumurinn var þannig, að mér fannst ég ætla að fara að dansa við mann, sem ég vann með fyrir nokkru, og var hann ( dökkum fötum, og lagði ég áherslu á, að músikin væri fjörug, og dönsuðum við um stund. S.S. Þessi draumur boðar þér bæði mjög mikla hamingju, en enn- fremur einhverja erfið/eika. Grænt gras í draumi boðar mik/a hamingju í ástarmá/um, og dauði unga mannsins boðar þér mikla Mig dreymdi velmegun og jafnframt gleði. Gamli maðurinn og fiskarnir tákna hins vegar einhver vandræði, sem þú mátt búast við. HNÍFSSTUNGUR OG SKYGGNIGÁFUR Ég ætla að biðja ykkur að ráða draum fyrir mig. Mér fannst ég vera í húsi hjá foreldrum mínum, og þá finnst mér ég sitja í einu herberginu og vera að tala við systur mína. Þá kemur mamma og biður mig að tala við sig, og göngum við að öðrum herbergis- dyrum og förum þar inn, og mamma lokar hurðinni og segir: „Sástu eitthvað hérna, þegar við komum inn?" Ég svaraði: ,,Nei," og þá segist hún ætla út úr herberginu og skilja mig eftir, og hún segir, áður en hún fer: ,,Ekki vera hrædd." Síðan fer hún, og ég stend þarna, og þá fannst mér birtast allt í einu inni í herberginu gömul kona og gamall maður, og þau segja: ,,Við erum afi þinn og amma (pabbi og mamma pabba míns eru löngu dáin, og ég man ekkert eftir þeim, en ég vissi ekki, hvort þetta ættu að vera þau ), og okkur langaði svo til að sjá þig." Ég var ekkert hrædd, heldur mjög ánægð að sjá þau, og ég ætlaði að taka í höndina á ömmu, en hún vildi það ekki, og þá tók ég í höndina á afa, og hann tók höndina á mér og lagði hana milli lófa sér og sagði: ,,Mikið er þér kalt," og ég svaraði, að ég væri alltaf svona handköld, og lít svo á höndina á mér og sé, að hún er helblá. Síðan finnst mér amma biðja mig um að dansa við sig, og ég geri það, og þá fannst mér það vera svo líkt tengdamömmu minni, hvernig hún dansar, en ég sagði ekki neitt, en var mjög hamingjusöm yfir að hafa loksins hitt þau (en í draumnum vissi ég, að þau væru dáin og þetta væru andar). Jæja, svo fannst mér ég og strákurinn,sem ég er með, (við skulum kalla hann X) og mamma mín vera að ganga úti, og það var sumar, og við vorum að ganga á gangsétt og komum að horni, og X gengur aðeins á eftir okkur. Þegar við komum að horninu, gengum við áfram á gangstéttinni, en X stytti sér leið yfir grasið, og þegar ég sá það, kallaði ég: ,,Hvað ertu að gera!" og varalveg hissa á honum. Hann segir: „Hvað," og þá segi ég: „Sérðu ekki leiðin þarna, þú steigst ofan á eitt leiðið" (það sem var alveg í horninu við gangstétt- ina), og þá segir hann: „Hvaða vitleysa er þetta í þér, það er bara gras þarna, ertu farin að sjá ofsjónir?" Og þá fannst mér renna upp fyrir mér, að ég sæi meira en fólk yfirleitt (ég er ekki skyggn, og ég myndi verða dauðhrædd, ef ég yrði það), en ég vissi, að leiðið, sem X steig á, var leiði afa hans (hann er dáinn). Svo fannst mér ég og X vera I stóru húsi, einhverskonar skóla- húsi, og þar var fullt af strákum, sem voru á aldur við okkur, og voru þeir að elta okkur með hnífa, og vorum við að reyna að flýja undan þeim. Náðu þeir X og króuöu hann af og vóru allir i kringum hann, er ég var búin að klifra upp á handriðið á efstu hæðinni, og ég stóð þar og horfði á strákana og X, og þá stakk einn strákurinn í X, og ég sá blóðgus- urnar koma og sneri mér undan, því ég þoldi ekki að horfa á þetta, svo eftir smástund sneri ég mér aftur við og sá þá, að X lá í blóöi sínu og var dáinn. Þá fannst mér grípa mig ógurleg vonleysistil- finning og fannst, að fyrst X væri dáinn, þá vildi ég ekki lifa lengur sjálf, og ég horfði niður í stigann og hugsaði með mér, að það yrði ekki vont, nema rétt þegar ég myndi lenda á tröppunum, og þá væri það búið, svo ég lét mig detta og fann ofsalegan sársauka, þegar.ég lenti í tröppunum, en svo stóð ég upp og byrjaði að ganga og gekk út í bæ og uppgötvaði þá, að ég var dáin, því enginn tók eftir mér, og mér fannst ég vera grátandi yfir að finna ekki X. Svo fannst mér ég vera komin, þar sem foreldrar mínir eiga heima, og þá komu mamma og tengda- mamma á móti mér og sögðu: „Komdu með okkur," og leiddu þær mig inn í íbúðina, og þar sat X á gólfinu og fósturpabbi minn líka, og þegar ég sá X, hljóp ég til hans og varfVsvo hamingjusöm, að ég fór að gráta og X líka, yfir að hafa fundið hvort annað aftur. Og mér fannst við sitja þarna á gólfinu, tengdamamma, mamma og fósturpabbi, og þá kemur ein systir mín inn í stofuna og ætlar að setja plötu á fóninn, og þegar hún er að því, lít ég á hana og segi: „Eigum við ekki að tala við hana?", en þá svarar einhver í hópnum, að hún viti alveg, að við séum þarna, en hún sjái okkur ekki, því við séum öll dáin. Mér fannst systir mín vera eitthvað svo ánægð með lífið, svo varð draumurinn ekki lengri. Draumur þessi boðar þér mik/a erfiðleika. Mjög mikil veikindi eiga eftirað koma upp innan fjölskyldu þinnar eða piltsins, og einhverjum örðugleikum eigið þið eftir að mæta / tilhugallfinu. Þó mun allt þetta ganga yfir, og góðu táknin / draumnum eru mörg, og boðar t. d. bæði handakuldinn og dans- inn mikla hamingju / hjónabandi, og sársaukinn, sem þú fannst, boðar þér góðan áranguri þvl sem þú tekur þér fyrir hendur. Að dreyma sjálfa sig dána er fyrir þvi, að hamingja og öryggi / Hfinu er tryggt. 48 VIKAN14. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.