Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 57
Fljótlagaður
ábætisréttur úr
ep/um
Skerið eplin í þunnar sneiðar og
leggið á smurða pönnu, stráið
kanil og sykri á milli laga. Leggið
lok á pönnuna og steikið þetta
við lítinn hita. Berið þeyttan
rjóma með. Þetta er auðvelt að
útbúa og ágætisréttur handa
fjölskyldunni, þegar hún situr
saman og horfir á sjónvarpið eða
rabbar saman.
Harður
púðursykur? —
Ekkilengur
Næst þegar þicI opnið poka af
púðursykri, þá heiiið sykrinum í
glas eða dós og iátið sneið af
fersku franskbrauði með.
Brauðið sýgurí sig rakann úr
sykrinum og he/dur honum
mjúkum.
★
,,Þegar við heyrum um hjóna-
skilnaði annarra, færumst við
ósjálfrátt nær hvort öðru."
Hvað margar
sneiðar færðu úr
einu lambalæri?
Auðvitað fer það eftir stærð
lambalærisins, myndu flestir
segja. En líklega fer það fyrst
og fremst eftir því hvernig
kjötið er sneitt niður. Ég segi
fyrir mig, að ég er hálfgerður
klaufi við að sneiða niður kjöt
og þó sérstaklega lambalæri.
Á þessum myndum sést,
hvernig best er að skera og
myndirnar skýra sig sjálfar.
3.TBL. VIKAN53