Vikan - 06.10.1977, Qupperneq 3
ninn
Eg verkaði á hann sem hjálparlaust
barn. Og þó yrði ég að sinna gestum
minum, fylgdi ég honum með
augunum allt kvöldið.
AUGUN TÖLUÐU MÁLI OKKAR
Á næstu dögum reyndi Fred hvað
f eftir annað að vera einn með mér, en
það var vonlaust. Ég þótti gott efni,
og dögunum eyddi ég með blaða-
mönnum og í sjónvarpsviðtölum.
Einatækifærið kom i hanastéli, sem
viðlentumbæði i, en það kom að litlu
gagni, því enskukunnátta mín var
svo slæm, að ég gat ómögulega
komið orðum að tilfinningum min-
um, og Fred kunni ekki stakt orð i
rússnesku. I staðinn reyndu augu
okkar að segja það sem þurfti.
í einni kvikmyndi hafði ég leikið
mállausa stúlku, sem var ástfangin
af tónlistarmanni. Þar lærði ég að tjá
hug minn með augunum, og þegar
við Fred borðuðum saman morgun-
verð, daginn áður en ég átti að fara frá
New York, komumst við ekki hjá að
lesa i augum hvors annars, að við
værum bæði jafn ástfangin. Ég gat
varla trúað, að þessi maður,
sem samtímis virtist svo bliður og
sterkur, gæti í rauninni borið svona
djúpar tilfinningar til mín. Aldrei
áður hafði mér fundist ég eins bundin
nokkurri manneskju og þennan dag.
En daginn eftir skildust leiðir
okkar. Ég flaug til Kaliforniu til að
koma fram í sjónvarpsþætti Dinah
Shore, og Fred flaug til Moskvu með
fulla tösku af fötum, sem átti að
afhenda móður minni.
Mamma var úti að viðra hundinn,
þegar Fred kom, en ég hafði hringt til
hennar áður og sagt henni frá komu
hans. Mamma er á sextugsaldri,
feitlagin, lífleg og heillandi, og allir
elska hana. Þegar Fred var að fara
aftur, tókst henni að segja á sinni
bágbornu ensku: ,, Þú veist.... ég
held að þú sért meira en bara
vinur...”
Ég var nú komin til Florida að
heimsækja föður minn. Þegar Fred
kom heim aftur frá Moskvu, kom
hann til okkar, og við ræddum saman
um fortíð okkar, um misheppnuðu
hjónaböndin, sem við höfðum bæði
gengið i gegnum, og um þær vonir,
sem við bundum við framtiðina. Við
áttum ekki heitari ósk en að vera
saman og kynnast hvort öðru betur,
en því miður var þriggja mánaða
dvalarleyfi mitt að renna á enda. Við
þörfnuðumst aðstoðar föður míns.
— Ég elska Fred, sagði ég við