Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 16
þú varst búin að lofa að sjá um þetta. Og ég
varð náttúrlega að viðurkenna það. Og allt
hefur þetta bjargast einhvern veginn.
— Nú varfaðir þinn kallaður grasalæknir, en
þú ert titluð húsmóðir í símaskránni. Hvernig
veit fólk, að það getur leitað til þín?
— Þetta spyrst svona út. Fjölskylda mín er.
ákaflega stór, og allir innan hennar vita af
þessu. Nú, svo spyrst þetta frá þeim, sem
þegar hafa leitað til mín og svo koll af kolli.
— Eru einhverjir sérstakir sjúkdómar öðrum
fremur, sem læknast á þennan hátt?
— Nei, eiginlega ekki, það er eitthvað til við
flestöllum sjúkdómum. En því miður fær
maður yfirleitt ekki sjúklinga til meðferðar fyrr
en á síðasta stigi, oft þegar búið er
raunverulega að gefa upp alla von. En það er
hægt að fyrirbyggja svo margt og byggja
líkamann svo mikið upp með því að drekka
jurtaseyði af ýmsu tagi.
— Hvert sækirðu þessi grös? Færðu kannski
eitthvað utanlands frá?
— Þetta eru allt íslensk grös. Ég tíni þau
sjálf, oft með hjálp ættingja og vina, og ég vil
helst tína þau í óbyggðum.
— Liggur ekki mikil vinna að baki þessu?
— Jú, óneitanlega er það svo. Ég fer oft
norður á Langanes, austur á Hornafjörð, upp I
Borgarfjörð, svo dæmi séu nefnd, einnig
stuttar ferðir austur á Eyrarþakka og til
Þingvalla. Séra Eiríkur Eiríksson hefurleyft mér
að tina grös í þjóðgarðinum, og ég óska þess
bara, að hann verði 200 ára, eða lifi að minnsta
kosti lengur en ég!
— En þarf svo ekki að geyma grösin á réttan
hátt?
— Jú, það þarf að meðhöndla þau gætilega,
það verður að geyma þau í góðu húsi, þar sem
enginn raki er og ekki of heitt.
— Hvað gerist svo, þegar fólk leitar til þín?
— Ég byrja alltaf á því að spyrja, hvort það
hafi verið í rannsókn og hvað hún hafi leitt í
Ijós. En jafnvel þótt fólk hafi engan úrskurð að
styðjast við, er yfirleitt ekki erfitt að finna út,
hvað amar að. Sú kunnátta hefur bara þróast
gegnum árin, ég fylgdist vel með störfum
föður míns, og þá lærðist margt í sambandi við
sjúkdóma. Hann var ákaflega glöggur á
sjúkdóma, ég held bara hann hafi haft
röntgenaugu.
— Nú, svo er einstaklingsbundið, hvaða lyf
hver og einn fær, það fer eftir sjúkdómnum og
einnig manneskjunni sjálfri. Það er til dæmis
bæði blóðþynnandi efni í grösum og svo aftur
öfugt, og til þessa og fleiri þátta verður að taka
tillit.
— Leitar fólk stundum til þín, áður en það
leitar læknis?
— Nei, þetta er yfirleitt síðasta hálmstráið.
Fólk er orðið uppgefið eftir margra ára
sjúkdómserfiðleika, hefur kannski reynt
margar mismunandi tegundir lyfja og leitar svo
til mín, þegar það er orðið úrkula vonar um að
fá hjálp. Þó er nokkuð um það, að ungt fólk
leiti til mín, áður en það fer til læknis.
— Hvernig líta læknar á starfsemi þína?
— Það er misjafnt. Sumir eru hlynntir þessu,
því þeir vita, að þetta getur ekki skaðað. Svc
eru aðrir, sem eru mjög andvígir þessu, vilja
ekki einu sinni heyra minnst á gagnsemi grasa,
þó þeir viti mæta vel, að til dæmis besta
hjartameðal, sem til er, er unnið úr grösum.
Þessi litla stúlka frá Hornafirði skaðbrenndist
og greri ekki sára sinna, hvað sem reynt var.
Efri myndin sýnir, hvernig sár hennar höföust
við, þegar móðir hennar kom með hana tii
Ástu Erlingsdóttur. Neðri myndina sendi móðir
iitiu stúikunnar Ástu nokkru siöar tii að sýna
henni, hversu góða raun meðférðin hefði
gefiö.
— Vísa læknar nokkurn tíma til þín
sjúklingum?
- Nei, það hefur aldrei gerst. Hins vegar
kemur fólk stundum til mín með fullu samþykki
læknis síns. Margir þeirra virðast því ekki vera
á móti þessu.
— Og í hverju er starf þitt einkum fólgið?
Býrðu eingöngu til áburði og lyf í vökvaformi?
— Nei, ég útbý líka plástra, sem eru til
dæmis sérstaklega góðir á graftarkýli og
ígerðir. Þeir eru gerðir úr olíum og grösum,
sem sett eru á kompressu og látið liggja við.
Mjög góður árangur hefur náðst með þessum
plástrum.
— Eru lyfin þín bragðvond?
— Nei, mér finnst þau að minnsta kosti góð
á bragðið. Það er líka hægt að bæta bragðið
með kryddjurtum, en yfirleitt er ég ekkert að
því, hugsa fyrst og fremst um að þetta geri
sem mest gagn.
— Nú eru ýmsir vantrúaðir á það, sem þú ert
að gera, og jafnvel á móti því, eins og þegar er
komið fram. Veldur það þér sárindum?
— Það má kannski segja það. Þetta er engin
tilraunastarfsemi, heldur gömul og reynd ráð.
Sumir virðast halda, að þetta séu einhverjir
ógurlegir galdrar, en við vitum, að þessar jurtir
hafa lækningamátt. Þetta hefði auðvitað aldrei
orðið svona langlíft í minni ætt, ef enginn
árangur hefði orðið. Það legði enginn slíka
vinnu á sig bara til gamans. Maður sér sem
betur fer alltaf árangur.
Ásta tekur á móti gestum sínum á viðeigandi
hátt og býður upp á jurtate úr blóðbergi,
aðaibiáberjaiyngi, eininálum og birkilaufi.
16 VIKAN 40. TBL.