Vikan


Vikan - 06.10.1977, Qupperneq 12

Vikan - 06.10.1977, Qupperneq 12
Kalifornía á tíu Frá smábátahöfmnm i Monterey. Þar var kvikmyndin ,,Ókindin" tekin, og við syntum isjónum svona með hálfum huga. Skóhurstari við vinnu sína. Hann var hátf hissa á okkur að vera að mynda sig. Hann gætisjálfsagt haft ágætt upg hér á veturna að hursta skó ekki veitti af! Utimarkaðir með mikið urval skartgripa voru hvarvetna. Par var margt fallegt úr silfri og fögrum steinum. A/catraz, fangelsið fræga, sem hýsti fanga eins og Al Capone, Vélbyssu-Ke/ly og fuglamanninn fræga. Engum tókst að strjúka þaðan, en við eina flóttatilraunina voru 30 fangar og 11 fangaverðir drepnir. Þessi lék fyrir okkur í San Francisco, en ennþá virðast hipparnir Hfa þar góðu tifi. manna hreinleg og hlýleg borg meö mörgum háum og fallegum trjám og löngum góðum ströndum. Notuðum við mikinn hluta daganna i göngur á ströndunum til að njóta þægilegrar sjávargolunnar. Hitinn hækkaði sífellt eftir þvi sem sunnar dró og var nú kominn í 40° og ferðalangarnir heldur betur komnir með rauð nef og axlir. Þegar við höfðum kvatt Santa Barbara, ókum við um Hollywood i beirri von að sjá nú einhverja stórstjörnuna, en heppnin var ekki með í það sinn. Frá Hollywood til Los Angeles, sem varð eiginlega útundan, því ferðin var senn á enda, og síðasta deginum var eytt í sund og svolitið búðarráp, sem oft vill fylgja. A flestum stöðum, sem við heimsóttum, var áberandi fólk, sem spilaði alls konar tónlist á götum úti, og höfðum við gaman af. Og fram með aðalgötum voru opnir útimarkaðir með skartgripi og margt fleira sniðugt til sölu, ef vel var að gáð, En nú voru tiu dagarnir okkar liðnir og löng heimferð fyrir höndum frá Los Angelés með flugvélaskiptum í Nevv< York, að ógleymdum timamissinum, sem morgum finnst óþægilegur. Það var þreytt en ánægt fólk, sem kom heim eftir vel heppnaða ferð til Kaliforníu dögum San Francisco var okkar fyrsti viðkomustaður. Við lentum þar eftir 9 1 2 klst. flug með millilendingu í Chicago. Klukkan var þá 2.30 að nóttu eftir staðartíma, svo að fyrstu nóttinni var eytt á flugvallarhóteli. Strax næsta morgun var hafist handa, bæklingar og blöð keypt til að missa ekki af neinu og skoða vel réttu staðina. San Francisco er fjolbreytileg og skemmtileg borg, semeinkarauðvelter að ferðast um án einkabíls. Til þess eru notaðir 80-90 ára gamlir opnir sporvagnar úr tré (cable cars), sem nokkrir sitja i, enflestir held ég þó, að hangi utan á. Ferðir eru á nokkurra tíma fresti uppallar bröttustu brekkurnar og til helstu staðanna. Helstu staðirnir eru Golden Gate brúin, semeittsinn varstærsta brú í heimi, Golden Gate garðurinn, stærsti garður heims, semgerðurer af manna höndum, og Kínahverfið (China Town), þar sem búa eingöngu Kínverjar í einum hnapp inni í miðri borginni. Svo er það fiskimannahverfið, en þaðan eru farnar bátsferðir, og þegar út á haf er komið, er margt að sjá, m.a. eitt frægasta fangelsi fyrri tíma á eynni Alcatraz. Sennilega væru 10 dagar hæfi- legur tími til að skoða sig um í San Francisco, en við áttum þar 3 stutta daga, og síðan var ferðinni haldið áfram suður með ströndinni í Greyhound rútu, og næsti við- komustaður var Monterey, fallegt litiðfiski og ferðamannaþorp. Þar leigðum við okkur reiðhjól til að skoða okkur um. Það er reyndar hægara sagt en gert að hjóla í 35-37'' hita, en á þennan hátt sáum við marga fallega staði þessa tvo daga í Monterey. Þaðan héldum við áfram með Greyhound alla leið suður til Santa Barbara, sem er u.þ.b. 100 þús. 12 VIKAN 40. TBL. o

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.