Vikan


Vikan - 06.10.1977, Side 18

Vikan - 06.10.1977, Side 18
Framha/dssaga eftir Lawrence G. Blochman Dóttir milljónamæn Lyklinum var snúið í skránni, og Larkin leit i kringum sig í klefanum, litlum og alltof heitum. Þar var lykt af vélum og brenni- steinssótthreinsun, og engin loft- ræsting var þar. Larkin var alltof þreyttur og ruglaður til að hugsa. Hann hafði aðeins óljósa hugmynd um, hvað hann ætlaði að gera, en nú í augna- blikinu gat hann ekki hugsað rökrétt. Hann fór ofan í harða hvíluna og féll næstum strax í djúpan, draumlausan svefn. Þegar hann vaknaði, sá hann, er hann leit út um kýraugað, að sólin var að ganga til viðar. Hann nuddaði augun og reyndi að gera sér grein fyrir hvað það væri, sem hefði vakið hann. Lykli var snúið í skránni, og dyrnar opnuðust hægt, og Sato, þjónninn, gekk inn með björgunarvesti á handleggnum. Hann lokaði dyrun- um vandlega og lagði björgunar beltið við hlið Larkins. .Þér farið í björgunarbát nr. 1,” sagði hann. ..Björgunarbátur nr. 1 hefur bensínvél, bensin í 200 mílur og birgðir af mat og vatni í 10 daga.” Larkin hló. ..Hvað meinið þér, Sato? Ætlið þér að hjálpa mér að flýja á eyðiey eða hvað?” ..Nei,” sagði Sato alvarlega. ,,Ef til vill Hawai — ef •' ill annað.” ..Ég held, að ég \ . neldur vera um borð í Kumu-maur!” ..Nei.” sagði Sato ákveðinn. ..Kumu-maru logar.” Larkin spratt upp. ,,Hvað segið þér maður? Er eldur laus í skipinu?” ,,Ekki ennþá, en bráðum,” sagði Sato. Larkin settist að nýju. ,,Þér eruð að gera að gamni yðar, Sato,” sagði hann. ,,Herra Larkin finnur það bráð- um,” sagði Sato. „Kumu-maru bráðum eldur. Bara enginn, sem veit það. Þegar þeir vita það, það of seint. Sato hefur unnið vel verk sitt. Eldsprengjur í lestinni og líka salt- pétur.” .Nei, herra Larkin. Þetta er ekki grin,” hélt þjónninn áfram. „Herra Larkin fær að sjá. Sato er ekki Japani. Sato er ekki Kínverji. Sato er Kóreubúi. Faðir Satos var mikill föðurlandsvinur. Þér munið, herra Larkin, eftir kórönsku ríkisstjórn- inni, sem aldrei fékk að stjórna, en flýði til Shanghai undan Japönum 1921. Faðir Satos var með í að skrifa undir sjálfstæðisyfirlýsingu Kóreu. Hann náði aldrei til Shang- hai. Japanir tóku hann. Nei, þeir skutu hann ekki. Þeir settu fosfór í matinn hans, voða lítinn skammt. Það tærði bein hans í fangelsinu. Hann var lengi að deyja. Sato ákvað að gefa líf sitt fyrir Kóreu eins og faðir hans.” „Þegar Sato sá herra Larkin aftur og þekkti hann, vissi hann, hvað hann átti að gera. Þér getið gert mér greiða. Þér eruð blaða- maður og þér getið sagt öllum heiminum, hvað Sato gerði. Sato vill ekki verða hetja, en landar hans fá þá ef til vill hugrekki til þess að vinna Japönum tjón. Þeir lesa um Sato, en þeir vita ekki, hver hann er.” „En þér stofnið hundruð manns- lífa í voða,” sagði Larkin skelfdur. „Nei,” sagði Sato. „Farþegarnir eru öruggir. Ég vel góðan tima. Ég rannsaka kortin, þegar ég fer upp í brú með te. Ég tala lika við Ioftskeytamanninn. Við erum bara 100 mílur norður frá Honolulu. En þeir þurfa ekki að fara svo langt i björgunarbát. „Drottningin” frá Vancouver er skammt frá. Það tekur hana bara 3-4 tíma að ná okkur, eftir að við höfum sent neyðarkall.” „Sato, þér megið ekki gera þessa vitleysu,” hrópaði Larkin. „Þér getið ekki— ” „Sato getur það!” svaraði þjónn- inn stoltur. „Sato hefur gert það! Sjáið!” Hann opnaði dyrnar. Dimmt og daunillt reykský streymdi inn. Larkin spratt á fætur og horfði í kringum sig. Gangurinn var fullur af reyk og ljósaperumar glóðu blóðrauðar í dimmunni. Á þilfarinu fyrir ofan heyrði hann smelli undan hlaupandi fótum. Eimpípan hvein, hvellt og ýlfrandi. Einhversstaðar var hringt bjöllu. Larkin sneri sér við til þess að líta á Sato. En þjónninn var horfinn — Reykurinn streymdi upp frá lestaropi nr. 4. Allur afturhluti Kumu-maru var hulinn reykskýj- um, sem ýmist voru í þykkum bóstrum eða svifu eins og þunn slæða. Sjómennirnir hlupu um þilfarið með rakar vatnsslöngur, eða rog- uðust með brunaskjólur á milli sín. Fujiwara skipstjóri stóð uppi á stjórnpalli og gaf fyrirskipanir sínar. Það var eins og slysið hefði breytt honum. Hendur hans sem hann hélt kallaranum með, voru ekki lengur kvenlegar, heldur styrkar og öflugar. Rödd hans var þróttug og skipandi. Nokkrir hásetar voru að bjástra við bátsuglumar og ætluðu að setja björgunarbátana á flot. Sumir stóðu berfættir og losuðu böndin af flekanum. Þar sem allt var á ferð og flugi, veitti enginn því athygli, að Larkin var sloppinn úr prísundinni. Hann gekk fram hjá brytanum á leið sinni til klefa síns, en brytinn leit ekki svo mikið sem við. Rodriques hershöfðingi lá á hnjánum i klefanum og æpti á guð almáttugan á spönsku. Hann þagnaði allt í einu, er hann varð Larkins var, en stóð þó ekki upp. „Og viljið þér líka fyrirgefa mér, senor?” spurði hann yfirkominn. „Fyrirgefa yður?” spurði Larkin steinhissa. „Fyrir hvað?” „Af því að ég opnaði töskur yðar fyrstu nóttina, sem við vomm á skipsfjöl,” svaraði hershöfðinginn. „Ég hugði nefnilega, að þér væmð i vitorði með ungfrú Bonner, og mig langaði til þess að koma upp um ungfrú Bonner og herra Shima. Ég lét sem það hefði verið ráðist á mig, skar sjálfur í hálsinn á mér — svona. Ég lést líka hafa misst skjöl min. í mínu landi er ekki siður að treysta konum. En ungfrú Bonner er öðm vísi, hún er heiðarleg eins og karlmaður.” „Einmitt það — ?” sagði Larkin og var efagjarn. „Já, nú emm við vinir. En þessi Shima er glæpahundur. Hann vill ekki bjarga mér. Hann vill ekki, að ég sé í vinfengi við ungfrú Bonner. En þér, herra, þér ætlið að fyrirgefa mér og hjálpa til þess að bjarga mér?” „Auðvitað,” svaraði Larkin og dró björgunarvesti undan hvilunni. „Reynið þetta og hyggið að, hvort þ-ð er mátulegt yður. Þá mun yður víst liða skár.” Rökkrið var að breytast i náttmyrkur. Skipstjórinn hafði snúið skipi sínu, svo að það snéri nú stefninu upp í vindinn, til þess að forðast að eldurinn breiddist út fram á skipið. Allur afturendi þess stóð í björtu báli og lagandi eldtungurnar sleiktu dimman næt- urhimininn. Loftskeytamaðurinn, sem var neyddur til þess að hverfa frá verki sinu vegna reyks og elds, braust upp á stjórnpall til þess að skila seinasta skeytinu, sem hann hafði fengið. „Hvenær ætli þeir verði búnir að koma á flot bátunum?” spurði George Willowby, sem bersýnilega var mjög taugaóstyrkur og var sífellt að losa eða festa ólarnar á björgunarbelti sinu. „Dælurnar em enn i lagi,” svaraði herra Shima. „Það em líkindi til þess, að við getum haldið þeim þar til systurskip okkar Jishin-maru nær okkur.” „Hvað — hvað er langt þangað til?” spurði Willowby stamandi röddu. „O, þrjár til fjórar klukku- stundir,” svaraði Shima rólega. „Almáttugur guð!” andvarpaði Willowby og starði sem dáleiddur á logandi eldana aftur á skipinu. „Þá getur helmingur okkar verið bmnn- inn i hel eða dmkknaður! Er ekkert annað skip nær?” 18 VIKAN 40. TBL. Hafið beið — olíubrákugt og dimmt undir þungbúnum himni. Hið eina, sem ekki beið, var eldurinn. Þumlung fyrir þumlung át hann sig fram eftir skipinu. 12. KAFLI

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.