Vikan


Vikan - 06.10.1977, Side 38

Vikan - 06.10.1977, Side 38
°I SKUGGA ^LJONSINS Ég hefði ekki átt að koma hingað i dag, en mig langaði að hitta þig. Ég var að vona að ég gœti sannfært sjálfan mig um, að þú skiptir mig ekki meira máli en hver ðnnur. Það var mikið gagn í því, eða hitt þó heldur. Það er sennilega betra að við skyldum hittast hér, en ekki í Róm. I Roccaleone þýðir ekkert að reyna að fela, hver ég er.” „En ég skil þig ekki, Matteo,” byrjaði hún. Matteo greip fram í fyrir henni. „Láttu mig þá segja þér það. Ég er óskilgetinn Malaspina. Sástu það ekki á andliti mínu?” Hann snerist á hæli og fór. Regína fann til ákafrar löngunar að hlaupa á eftir honum. Fyrir tíu mínútum hafði hún verið frjúls og engum bundin, fullkomlega ánægð með að vita að hún væri aðlaðandi og fús að hella sér út í smáævintýri. En hún hafði svo sannarlega ekki búist við, að sá gneistandi fjand- skapur, sem verið hafði milli hennar og Matteo, yrði að slíku ástríðubáli. Hvernig hafði hún getað orðið ástfangin af honum? Hún þekkti hann svo til ekkert og hafði fundist hann fremur óvinsamlegur. Hvaða framtíð myndu þau eiga fyrir sér? Það var þetta, — en ekki það að hann væri óskilgetinn, — sem var henni áhyggjuefni. Það var fáránlegt af honum að hafa svona miklar áhyggjur af vafasömu faðemi sínu. Slíkt var fyrir löngu liðin tíð. Hið mikilvæg- asta var persónuleiki hvers og eins, en ekki faðemi. Hún gat skilið að það gæti skipt máli í Roccaleone. Hún gat alveg imyndað sér framkomu borgarbúa í garð Matt- eos, eftir að andlitssvipur hans kom upp um hann. Hún óskaði þess hálft í hvoru að hún hefði aldrei hitt hann. Lif hennar hafði verið ósköp þægilegt, 38 VIKAN 40. TBL. „Matteo,” æpti Regína. Mennirnir tveir börðust áfram, án þess að skeyta nokkru, ýmist liggjandi á jörðinni eða á fjórum fótum. áður en hún kom til Roccaleone. Og jafnvel eftir að hún var hingað komin, hafði hún verið ósköp ánægð með að hitta einhvern sér likan. Hugh Mortimer kom úr sama umhverfi og hún. Hún vissi að honum fannst hún aðlaðandi, og það hafði líka verið henni ánægju- efni. Hann var frambærilegur ungur maður og henni líkaði vel félagsskapur hans. Hann mundi falla vel inn í umhverfi hennar heima í Bundersford. Matteo, aftur á móti, var allt öðmvísi. Hún velti þvi fyrir sér, hvort hann væri reiðubúinn að fylgja henni heim til Englands aftur. Ef hann elskaði hana, myndi hann gera það. En hann hafði gengið út og yfirgefið hana áðan. Henni kom í hug, að hún yrði að ákveða hvaða sess Matteo skipaði i hjarta hennar, og hún gerði sér ljóst að sú ákvörðun gæti þýtt, að það yrði hún, sem yrði að fylgja honum. Þetta var allt svo fjarri þeim hugmyndum, sem hún gerði sér um samband karls og konu. Þær vinkonur hennar, sem giftar voru, höfðu allar hitt eiginmenn sína á dansleik eða hjá einhverjum kunn- ingjum eða höfðu gifst einhverjum úr nágrenninu. Ekkert þessu líkt. Edward kom heim klukkutíma seinna. Regína hljóp á móti honum, áköf að ræða við hann um framkomu Giulianos. „Edward,” hrópaði hún. ,Já, mín kæra?” „Hvar varstu?” „Hann leit á hana spurnaraugu- um. „Skil ég þig of mikið eina eftir? Þú verður að fyrirgefa mér.” Regína hristi höfuðið. „Hafðu ekki áhyggjur af mér. Þú virðist dauðþreyttur. Hvað gerðist?” „Við skulum fara upp á virkis- vegginn,” sagði Edward. „Þar getum við talað saman, án þess að nokkur trufli okkur.” Regína fylgdi augnaráði hans. „Er hægt að komast þangað upp?” „Já, auðveldlega. EMdurinn eyði- lagði ekki mikið hinum megin í kastalanum.” Þau gengu að litlum dyrum, sem Edward opnaði. Þar fyrir innan var stuttur gangur, dimmur og drunga- legur, og fyrir enda hans var mjór stigi. Hún elti frænda sinn upp og allt i einu voru þau komin út í skært sólskinið. Fyrir framan þau lá virkisveggurinn, fimm feta breiður. Á þeirri hlið, sem út sneri, voru skotraufir og smábyrgi fyrir varð- menn. Hinum megin fyrir neðan þau var kastalagarðurinn. Þau settust í heitri sólinni, á steina, sem fyrir mörgum öldum höfðu verið notaðir af bogaskytt- um, til að hvíla boga sína é. „Mig hefur dreymt um þennan stað í mörg ár,” sagði Edward. „Hvers vegna komstu þá ekki fyrr?” „Hvernig gat ég það? Ég hafði engan rétt til að koma og umturna lífi annarra.” „Þú átt við Cörlu?” „Já, Cörlu. Þú veist, að við vorum bæði sammála um að fara hvort sína leið. Við vorum sammála um, að best væri að taka upp okkar fyrri lifnaðarhætti, eftir að stríðinu lauk. Nú virðist sem þessi ákvörðun okkar hafi verið röng.” „En það var vegna Jessie,” benti Regína honum á. „Já, aumingja Jessie,” sam- þykkti Edward. „Skyldi henni ekki hafa vegnað betur án mín? Ég held að líf hennar með mér hafi ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegt.” „Hún var mjög stolt af þér.” „Það er nú ekki til bóta, eða finnst þér það?” sagði Edward og brosti tvírætt. „Mér hefur oft fundist, að starf mitt væri það eina, sem ég lifði fyrir. Mér tókst að eyðileggja lífið fyrir þrem mann- eskjum, — Jessie, mér sjálfum og svo lika Cörlu.” „En hvernig áttir þú að vita um eldsvoðann.” „Það er að vísu satt. Mér finnst mér bera skylda til að standa við Framhaldssaga eftir Isob

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.