Vikan


Vikan - 06.10.1977, Síða 6

Vikan - 06.10.1977, Síða 6
Hér er hún: Frœgasti unglingur Ný stjarna er fædd í Hollywood. Ekki kynbomba eða Robert Redford manngerð, heldur ung stúlka, 14ára.Ástuttumtímahefur hún lagt heiminn að fótum sér (sem eru nú heldur litlir — skóstærð 36!) og ýmist vakið furðu eða aðdáun. Því Jodie Foster virðist þroskaðri og reyndari en margir af hinum fullorðnu samstarfsmönnum hennar. i þeim tíu kvikmyndum, sem hún hefur leikið í, hefur hún fengið næstum allar tegundir hlutverka, sem hægt er að fá. Við sjáum hana sem barnunga gleðikonu í ,,Taxi Driver" og sem sætu, góðu stúlkuna í ,,Tom Sawyer", i kvikmyndinni „Alice doesn't live hereany more" leikur hún af öryggi hina vanræktu smástelpu Doris, sem á nokkrum dögum kennir Tom, ungum syni Alice, að drekka áfengi, reykja hass og stela. Það hlutverk, sem við eigum kannski erfiðast með að sætta okkur við í höndum þessarar 14ára stjörnu, er sennilega hlutverk hennar sem kaldrifjaðs morðingja í kvikmynd- inni, ,The little girl down the road". Samt sem áður — það hlutverk var listaverk. PRAKKARALEG OG FREKNÓTT Hún hefur gert allt svo ótrúlega vel. Örugg, ákveðin, svo eðlileg. Andlit Jodie, sem er ekki beint laglegt, en prakkaralegt, breiðleitt og freknótt, getur, þrátt fyrir smáskrítna brotna framtönn, breyst ótrúlega í mismunandi hlutverkum. Það sem ruglar fólk í sambandi við Jodie Foster er, að það er svo erfitt að skilja, að hún er aðeins 14 ára. Hún virðist svo.... fullorðin. Ef það er þá rétta orðið. Hversdags lifir Jodie vissulega hinu áhyggjulausa, ameríska tán- ingalífi. Milli þess sem hún leikur í kvikmyndum, gengur hún í skóla í 6 VIKAN 40.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.