Vikan


Vikan - 06.10.1977, Síða 45

Vikan - 06.10.1977, Síða 45
gærkvöldi, enégþori ekki að fullyrða það. Ég kom ekki í vinnuna fyrr en á miðnætti. Swift prófessor stakk myndinni aftur í veskið og sat þögull og virti fyrir sér kámugt veggfóðrið á veggjunumog öll veggspjöldin, sem höfðu þann tilgang að lokka ungmennin frá háskólanum ennþá dýpra inn í frumskóg stórborgar- innar. Glíma á hverju miðvikudags- kvöldi, stóð á einu þeirra. Takið vinkonuna með! I gær var föstu- dagur, svo varla hafði hann farið þangað. Komið i Glaðheima! Betri skemmtun er vandfundin! Hann leitaði eftir minnisbókinni og skrifaði nokkur orð í hana. Skemmtigarður, það var ekki svo fráleitt. En um leið kom hann auga á þriðja veggspjald- ið: Rokk hjá Johannie’s á hverju föstudagskvöldi! — Hvar er þessi Johannie’s? spurði hann manninn á bak við borðið. — Það vita allir. — Ekki ég. — Gakktu þessa götu á enda og beygðu síðan til hægri, það er við endann á þeirri götu. Alveg á horninu. — Eru margir stúdentar, sem venja komur sínar þangað? — Fjöldinnallur. Á föstudögum er þarna eins og síld í tunnu. En þú ert heldur seinn á þér. Það er •augardagur í dag. — Veit ég vel. Swift greiddi reikninginn, gaf þjórfé og fór. Að öllu óbreyttu hefði Walden Swift trúlega verið upptekinn við eitthvað i háskólanum — ef til vill á ferðalagi með nemendunum eða að taka þátt í umræðum um vandamál þriðja heimsins. Honum geðjaðist vel að unga fólkinu, sem hann kenndi, og féll vel samveran við það. Honum likaði frjálsmannleg fram- koma þeirra og fannst áhugavert að fylgjast með, hvernig vera þeirra við háskólann mótaði þau frá stórum börnum til fullorðsins fólks. En þessi laugardagur var öðruvísi. JOHANNIE’S Það var slökkt á skiltinu. Hann gaut augunum á skiltið og gekk innfyrir, framhjá eldri konu, sem skúraði gólfið í anddyrinu. Loftið inni i veitingasalnum var ennþá þungt af reykjarlykt og svita. Á barborðinu voru óhrein glös og hálftæmdar flöskur. Á palli við dansgólfið stóðu hljóðfæri hulin •éreftsyfirbreiðslum. Þau minntu á grafsteina. Stóru hátalarnir sinn- hvorum megin, sögðu honum, að ekkerthefði vantað á hljóðstyrkinn á tonleikunum. Nú heyrðist ekki annað hljóð en bergmál af hans eigin fótataki. — Við opnum ekki fyrr en klukkan fimm, sagði rödd að baki hans. SAKAMÁLASAGA EFTIR EDWARD D. HOCH Enda stöðin WALDEN SWIFT PRÖFESSOR HEFÐI KOSIÐ AÐ EYÐA ° LAUGARDEGINUM Á ANNAN HÁTT, T.D. VIÐ UPPBYGGILEGAR UMRÆÐUR UM VANDAMÁL ÞRIÐJA HEIMSINS. EN HANN VARÐ AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ, HVAÐ ORÐIÐ HAFÐI AF TOMMY EASTON. Walden Swift snéri sér við og stóð augliti til auglitis við litinn, þreytu- legan mann með yfirskegg, sem stóð í dyragættinni á einhverskonar skrif- stofu. — Ég er kominn til að afla mér dálitilla upplýsinga, sagði Swift. — Eruð þér frá heilbrigðiseftir- litinu eða einhverju sliku? Þér finnið ekkert athugavert hér. — Þér hafið rokksýningu, eða hvað þið nú kallið það, á hverju föstudagskvöldi, er ekki svo? — Jú, er eitthvað athugavert við það? Maðurinn var i vamarstöðu, hann varði sig gegn óvini, sem hann gat þó ekki áttað sig á. — Eruð þér Johnnie? — Já, og hver eruð þér? — Prófessor Walden Swift frá háskólanum. Ég er að leita að einum nemenda minna. Hann hvarf í gærkveldi. Ég veit, að hann fór til bæjarins og datt í hug, hvort hann hefði kannski farið hingað. Litla manninum var sýnilega rórra. — Já, það gæti sem best hafa átt sér stað. Hingað sækir fjöldi stúdenta um helgar. Hvers vegna iviljið þér ná í hann? — Þaðerlöngsagaaðsegjafraþví, sagði Swift. — Ég hefi ástæðu til að ætla, að hann sé í lífshættu. Hann náði í myndina í veskið. — Þekkið þér hann? Johnnie skoðaði myndina eitt augnarblik og hristi höfuðið. — í minum augum eru þeir allir eins. Það eina, sem ég hefi áhuga á, er að ganga úr skugga um aldur þeirra. — Svo að þú þekkir hann ekki? — Hef aldrei séð hann. — Gætieinhver annar hér kannast við hann? Barþjónninn? Þjónust- urnar? Ef til vill hefur hann verið á eftir einhverri stúlku? Johnnie var aftur á varðbergi. — Þetta er ekki þannig staður, prófessor. Hér eru ekki eiturlyf, engar gleðikonur, og ekki afgreitt áfengitilunglinga. Bara rokktónlist. Það er ekki mitt mál, hvað þeir aðhafast, þegar þeir fara héðan út. Walden Swift andvarpaði, snéri sér við og bjóst til að fara. í sömu mund kom ræstingarkonan inn í salinn. — Ég fann kvenveski, Johnnie, .sagði hún og hélt feng sinum á loft. — Eru nokkrir peningar í því? Eða nafn? — Bara smápeningar og vindling- ar. Einnig nafn og heimilisfang. J ohnnie tók við veskinu og var hálf ólundarlegur. Þetta var ódýrt plastveski. — Hún kemur sjálfsagt og spy r eftir því, sagði hann. — J ean O’Brian, 79 Fernwood Crescent. Ég hringi kannski til hennar, ef hún hefur þá síma. Walden Swift ræskti sig. — Ég 40. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.