Vikan


Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 15

Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 15
r ánœgðara, ég eða fólkið, sem fœr bót Erlingur hét maður Filippusson, er var a/itaf kallaður Erlingur grasalæknir. Hann vissi öðrum mönnum meira um lækningamátt hinna ýmsu jurta ínáttúrunni', og margir þökkuðu honum bata meina sinna, eftir að hafa reynt ýmsar aðrar leiðir án árangurs. Erlingur nam kunnáttu sina af móður sinni, Þórunni Gís/adóttur, enþegar Er/ings naut ekki /engur við, tók dóttir hans, Ásta, við starfi hans og hefur nú stundað það farsællega um nokkurra ára skeið. Viö hverju býst fávís blaðamaður, sem arkar til fundar við konu, sem kunn er fyrir grasalækningar? Ekki kannski endilega krók- nefjaðri kerlingu með stingandi augnaráð og galdrastaf í hendi, en að minnsta kosti ekki svona ofur elskulegri og húsmóðurlegri manngerð eins og Ástu. Hins vegar skortir ekkert á hinn sérkennilega þef af grasaseyði, oem búast mátti við á heimili hennar, svo að það er ekki um að villast, við erum á réttum stað. Ásta tekur á móti gestum sínum á viðeigandi hátt og býður upp á jurtate úr blóöbergi, aðalbláberjalyngi, eininálum og birkilaufi. Það bragðast frábærlega vel, og Ásta upplýsir, að það sé blóðhreinsandi og geri ákaflega gott. — Þú lærðir af föður þínum Ásta, en hver kenndi honum þessi sérstæöu fræði? — Það gerði amma mín, Þórunn Gísladóttir. Hún var Ijósmóðir, lengst af í V-Skaftafells- sýslu og á Austfjörðum, en síðar bjó hún í Vestmannaeyjum. Ég man ögn eftir ömmu minni, hún var lítil kona og nett, óskaplega dugleg og kjarkmikil. En ég get ekki sagt ykkur nákvæmlega hvernig hún öðlaðist sína kunnáttu, nema að hún fékk hana hinum megin frá. Það átti reyndar aö setja hana út af sakramentinu þarna í Vestmannaeyjum, lækninum leist ekkert á vinsældir hennar. Sjómenn leituöu ákaflega mikið til hennar með sár, sem þeir hlutu við störf sín, og hún útbjó alla sína áburöi og inntökur sjálf. Amma koppaði líka, sem kallað var, en við það Er/ingur grasa/æknir, faðir Ástu. hreinsuðust háræðarnar mjög vel. Nú er hins vegar úr sögunni að koppa og taka blóð, og það finnst mér skaði. — Erlingur faðir minn ætlaði raunar alls ekki að fara út í þessar lækningar. En amma mín vildi ekki láta þessa kunnáttu falla í gleymsku. Ég get ekki dáið, fyrr en einhver er búinn að læra þetta, sagði hún, og svo fékk hún pabba til þess. Faðir minn var lærður búfræðingur, og hann stundaði kennslu um nokkurt skeið í Vestur-Skaftafellssýslu. Þá var hann silfur- smiður og hafði um skeið verkstæði í bakhúsinu á Laugavegi 8, og^Joks var hann vélsmiður og rak um skeið vélsmiðju ásamt bróðursínum, Gissuri, fyrst í Vestmannaeyjum og síðan á Vesturgötunni. En um 40-50 ára skeið stundaði hann ekkert annað en grasalækningar. — Varð hann fyrir aðkasti eins og amma þín? — Já, og það gekk svo langt, að málið var lagt í dóm. Þá safnaðist að fjöldi skýrslna frá fólki, sem hafði hlotið lækningu hjá föður mínum eftir að venjulegir læknar höfðu dæmt það ólæknandi, og faðir minn fékk upp úr þessu leyfi til að stunda sínar lækningar. — Var það frá upphafi ætlunin, að þú tækir við af föður þínum? — Nei, alls ekki, það var einn bróðir minn, tveimur árum eldri en ég, sem var alveg undir það búinn að taka við. En hann lést á besta aldri. Þá var föður mínum mjög brugðið. Ég var alltaf að suða í föður mínum að fá að læra eitthvað, en þetta var nú í þá daga, að stelpur voru bara stelpur, og það kom í hlut drengjanna að menntast. Ég man, að pabbi sagði alltaf við mig: Já, elskan mín, þú skalt fá að læra að sauma, það er svo gott fyrir stúlkur að kunna að sauma! Honum datt víst ekki í hug þá, að ég mundi taka við hans starfi. — Fórstu snemma að fylgjast með honum? — Ég fylgdist náttúrlega alltaf svolítið með þessu, en fór eiginlega ekki að vinna að þessu neitt sjálf, fyrr en eftir að pabbi dó. Þá lét hann mig lofa sér því, að ég héldi þessari kunnáttu við. Það lá reyndar við, að ég gæfist upp, þegar ég missti manninn frá þremur börnum í skóla, en þrjú voru farin að heiman. Mér fannst ég ekki hafa nægilegar tekjur af hálfs dags starfi, svo að einn góðan veðurdag sagði ég við sjálfa mig, að nú gengi þetta ekki lengur, ég yrði að leggja grösin til hliðar og fara að vinna úti fullan vinnudag. En þá er ekkert ánnað en það, að mig dreymdi gamla manninn næstu nótt, hann kom til mín og sagði: Ásta, 40. TBL. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.