Vikan


Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 7

Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 7
sterklega króka með reipi á endanum, og húkka þeim aftan við höfuð hvalanna. Menn raða sér á reipin, eins margir og mögulega komast að, draga hvalina að landi og skera þá á háls. Þeir sem vaða út með krókana, eru misjafnlega búnir, einn er í kafarabúningi og annar í hvers- dagsklæðnaði með flösku í vasan- um. Misjafnar eru mannanna að- ferðir við að halda á sér hita. Ystu hvalirnir eru oft nokkuð djúpt, og til að ná þeim verða „vaðararnir” að busla gegnum brimið )angt upp fyrir haus, eða jafnvel synda eftir þeim til að ná þeim á krókana. Þegar síðasti hvalur og maður eru komnir á land, fara nokkrir í að telja hvalina, og eru þá númer rist á þá: 1, 2, o.s.frv., en annað fólk fer heim og matast, enda oft orðið svangt og lerkað eftir harða baráttu og sjóvolk. Sýslumanninum eru svo færðar tölurnar um fjölda hvalanna, og deilir hann þeim jafnt niður ó alla íbúa sýslunnar. Gestir, sem staddir eru í sýslunni á drápsdaginn, fá sinn hlut ekki síður en heimamenn, sé tilkynnt vera þeirra á staðnum. Mjöger misjafnt, hve hópurinn er stór, en sjaldan eru færri en 50-60 hvalir og hefur komist allt upp í 1200 stykki, sem er verulegt magn, sé haft i huga, að hver hvalur vegur frá 600 kg og allt að 4 tonnum. Að lokinni hressingu fara menn til sýslumannsins og fó hjá honum upplýsingar um, hvaða hvalir komi i þeirra hlut, og fara síðan í fjöruna til skurðar. Allt er skorið niður og borið heim í hús, þar sem það er sett i vatn og öllum frekari frágangi frestað til næsta dags. Annasamur dagur er að kveldi kominn, þegar þetta allt er yfir- staðið, og sest fólk þá niður með glas í hönd, slappar af og ræðir málin. Dansleikur er alltaf haldinn að loknu grindadrápi, og skiptir þá ekki máli, hvaða dagur er. Enginn asi er á mönnum til danshússins, því hann hefst bara, þegar fólkið er tilbúið, og stendur yfir, þar til síðasti maður hefur fengið nóg, oft ekki fyrr en klukkan 5 eða 6 að morgni. Dansaður er hringdans, þar sem hver heldur undir arminn á öðrum, og stigið er taktfast ýmist fram, aftur eða til hliðar og kveðnar rimur eins og: „Easkir drengir grind að drepa”, „Grettisrímur” og fleira í þeim dúr. Flöskurnar ganga á milli manna, og allir skemmta sér, jafnt börn sem gamalmenni. Slagsmál eru óþekkt fyrirbæri á slíkum skemmtunum. Daginn eftir fer fólk seint á fætur, sem skiljanlegt er, og fær sér þjóðarréttinn, grind og spik, til hádegisverðar. Beinagrindur hval- anna og aðrar leifar af þeim liggja i fjöruborðinu, og sér hafið, sem aftur hefur fengið sinn raunverulega lit, um að koma þeim fyrir kattarnef. Til eru Færeyingar, sem ræða það sín á milli, hvort þessar veiðar séu réttlætanlegar nú á dögum, þegar allir hafa næg fjárráð til matarkaupa og annars nauðsynja- varnings. Vissulega er aðferðin ómannúðleg, en þá vekur það bara upp spurninguna, hvort allar veiðar séu ekki jafn ómannúðlegar eða jafnvel ómannúðlegri, svo sem ýmsar gildrur, sem halda fórar- lömbunum helsærðum, en lifandi, sólahringum saman. Hitt er svo annað mál, að grinda- dráp er afar skemmtileg tilbreyting á hversdagsleikanum, og stolt veiðimannanna að lcknu grinda- drápi er ekki minna en stolt gæsa- skyttunnar eða laxveiðimannsins, sem fékk þann stóra, og sannast þar berlega dýrseðlið í manneskjunni. Jóvin Bjarni Sveinbjörnsson Fjöldl mögulelka 'ÚOQO Víkureldhús eru íslensk vinna og vönduð. Fjölbreytni í gerð og útliti. Hagræðing og skipulag er nauðsynlegt fyrir húsmóðurina. Greiðsluskilmálar og staðgreiðsluafsláttur. Sendum litprentaða bæklinga hvert á iand sem er. Póstsendum hvert sem er, fljótt og vel. VÍKUR ELDHÚS HF. Súöavogi 44 — Simi 31360 (Gengið inn frá Kænuvogi) 3. TBL. VIKAN7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.