Vikan


Vikan - 06.10.1977, Side 46

Vikan - 06.10.1977, Side 46
ENDASTÖÐ gœti sem best fœrt henni veskið. Það er ekki ómögulegt, að hún hefði veitt piltinum, sem ég leita að, athygli. Johnnie hugsaði sig um andartak, en hristi svo höfuðið. — Nei, það er réttast að ég varðveiti það hér. Mér þykir miður að geta ekki orðið að liði. Prófessorinn kinkaði kolli. — Heimilisfangið man ég. ° — Já. Það er ekki alveg ómögulegt að hún geti gefið þér vísbendingu. FERNWOOD Crescent var í nverfi, þar sem eingöngu hafði búið svokallað finna fólk í byrjun aldarinnar. En nú var langt síðan. Stóru virðulegu húsin voru óþekkj- anleg hið innra. Þeim hafði verið breytt og skipt í litlar íbúðir, sem áttu aðeins tvennt sameiginlegt: Þar var hátt til lofts og húsaleigan há. Swift veittiþví athvgli. að við sumar aðaldyrnar stóð fleira en eitt nafn. En Jean O'Brian var greinilega ein um sína íbúð. Hann hringdi oftar en einu sinni, áður en hún opnaði. Hún var i morgunslopp, þó að klukkan væri rúmlega tólf, og augnaráðið var þokukennt og flöktandi. — Ungfrú Brian? - Já. — Nafn mitt er Walden Swift. Ég er prófessor við háskólann. Einn af nemendum mínUm hvarf í gær- kvöldi, og mér datt í hug... — Guð hjálpi mér! Hún blikkaði augunum og hristi höfuðið til að losna við drungann. — Það var þó — Vissirðu, að Brynjólfur kynni að jóðla svona flott? 46 VIKAN 40. TBL. MC, ekki pilturinn, sem ég var með hjá Jonnie’s? — Mætti ég koma aðeins innfyrir? — Ég er ekki búin að klæða mig. Hún vafði morgunsloppnum þéttar að sér. — Má ég þá biðja yður að líta á mynd, sem ég er með? — Já, þaðget éggert. Hún tók við henni með annarri hendi, en hélt sloppnum að sér með hinni. — Nei, þetta er ekki sá, sem ég var með. — HannheitirTommy Easton. Ég er að reyna að finna hann — komast að því, hvar hann var í gær — Ég er að velta því fyrir mér, hvort hann sé sá, sem Sue Brady var með. Þettalikist honum, sérstaklega ljósa hárið.. — Hvar finn ég hana? - Það veit ég ekki. Hún er alltaf hjá Johnnie’s á föstudögum eins og ég. Þangað koma margir strákar frá verslunarskólanum, en ekki margir frá háskólanum. Það er lengra fyrir þá. og þeir sem koma eiga venjulega stefnumót. — Tommy átti ekkert stefnumót, hann þekkir engan hér. — Efþettaersá sem égheld, þásat hann út af fyrir sig um stund og hlýddi á tónlistina. Ég man, að ég hugsaði sem svo, að hann væri sj álfsagt kominn til að fá sér eiturlyf. — Eiturlyf? Hjá Johnnie’s? Hún leit undrandi á hann. — Já, auðvitað. Hvers vegna haldið þér, að staðurinn sé vinsæll? Það er ekkert því til fyrirstöðu að kaupa hass þar, og sterkari efni eru auðvitað líka á boðstólum. í gærkvöldi var ný hljómsveit frá Detroit. Þeir voru nokkuð góðir, og égsá, aðþessumpiltiþínumlíkaðivel við þá líka. Ef það var þá hann. — Hvað gerðist? — Það gerðist ekkert sérstakt. Hann sat einsamall mestan hluta kvöldsins. Svokom SueBrady. Hún var með karli, sem hefði getað verið faðir hennar, og auk þess var hann blindfullur. Hann sofnaði, og- Tommy, eða hver hann var, kom til hennar og bað um að fá að fylgja henni heim. Litlu síðar fóru þau. Það var allt og sumt. — Tommy átti ekki í útistöðum við neinn, meðan þér sáuð til? — Nei, það er aldrei ófriðlegt á Johnnies. — Og þér vitið ekki, hvar hún býr? — Því miður, en ég skal líta í simaskrána. Biðið augnablik. Hún gekk innfyrir og skildi dymar eftir í hálfa gátt. Að lítilli stundu liðinni kom hún aftur fram. — Hérna fann ég heimilisfangið, það er Parkcrest Apartements. Hafið þér eitthvað til að skrifa með? — Já, sagði Swift og tók fram minnisbókina og penna. Hann hripaði heimilisfangið niður og sagði: — Þakka yður fyrir aðstoðina. Þér gleymduð annars veskinu yðar hjá Johnnie 's í gærkvöldi. Það er í vörslu hans. SUE BRADY bjó í stórri u-laga blokk með stómm grasflötum fyrir framan og leikvelli. Hún opnaði strax, þegar hann hringdi við dyrnar. Hún var ósköp venjuleg ung stúlka, með ljóst hár, sem hún tók saman í tagl. — Ungfrú Brady? Ég er prófessor Walden Swift. — Prófessor? — Eftir því sem ég hefi komist næst vomð þér með einum nemenda minna í gærkveldi — pilti, sem heitir Tommy Easton. Er það rétt? — Með, hvaðeigiðþérviðmeð því? spurði hún æst. — Hann fylgdi mér heim frá Johannie’s vegna... já, vegna þess að herrann minn svaf. Hann stóð hér ekki við nema í mesta lagi fimmtán mínútur. Swift sýndi henni myndina. — Er þetta hann? - Já. — Hvar er hann? Hvað hefur komið fyrir hann? — Hvernig ætti ég að vita það? Swift andvarpaði og lækkaði röddina. — Get ég fengið að koma innfyrir eitt andartak? Hún hikaði. — Bara smástund, ég er að fara út. fbúðin var vistleg og allt í röð og reglu, ef undan var skilinn ösku- bakkinn, sem var fullur af stubbum. — Ég óttast, að eitthvað hafi komið fyrir hann, sagði Swift. — Ef þér haldið, að ég hafi falið hann, þá er yður velkomið að leita. — Nei, ég er sannfærður um, að hannerekki hér. Éghefibara áhuga á að fa upplýsingar um, hvað gerðist í gærkvöldi. Hún settist og kveikti sér í vindlingi. — Eins og ég er búin að segja, þá fylgdi hann mér heim og fór nokkrum mínútum síðar. — Sá einhver ykkur saman? — Já, auðvitað. Bæði hjá Johannie’s og á eftir. Walden Swift andvarpaði. — Ég ætla að segja yður nokkuð um Tommy Easton. Þegar hann kom til háskólans i fyrra, var hann feiminn og innhverfur. Hann kom frá vandræðaheimUi og fannst heimur- inn hafasnúistgegn sér. Ef tU viU var það líka svo. Þetta fyrsta ár hans við háskólans hefur verið honum erfitt — og einnig fyrir mig og aðra, sem höfumvUjað vingastvið hann. Hann byrjaði að reykja hass, drekka og gera allt það sem hann ímyndaði sér, að reglulegir karlmenn gerði. — Elti hann stúlkur? — Já, lika. Hann var vanur að taka vagninnibæinn.ogþaðkomfyrir, að við sáum hann ekki svo dögum skipti. SueBradyleitbeintíauguhans. — Hann fór út til að kaupa vindlinga, sagðihúnfljótmælt. — Enhannkom ekki til baka. - Hass? Hún kinkaði kolli. — Ég sagði honum, að hann gæti keypt það hjá Johnnies, en þar var lokað. Hann sagðist vita um annan stað.. Um hvert leytið var þetta? Hún leit út undan sér og hugsaði sigum litla stund. — Um þrjú leytið. — Og hann kom ekki tU baka? — Nei. Kannski missti hann áhugann á mér. — Þaðheldégekki. Þaðereitthvað annað, sem hefurkomið i vegfyrir, að hannkæmi aftur. Swift stóð upp. — Hvaða leið fór hann? Gætuð þér sagt mér það? — Égskalfylgjayður.égþarfbara að klæða mig í kápuna. ÞEGAR ÞAU komu út úr stigahúsinu beygðu þau til vinstri og hún vísaði honum niður götuna í átt að nokkrum verslunum. — Hann sagði, að það væri í þessa átt. Þau fóru framhjá rakarastofu og sælgætisbúð, tóbaksverslun og- snyrtistofu. Þau voru komin að götuhorninu, og Walden Swift litaðist um eftir einhverri vís- bendingu. Þarna blasti aftur við ljósaskiltið, þarsem stóð: Við lokum aldrei. — O, auðvitað, tautaði hann fyrir munni sér. Hann gekk hratt í áttina að litlu kaffistofunni, með stúlkuna á hælunum. Hann hratt hurðinni upp, og maðurinn á bak við afgreiðslu- borðið, sem hét Fred, sagði: — Góðan daginn aftur. Annan kaffi- bolla? — Þér voruð að vinna í nótt, ekki satt? Um þrjú leytið? — Og hvað með það? — Tommy Easton var hér. Hann kom til að kaupa hass. — Eruð þér ekki með réttu ráði? — En þér selduð honum dálitið annað, er ekki svo? Sterkari efni? Maðurinn hörfaði aftur á bak, en Walden Swift teygði sig innfyrir borðið og náði taki á honum. — Ungfrú Brady, hringið til lögregl- unnar. Maðurinn reyndi að slíta sig lausan, en Walden hélt honum með afli, sem hann vissi ekki, að í honum bjó. — Ég verð að játa dálítið fyrir yður, sagði hann við Sue Brady. — Tommy Easton kom aftur til háskólans í gærkvöldi með síðasta vagninum. Hann hafði neytt heróins og síðan komist í vagninn á einhvern óskiljanlegan hátt. En Tommy var dauður, þegar vagninn náði heim að háskólanum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.