Vikan


Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 20

Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 20
hún mætti líta aðeins á garðinn og gekk út um annan franska glugg- ann og út á veröndina. Hérna ættu að vera þrep, hugsaði Gwenda, um leið og hún gekk niður á grasflötina. En í staðinn uxu þarna óræktarlegir runnar. Gwenda kinkaði kolli. Þessu ætlaði hún að breyta. Hún elti frú Hengrave og gekk út að þeirri hlið verandarinnar sem lá fjærst grasfletinum, og þar niður lágu þrepin. Hún tók eftir því að steinabeðið var vanhirt og þar þurfti að umplanta. Frú Hengrave tautaði afsakandi, að garðurinn væri í hálfgerðri vanhirðu. Hún hefði ekki efni á að fá menn oftar en tivsvar í viku. Auk þess kæmi það oft fyrir, að hann mætti alls ekki. Þær skoðuðu lítinn matjurtargarð og fóru svo aftur inn í húsið. Gwenda sagðist þurfa að líta á önnur hús, og þótt henni geðjaðist mjög vel að Hillside (en ófrumlegt nafn), þó gæti hún ekki ákveðið sig strax. Frú Hengrave kvaddi hana, saug upp í nefið og leit á hana allt að því biðjandi. Gwenda fór aftur til fasteigna- 'salanna, lagði fram ákveðið tilboð, og eyddi því sem eftir var morguns til að skoða sig um í Dillmouth. Þetta var virkilega skemmtilegur og gamaldags sjávarbær. Yst í bænum var greinilega nýrri hlutinn, þar voru nokkur nýtískuleg hótel og nýbyggð einbýlishús. En staðsetn- ing Dillmouth, með ströndina á aðra vegu og hliðamar fyrir ofan, hafði komið í veg fyrir að bærinn stækkaði of mikið. Eftir hádegisverðinn var hringt frá fasteignasölunni og henni tjáð að frú Hengrave hefði tekið tilboðinu. Glöð í huga lagði Gwenda af stað niður á pósthús og sendi skeyti til Giles. Búin að kaupa hús. Ástarkveðja, Gwenda. Nú verður hann forviða, hugsaði Gwenda með sjálfri sér. Hann sér þá að ég get heldur betur látið hendur standa fram úr ermum. 2. VEGGFÖÐRIÐ Það var liðinn einn mánuður og Gwenda var flutt til Hillside. Húsgögnin, sem frænka Giles hafði átt, voru komin ogbúið að koma þeim fyrir í húsinu. Þetta voru gömul en alveg ágæt húsgögn. Gwenda seldi tvo gríðarstóra skápa, en annað hentaði ágætlega og komst vel fyrir í húsinu. Það voru tvö smáborð skreytt með skelplötum og máluð- um myndum í stofunni, lítið skatthol og skápur úr rósaviði og mahóní-sófaborð. Hinum svokölluðu hægindastól- um skipti Gwenda niður í hin ýmsu svefnherbergi en hafði hinsvegar tvo þægilega stóla fyrir sig og Giles, sem nú stóðu sitt hvorum megin við arininn. Stóra Chester- field sófanum hafði hún komið fyrir nálægt gluggunum. Gwenda hafði keypt gamaldags efni í gluggatjöldin, fölbrátt með rósum og gulum fuglum á. Henni fannst herbergið nú vera alveg eins og hún vildi hafa það. Enn var þó ekki allt tilbúið, þvi þetta geri ég fvrirþig Aðstoða við að orða auglýsingu þína, ef þú óskar. Svara í síma fyrir þig. Veiti fyrirspyrjendum upplýsingar um það sem þú auglýsir og tek við tilboðum sem berast. Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. Opið til kl. 10 í kvöld. BIAÐIÐ Dagblaðið, smáauglýsingaþjónusta. Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 20VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.