Vikan


Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 52

Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 52
Á JÖKLI, HJÁ Á OG í BIFREIÐ Kæri draumráðandi Mig langartil að biðja þig um að ráðafyrirmig þrjá drauma, sem mig hefur dreymt óvanalega skýrt undanfarið- Sá fyrsti er á þá leið, að mér fannst ég vera uppi á jökli, ásamt bekkjarfélögum mínum. Ég, strákur, sem heitir S. og stelpa, L., vorum komin lengst, en hinir biðu fyrir neðan. S. var mjög vel klæddur, en L. var í stuttbuxum. Fannst mér við báðar halda í hann, og vorum við að skríða upp, en ég man ekki, hvort við náðum toppnum eða ekki. Annan draum dreymdi mig sömu nótt. Fannst mér ég standa við bognu brúna, sem er yfir Þjórsá. Þá sá ég, hvar vinkona mín, G., kom ríðandi úr áttinni frá Reykjavík. Þegar hún kom að mér, spuröi hún mig, hvar vaðið yfir ána væri. Mér fannst vera mikið í ánni. Nú, ég labbaði með hana á eftir mér stuttan spöl upp eftir ánni og kom þá að stað, þar sem svo lítið var í ánni, að ég gat auöveldlega klofað yfir. G., ennþá á hrossinu, kom á eftir mér, og fylgdi ég henni upp árbakkann en hann var allur þakinn leðju. Síðasta drauminn dreymdi mig síðastliðna nótt. Fannst mér ég og strákurinn, sem ég er með, vera á ferðalagi einhvers staðar í útlöndum. Við vorum á gulri Cortinu, sem hann á. (Ég veit, að þetta er mjög furðulegur draum- ur). Á undan okkur var bíll, sem vildi ekki hleypa okkur framúr vinstra megin, svo að við fórum framúr hægra megin. Varð ökumaður hinnar bifreiðarinnar þá mjög vondur og keyrði framúr okkur á miklum hraða, og sá ég, hvernig bensínnálin á okkar bíl seig niður við það, og var næstum ekkert bensín eftir. Við ákváðum að snúa við og fara aftur til þorpsins, sem við komum frá, og kaupa meira bensín. Var þá fram- undan mjög brött brekka, sem var eins hvöss og hnífsegg efst. Fannst mér þá sem N. opnaði hurðina og berði á veginn. Við það skelltist hurðin á höfuð hans, svo að hann rotaðist, en bíllinn þeyttist á gífurlegum hraða niður. Ég gat nú einhvern veginn stýrt bílnum og hægt á honum. Þá sá ég bíl, sem var stöðvaður á veginum, og voru allir að fara framúr. Hirti fólkið ekkert um það, þótt ég kæmi á móti, svo að ég varð að sveigja bílinn út á kantinn Mig dreymdi og stoppa. Sá ég þá, að í hinum bílnum var stelpa, sem ég þekki, en man ekki lengur hvað heitir. N. lá ennþá rotaður inni í bílnum, en stelpan sagðist mundu koma og hjálpa mér. Ég fór aftur að bílnum, og var N. þá að rakna úr rotinu, en þá sá ég, hvar þessi stelpa keyrði bara í burtu. Nú, við héldum áfram og komum loksins að þorpinu. Sá ég þá skilti, sem á stóð nafn þorpsins. Hét það „Höfnhöfnhöfn." Mjög mikið var af bensínstöðvum þarna, svo að ég vissi varla, hverja ég ætti að velja. Þegar ég loks valdi eina, var sett bensín á bílinn. Þegar komið var bensín fyrir 2.229 krónur, fannst mér einhver rödd, sem var mjög fjarlæg, segja stopp, og var þá ekki sett meira á. Þegar ég tók upp budduna mína, sá ég, að ég átti 2.500 krónur. Þegar hér var komið sögu, var ég vakin. Með fyrirfram þökk. Inga Fyrsti draumurinn er þér viðvör- unarmerki um aö gæta þín á öfundarmönnum þinum. Þú ert of fijótfær í á/yktunum þínum, og kemur það þér i/ia í kol/. Draumur númer tvö er vinkonu þinni fyrir góðu gjaforði, og henni mun fy/gja gæfa og gengi. Þú átt eftir að reynast henni vel og færð hjá/psemi þína ríku/ega launaða. Síðasti draumurinn er þér fyrir fjárhagslegum gróða og góðri atvinnu, sem þú munt hagnast verulega á. Þú lendir bráðlega í skemmtilegu ævintýri, og einnig muntu fá fréttir af kunningja þinum, sem þú hefur ekki frétt lengi af. Það mun þó ekki vera fyrir góðu að dreyma sig aka niður brekku, svo sennilega mætið þið N. einhverjum erfiðleikum innan tiöar. Leiðindi munu koma upp á vinnustað, en þau koma ekki til með að bitna beinlínis á þér. SONURINN NÆR DRUKKNAÐUR Kæri draumráðandi! Mig dreymdi óþægilegan draum fyrir um það bil viku, sem hefur valdið méráhyggjum. Draumurinn var þannig: Pabbi minn, mamma, elsta systir mín og ég stóðum einhvers staðar úti og vorum, að tala saman, en sonur minn, sem er 5 ára, var nálægt okkur og var að leika sér. Mér var síðan litið til hans, og sá ég, að hann lá í grunnum polli með andlitið upp í loftið, og vatnið flaut yfir það. Hann andaði ekki og var byrjaður að blána í framan, og ég sagði við fólkið: „Hann er dáinn." Ég hljóp til hans og þreif hann upp og hristi aðeins til, og gerði síðan blástursaðferðina á honum, en þegar ég var búin að blása nokkrum sinnum, var komið líf í hann aftur. Þá sagði pabbi, að það væri í lagi með hann, því hann bjargaði sér úr öllu. Fannst mér einkennilegt hvað allir voru róleg- ir, og að þeim skyldi ekkert finnast til þess koma, sem skeð hafði. Dódó. Ekki þarftu að hafa neinar áhyggjur vegna þessa draums, þvl svo til ÖH tákn í honum eru þér til góös. Þér verður sýndur óvæntur vinsemdarvottur, og þú átt ham- ingjusamt llf fyrir höndum. Líf sonar þins verður mun /éttbærara en álitið er nú, og hann mun eignast marga raungóða vini. Þó eru /íkur á, að hann muni eiga við minni háttar veikindi aö striða, en þau verða fljótlega úr sögunni og eru ekkert til að hafa áhyggjur af. Þið munuð eiga rólegt og gott llf. Ég fæ ekki séð, að þessi draumur snerti systur þína á neinn hátt, en það er ával/t fyrir góðu að dreyma systur sina. BARNAVAGGA FULL AF FLÖSKUM Kæri draumráðandi, Fyrir um það bil sex vikum dreymdi mig draum, sem mig langar að vita hvað boðar. Hann er svona: Mér fannst ég vera heima hjá afa og ömmu. Þá fannst mér strákurinn, sem ég er með. koma inn. Við skulum kalla hann X. Hann var fullur og hélt á brennivínsflösku. Hann var með mörgum strákum, sem voru líka fullir. Ég gekk til X og sagði: „Ef þú ert að leita að mér, þá er ég hér." Þá sagði hann: „Farðu, ég vil ekkert með þig hafa, ég er orðinn hundleiður á þér." Hann lét mig fá bréf, og í því var uppsögnin. Það stóð í bréfinu, að ég ætti að skrifa honum og senda bréfið heim til vinar hans. Ég var mjög sár út af þessu. Svo fannst mér ég vera komin heim, og þá kom X aftur. Hann var ekki fullur og kom með mörgum strákum á gulbrúnum flottum fólksbíl. Vinir hans voru að reyna að koma mér í gott skap, en það þýddi ekkert, því ég var svo sár út í X. Ég sá að X var líka sár. Hann sagði ekkert, horfði bara fram fyrir sig og vár eins og hann væri að biðja mig fyrirgefningar með augunum. Fyr- ir framan fætur hans í bílnum var barnavagga, sem var full af brennivínsflöskum. Svo vaknaði ég. Þakka fyrirfram birtinguna, mér er það mikils virði, að þetta verði birt. Ein berdreymin. Þú verður að gæta þess að heimska þig ekki og gæta vel að framkomu þinni í hvívetna. Nú- verandi áform þín munu heppnast vel, og í viðskiptum muntu ná miklum árangri. Þú færð óvæntar fréttir, sem koma þér skemmtilega á óvart. Þú verður fyrir sérstöku happi, og sennilega verður það að mestu leyti í ástarmálum þínum. X. mun bíða lægri hlut í einhverju, sem hann keppir að, en ósagt skal látið, hversu náið samband ykkar á eftir að verða. VÖRTUR UM ALLT Kæri draumráðandi Mig langar að biöja þig að segja mér, hvað vörtur merkja í draumi. Mér fannst ég ætla að fara á ball, þegar ég sá allt í einu, að ég var öll í vörtum, og þá fannst mér ég ekki geta farið. Ég var í hvítum og bláum kjól, ef það hefur einhverja þýðingu. Með þakklæti fyrir ráðn- inguna. P.L. Að dreyma vörtur á Hkama sinum er viövörun um að vera varkár fyrst um sinn. Litir kjó/sins eru þér fyrir góðu, hvíti liturinn boöar bætta lífsaðstöðu og sá blái hamingju. 48VIKAN 3. TBl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.