Vikan - 06.10.1977, Qupperneq 20
gekk burt. Það heyrðist dálítið
hljóð. Hann stóð eftir með bút af
ermi hennar í höndunum. Dorothy
hljóp i áttina að stiganum og Frayle
á eftir.
Larkin hafði verið að leita að
Dorothy um allt skip í meira en
klukkutíma, en ekki fundið hana.
Hindúinn af öðru plássi sagði, að
hann hefði séð hana fara í áttina til
klefa Frayles, en þar hafði hún ekki
verið heldur. Hinsvegar var i
klefanum mikið af glerbrotum,
bersýnilega frá rammanum, þar
sem tilkynningin um björgunar-
bátana hékk uppi. Það var búið að
rífa hana burtu. En ekkert benti til
þess að Dorothy hefði verið þar.
Það var í rauninni ekkert sjáanlegt
á öðru farrými annað en bylgjandi
og kveljandi reykskýin og ýmsir
munir, sem fólkið hafði skilið eftir í
hræðslu sinni.
Farþegarnir voru nú allir saman-
komnir uppi á þilfari í stórum,
þögulum hópum. Þeir og gjörvallur
heimurinn virtist einnig bíða.
Björgunarbátarnir lágu utanborðs
og biðu þess, að þeim væri skotið á
flot. Hafið beið — oliubrákugt og
dimmt undir þungbúnum himni.
Hið eina. er ekki beið, var eldurinn.
Þumlung fyrir þumlung át hann sig
fram eftir skipinu —
Larkin gekk inn í klefa sinn. Það
var svartamyrkur inni. Aflvél
skipsins hafði hætt að ganga fyrir
skammri stundu. Hann paufaðist
áfram í myrkrinu, fálmaði um eftir
ferðaritvélinni sinni — henni ætlaði
hann að minnsta kosti að bjarga —
en hún var þar ekki! Það hafði
áreiðanlega einhver komið á undan
honum. Þegar hann kom aftur út úr
kefanum, var hann nærri búinn að
hlaupa i fasið á veru einni i hvitum
þjónsjakka. Það var Sato, sem
rogaðist með vatnsskjólur eftir
ganginum. Hann setti föturnar frá
sér og sagði:
..Sato lagði möppu og ritvél herra
Larkins í bát nr. 1. Herra Larkin á
að gæta vel að nr. 1. Allt i
möppunni.”
„Þökk fyrir, Sato. Eru dælurnar
enn starfandi?”
„Nei, það er langt síðan,”
svaraði Sato og rétti fram höndina.
„Verið þér sælir, herra Larkin,”
sagði hann. „Það er „sayonara” á
japönsku, bætti hann við og brosti
kimilega — í síðasta sinn.
Er Sato tók aftur upp fötur sínar,
skvettist dálitið úr þeim, og Larkin
fann þef fyrir vitum sér, sem ekki
var hægt að villast um — það var
bensín.
Fujiwara skipstjóri hrópaði í
gegnum kallarann:
„í bátana!”
Allir þeir bátar, sem aftastvqru í
skipinu.voru brunnir, en það hafði
heppnast að setja á flot fimm
björgunarbáta miðskips. Brytinn
stóð við bát nr. 1 og reyndi að halda
æpandi mannfjöldanum i skefjum
með því að ota að honum skamm-
byssu sinni. Annar stýrimaður sat á
öftustu þóftunni og hrópaði: „Hay-
aku! hayaku!” En frú Greeve og
unga suður-ameriska konan af
öðru farrými sátu á fremstu þóftu.
Bakvið þær var Rodrigques hers-
höfðingi, Hindúinn og Slavinn.Auk
þess tveir Japanar.
„Það er ennþá rúm fyrir tvo í
viðbót,” hrópaði skipstjórinn gegn-
um kallarann.
Það kom hreyfing á mannfjöld-
ann. Brytinn hrópaði eitthvað.
Feitur Japani skrækti eitthvað upp
í eyrun á Larkin og blaðraði mikið.
Larkin reyndi að streitast á móti,
sneri baki að björgunarbátnum og
stóð fyrir þeim japanska. En þá
heyrði hann kallað nafn sitt og nú
gleymdi hann öllu öðru. Hann ýtti
Japananum frá sér með snöggu
handbragði og ruddi sér braut
gegnum mannþvöguna.
Dorothy Bonner barðist örvænt-
ingarfull við Charles Frayle. Hún
barðist með höndum og fótum og
hverjum vöðvaþræði í líkama
DÓTTIR
MILLJÓNA-
MÆRINGSINS
sínum. Hún krafsaði og klóraði eða
barði með knýttum hnefanum í
landlitið á Frayle. Eitt andartak
tókst henni að losna, en Frayle náði
í hana jafnskjótt aftur, greip um
annan úlnliðinn á henni og fleygði
henni á þilfarið.
Larkin beygði sig niður að henni í
sömu andrá sem Frayle, en allt í
einu breytti steyttur hnefi hans um
stefnu og hafnaði á hökunni á
Frayle, svo að hann féll um koll —
og það allharkalega.
Larkin greip ungu stúlkuna í fang
sér og hljóp í áttina til björgunar-
bátsins.
Honum tókst að setja hana út
yfir borðstokkinn í sömu svipan og
afturtógið, sem hélt uppi bátnum,
gaf eftir og allir, sem i honum voru
utlu um koll. Einhver greip í Larkin
aftan frá. En björgunarbáturinn
hafði rést við. Annar stýrimaður
hrópaði: „Yorosh! Iko-ya” — og
það ískraði í blökkunum, en
báturinn féll með leifturhraða niður
á sjóinn, svo að gusurnar stóðu hátt
í loft upp. Larkin tókst að snúa sér
við rétt í því að Frayle var að læsa
sterkum krumlunum um hálsinn á
honum. Larkin danglaði nokkrum
sinnum í síðuna á Frayle, svo að
hann tók andköf og hrópaði:
„Hjálp! Shima! Hjálp!”
Larkin sá, hvar krókstjaki kom
fljúgandi í áttina til hans og i stað
þess að lenda á höfði hans straukst
hann við bakið á honum, án þess að
gera honum miska. Hann beygði sig
ennþá meira, greip um mittið á
Frayle og setti bragð fyrir hann, en
i sama vetfangi kom annar krók-
stjaki á lofti og lenti með ægilegu
brothljóði í hvirfli Frayles. Larkin
fann, hvernig hann varð að
máttlausu flykki í fangi sínu.
Larkin sleppti takinu og likami
Frayle lyppaðist niður og féll í
sjóinn. Larkin sá einungis gusum-
ar, sem stóðu hátt í loft upp. Án
þess að hugsa sig um eitt andartak
kastaði hann sér til sunds. Hann
nálgaðist óðfluga yfirborð hafsins
og hitti það loks með ógurlegum
smelli og vatnið laukst um hann
allan. Hann sökk og hélt áfram að
sökkva.
Loks skaut honum aftur upp á
yfirborðið. Hann tók andköf og
hrækti á allar áttir, hann hafði
hellur fyrir eyrunum og sveið í
augun er hann leit á eldbjarmann
frá logandi skipinu. Svo sá hann
einhvem skugga fyrir framan sig og
synti í áttina til hans-
Að minnsta kosti 10 hendur
hjálpuðu honum að komast upp í
björgunarbátinn. Hann sat lengi
móður og másandi og rennvotur,
áður ne honum varð ljóst, að það
var Dorothy, sem hélt í höndina á
honum.
„Frayle —”, sagði hann óskýrt.
„Hann gat ekki synt. Honum
skaut aldrei upp,” svaraði Dorothy.
Nokkrum klukkustundum síðar
sat Glen Larkin í klefa skipstjórans
á „Drottningunni” og drakk viskí.
,, Það em eitthvað 8 bátar sem við
höfum tint upp,” sagði skipstjór-
inn. „Á þeim vom fimmtán manns
af áhöfninni og áttatíu og þrír
farþegar, aðallega þriðja farrýmis
farþegar. I seinasta bátnum vom
tveir hvitir menn, einhver Cuttle og
annar, sem hét Willowby, að mig
minnir.”
„En em ekki fleiri björgunarbát-
ar á floti?”
„Jishin-mam hirðir þá upp,”
svaraði skipstjórinn. „Við höldum
beint til Honolulu.”
Gráhærður, skeggjaður maður í
einkennisbúningi kom inn.
„Þetta er Smith læknir, herra
Larkin,” sagði skipstjórinn. „Þér
vilduð tala við skipslækninn.”
„Já, sannarlega,” svaraði Lark-
in. „Segið mér læknir, hvernig líður
ungu stúlkunni?”
„Prýðilega.”
„Og svo er önnur spurning,” hélt
Larkin áfram. „Ég hef alltaf haldið,
að morfin orkaði svo á augastein í
mönnum, að hann drægi sig saman,
og það skipti engu máli í hvernig
formi morfínsins væri neytt — er
það ekki rétt?”
„Jú, það er alveg rétt.”
„En hvernig er það með aconit-
in?” spurði Larkin aftur.
„Aconitin hefur þveröfug áhrif,”
svaraði skipslæknirinn. „Það orkar
svo á augasteininn, að hann
víkkar.”
„Hvað mundi gerast, ef ég dældi
vænum sopa af aconitini inn í
handlegginn á mér?”
„Guð minn góður! Þér munduð
steindrepast, maður!”
„Já, ég átti kollgátuna,” sagði
Larkin og deplaði auganu. „Mig
langar annars mjög til þess að tala
nokkur orð við herra Cuttle — hvað
segið þér um það, skipstjóri, að fá
hann hingað upp?”
„Góðan daginn, Sherlock Holm-
es!” sagði Larkin þegar Cuttle kom
inn.
„Emð þér þarna með andskotans
háðsvipinn ennþá,” muldraði
Cuttle. „Eins og þér hafið ekki gert
mér nógu gramt í geði!”
„Hafið þér gleymt því, sem ég
lofaði yður?” spurði Larkin. „Ég
lofaði yður því að koma upp um
coKÓTEK ★ DISKÓTEK-* DISKÓTEK* DISKÓTEK* DISK
1 FERÐA DISKÓTEK |
O
xsia ♦»3io>isia*»3iQ>isia * >i3iQ>isia * >i3iQ>isia
20 VIKAN 40. TBL.