Vikan


Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 12

Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 12
Rauðpipruð önd með sykruðum sœtueplum Eina Jamaica-veitingahúsið í London, sem sérfræðingar í snæðingi mæla með, er ,,Ocho Rios." Það er lítil og yfirlætislaus stofa, þar sem eigandinn, Bertie Greene/ gengur sjálfur um beina. Og það er konan hans, sem eldar matinn. Þetta er næsti áfangastaður okkar i veitingahúsahnattferðinni, sem hófst í London, endar þar og verður alltaf þar. I síðasta tölublaði Vikunnar sögðum við frá veislu gærkvöldsins á franska matstaðnum ,,le Chef." Nú förum við inn í nýjan heim, Vestur-lndí- ur. Ocho Rios er við afskekkta götu, sem erfitt getur verið að finna án korts. Samt er matstað- urinn varla nema 800 metra og tíu mínútna gang frá Cumberland- hóteli, sém margir íslendingar þekkja. Best er að fara frá Oxford Street norður Great Cumberland Place, svo til vesturs fyrstu þvergötu, Seymour Street, síðan til norðurs fyrstu þvergötu, Seymour Place, uns komið er að Harcourt Street, en við þá götu er Ocho Rios. Utan frá að sjá var staðurinn ekkert nema hrörleg hurð og gluggi. Þegar inn var komið, sást fremur ræfilsleg, aflöng stofa með eldhúsi frúarinnar inn af. Stofan tók 25 manns í sæti, og þar var engin sála þetta hádegið nema Bertie, sem brosti út að eyrum. Við höfðum pantað borð fyrir tvo, en Bertie tekið frá borð fyrir þrjá. Þessi misskilningur varð tilefni ýmissa brandara húsráð- anda, ekki síst er hann var búinn að finna í pantanabókinni, að við hefðum í rauninni pantað fyrir tvo. Kom hann við og við til okkar, meðan á máltíð stóð, og sagði nýjustu fréttir af málinu. EINU VIÐSKIPTAVINIRNIR Á borðum voru stagbættir, en hreinir dúkar. Uppi á vegg var mynd af Viktoríu Englandsdrottn- ingu og nokkrar áritaðar popp- stjörnumyndir. Horfðust Viktoría og The Spinners í augu. í þessu umhverfi sátum við og átum í hálfan annan tíma og vorum allan tímann einu viðskiptavinirnir. Sterk krydd, einkum rauður pipar, einkenna matreiðslu Jam- aicabúa. Kókoshnetur og ananas er mikið notað, einnig ýmsar karrí- blöndur hrísgrjóna og kjöts. Einna frægastur réttur er þó mjólkurgris, sem er ofnsteiktur í heilu lagi, er hann hefur verið fylltur ýmsu góðgæti. Hann vegur 5-8 kíló og er því ekki á færi tveggja gesta. Á matseðli Berties kenndi margra grasa. Þar var rauðbauna- súpa og saltfiskfylling í avocado- peru. Þar var kjúklingur með piparkornum, tómötum og blöndu hrísgrjóna, kjöts og fisks. Sú blanda er kölluð „pilaff" á matseðlum, en kjúklingarétturinn „chicken créole". Allir þessir réttir þykja góðir á Ocho Rios, svo að mikill tími fór í að skoða matseðilinn. Ekki var síður girnilegt að skoða vínlistann, sem var á tveimur heljarstórum og velktum spjöldum. Á spjöldin hafði Bertie límt miða af vín- flöskum þeim, sem hann hafði á boðstólum. Bar þar mest á þýskum hvítvínum í miðlungs gæðaflokki. ROMMSTÉLIÐ AUÐVITAÐ FYRST Tæpast kemur nokkur til Bertie Greene nema fá sér fyrst eitt af rommstélum þeim, sem eru einkenni staðarins. Á listanum mátti kenna Daiquiri og ýmis torkennileg nöfn. Ég valdi nokk- uð, sem Bertie kallar „Ocho Rios Special" og sá ekki eftir því. Annar forrétturinn, sem varð fyrir valinu, var gungo-bauna- súpa. Gungobaunir eru úr hita- beltinu, líkar grænum baunum að útliti, en ekki að bragði. Súpan var þykk og greinilega blönduð kjöti og grænmeti. Þetta var góð súpa og skemmtileg tilbreytni frá ísl- enskum baunasúpum. Hinn forrétturinn var maís- stöngull, svokallað „corn on the cob." Bestir þykja þeir ferskir, en þá tekur 20 mínútur að sjóða þá. Okkar stöngull kom svo snemma á borðið, að hann hlýtur að hafa verið niðursoðinn og bara hitaður upp á staðnum. Sem slíkur var hann ágætur. Annar aðalrétturinn var ágætis svínakjöt, sem kallað var „Ocho Rios Pork" á matseðlinum. Það smakkaðist vel, en er að öðru leyti ekki í frásögur færandi. Hinn aðalrétturinn var rauö- pipruð önd, sem hét „Chili-hot pineapple roast duck" á matseðl- inum, og er þetta einn helsti einkennisréttur matstofunnar. Chili er einmitt vesturindískt stöngulhýði, sem gefur af sér cayenne-pipar eða rauðpipar öðru nafni. Þetta krydd gaf öndinni sérkennilegt og afar skemmtilegt bragð. SYKRUÐU SÆTUEPLIN Sjálfsagt var að panta sætuepli með kjötinu. Sætuepli hétu „Sweet potatoes" á matseðl- inum. Þau eru rótarhnyðjur, óskyldar kartöflum, þrátt fyrir enska nafniö. Sætuepli eru sæt á bragðið, ekki síst þegar búið er að brúna þau, eins og raunin varð á hjá konu Berties. Sætuepli eru upprunnin í Suð- ur-Ameriku og kallast þar „batata douce". Stundum er notaður yam, sem er rótarávöxtur frá Asíu. Við urðum bara að vona, að við værum með hið ekta „batata douce." Að minnsta kosti minnti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.