Vikan


Vikan - 06.10.1977, Síða 41

Vikan - 06.10.1977, Síða 41
„Hann er slæmur, er það ekki?” spurði ráðskonan loks sorgmædd. Regína þurfti ekki að spyrja, við hvem hún ætti. ,,Já, ég er hrædd um, að hann sé það, svaraði hún varfæmislega. „Þannig er öll Malaspinaættin. Þeir em annað hvort góðir éða slæmir, þeir fara aldrei milliveginn. Ég hef þjónað þeim það lengi, að ég ætti að þekkja þá.” Hún leit í kringum sig. „Efþessir veggir gætu talað, hefðu þeir frá ýmsu að segja. margt hræðilegt hefur gerst hér„En samt hafa sumir þeirra verið hre'inir dýrðlingar.” Hún andvarpaði. „Giuliano er einn af þeim slæmu. Ég ætlaði ekki að trúa því, af því hann er svo líkur Vittorio, föður sínum. Ef aðeins —Hún þagnaði. Regína vissi, hvað gamla konan hafði ætlað að segja. „Ef aðeins að þetta væri öfugt og hann væri Matteo Tebaldi.” „0, ungfrú.” ,, Það var það, sem þú áttir við, er það ekki? Em þeir ekki báðir synir Vittorios?” Ráðskonan hristi höfuðið. „Nei, faðir Matteos var Oreste Malas- pina, eldri bróðir Vittorios. Hann var villtur og jafnvel stundum grimmur.” „Svo Matteo og Giuliano em bræðrasynir,” sagði Regína hugs- andi. Klukkustundimar vom lengi að líða. Regína talaði ekki við neinn nema lögregluþjóninn, sem kom til að taka skýrslu af henni. Edward hafði farið einhverra erinda til La Spezia. Það sást ekkert til Hughs, en hún gerði líka ráð fyrir, að hann hefði nóg að gera hjá Gifford. Nú var engin leið fyrir hana lengur að komast í burtu. Það var ekki hægt að ætlast til þess að Gifford lánaði bilinn sinn. Auk þess fannst Regínú, að hún hefði ekki lengur neina þörf fyrir að hlaupast á brott. Hún ætlaði að setja allt sitt traust á Edward, og auðvitað Matteo. Allt í einu datt henni i hug að ganga niður á verkstæðið og segja honum þetta. „Komdu inn fyrir,” kallaði Beppo Tebaldi. „Þarna er bíllinn. Hann er næstum tilbúinn.” „Þú hefur verið fljótur að þessu.” „Ég fékk aðstoð,” sagði hann beisklega. „Giuliano sendi nokkra pilta til mín.” „Það er af því þeir vilja losna við okkur sem fyrst.” Beppo hló stuttlega. „Ég held ég viti það. Og það er reyndar ekki að undra. Giuliano hafði allt eins og hann vildi, þangað til Edward birtist. Ég var sá eini, sem stóð gegn honum. Hefurðu sagt Edward hvað þeir ætla að gera við þig, ef hann fer ekki?” °1 SKUGGA %/ÓNSINS Regína hristi höfuðið. „Nei. Það er nóg, sem hvílir á honum. Sagði Matteo þér það?” „Já, hann gerði það. Og ég sagði honum að vera ekki að skipta sér af þessu. Þó hann sé þingmaður í Róm, þá hefur það ekkert að segja hér. Hann ætti að muna það. Farðu að mínum ráðum, unga kona, og farðu héðan strax og billinn er tilbúinn.” Hún gat ekki svarað honum neinu, þessum manni, sem misst hafði konuna svo sviplega. „Ég er á fömm,” hélt Beppo áfram. „Ég er að verða búinn að Þanoað leia viðskiptin, semún/alið ermest. Smáauglýsingar BIAÐSIN5 Þverholli11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld 40. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.