Vikan


Vikan - 06.10.1977, Qupperneq 7

Vikan - 06.10.1977, Qupperneq 7
veraldar Jodie Foster er ís/endingum að góðu kunn fyrirleik sinn íkvikmyndunum ,,Bugsy Maione"og,, Taxi-Driver," og ekki síður úr sjónvarpsþáttunum ,,Pappírstungi." Jodie á sér marga framtíðardrauma. Hana iangar að verða rithöfundur eða leikstjóri — að óg/eymdu leikarastarfinu. Eitt sinn dreymdi hana um að verða forseti Bandaríkjanna — en hætti við þann draum eftir Watergate-má/ið! Los Angeles.,,Ég er engin lítil Lolita í mínu einkalífi", segir hún sjálf. Og þvíberaö trúa, þótt slúðurdálkarnir reyni að koma öðru á kreik. Þeireru fullir af sögum um hana og fullorðna elskhuga hennar, eða þeir segja hana erfiðan ungling, sem drekkur kampavín með morgun- matnumogerað gera mömmu sína sturlaða. Það síðastnef nda hljómar þó alls ekki trúlega. Það er móðirin, sem stendur bak við starf Jodie. Alveg frá því dóttirin var þriggja-fjögurra ára gömul hefur hún unnið að því hörðum höndum að koma henni í sviðsljósið. Jodie var heldur ekki nema sex ára, þegar hún lék ífyrstu kvikmynd sinni fyrir Walt Disney. BARN HOLLYWOOD Jodieerbarn Hollywood — bæði á góðan og slæman hátt. Hún ólst upp í kvikmyndabænum með móður sinni og þremur systkinum. Hún man ekki eftir föður sínum. Móðir hennar, Brady Foster, vann sem fréttamaður fyrir margar frægar stjörnur og yfirgaf mann sinn, eftir að hún varð ófrísk af Jodie — henni leiddist hann. Nú helgar hún sig algjörlega starfi dótturinnarog sér um samninga og upplýsingar fyrir blöðin. Kvik- myndir Jodie gefa nóg af sér fyrir alla fjölskylduna til að lifa af. VILLLÁTASÝNA SÉR VIRÐINGU Sjálf vill Jodie láta koma fram við sig sem leikkonu, en ekki barna- stjörnu. Hún er vissulega barn og finnst gaman að leika barnahlut- verk.envillláta komaframviðsig af þeirri virðingu, sem heimsfræg stjarna á heimtingu á. Það þýðir ekki að klappa á kollinn á henni og þvælaeitthvaðviðhana. Húnervel gefin, gengurbeintaðhlutunum og er svo reynd í starfi sínu, að hún geturtalað um það eins og fullorðin manneskja. Nei, Jodie Fostererengin nútíma Shirley Temple með lokka og sakleysisleg blá augu. Hún er há og íþróttamannslega vaxin. Hún er dugleg að læra, en eiginlega svolítið hlédræg, en lifir alveg óhikað sínu lífi. Kvikmyndirnar taka að sjálf- sögðu mikinn hluta af lífi Jodie, en hún hefur líka aðrar ráðagerðir varðandi framtíðina. Auk draums- ins um að fá að stjórna sjálf kvikmynd, langar hana í skóla að læra blaðamennsku. Hún telur, að það mundi eiga jafn vel við hana og kvikmyndaleikurinn. Hingað til hefur vinnan ekki valdið neinum vandræðum hjá henni. Hún hefur aldrei búist við meiru en hún hefur BLASTURS VÖKVI Fyrir dömur og herra. Lagningarvökvi fyrir hárblást- ur. Enginn vinsælli á markaðn- um. Hentugur smellutappi. H F Tunguhálsi 11, Árbæjarhverfi, sími 82700. mmmeri.kcí 40. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.