Vikan


Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 40

Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 40
Smásaga eftir Joyce Carol Oates. Órdðin gáta Sá missir, sem þau höfðu orðið fyrir, var svo óskiljanlegur og óréttlátur, og síðastliðið hálft ár, eða síðan slysið varð, hafði andrúmsloftið verið þrungið sjálfsásökunum og ósögðum orðum. Það virtist liggja beinast við, að þau færu hvort sína leið, en myndi það leysa vandamál þeirra? FliAM AN við kjörbúðina á horninu standa nokkur börn við reiðhjóla- grindina og sjúga langa. litfagra sleikipinna. Þetta eru athugul börn og hafa augun hjá sér. Mér líður ónotalega, þegar ég nálgast þau. Skyldu þau veita mér athygli? Myndu þau snúa sér við og horfa á eftir mér, þegar ég gengi hjá? Stór drengur kemur út úr búðinni og tekur hjólið sitt. Einn af litlu pollunum hrópar: — Hæ, Billy!, og hann vill fá að sitja á stönginni, en sá stóri stuggar honum frá. Hin börnin tala saman og veita mér ekkiathygli. Enþaðgerirsálitli, sem ekkifékkaðfara með á hjólinu. Hann einblínir á mig og stingur klístruðum sleikipinnanum upp í sig og sýgur af áfergju. Ég hef það á tilfinningunni, að hann viti, hver ég er, viti eitthvað um mig... Ég hraða mér hj á. Ég hefði ekki átt að fara svona snemma morguns út — þrúgandi hitinn angrar mig. Dreng- urinn trítlar á eftir mér og sleppir ekki af mér sjónum. Ég heyri, hvemig hann sýgur og smjattar á pinnanum. Ég verð að komast frá honum — burtu frá rannsakandi augnaráði hans. En hann eltir mig, það er eins og hann vilj i segj a mér eitthvað, sem hin bömin mega ekki vera vitni að. — Hvað viltu mér? spyr ég angistarfull. Hann svarar mér ekki. Við þekkjumst ekki. Og þó er eitthvað kunnuglegt við andlit hans. Andlit fimm ára barns, ásakandi, ihugult og gáfulegt andlit. Égleitaundankomu i kjörbúðinni. Ég lit ekki um öxl og hraða mér að afgreiðsluborðinu. Þar sé ég sjálfa mig í spegli. Ég er snjóhvít i framan og angistarfull á svipinn. Allt er óraunvemlegt. Hvað er ég að gera hér? Leita skj óls fy rir litlu barni, sem virðist hafa boðskap að flytja mér. SíÐAN i apríl, hafa ótrúlegustu hlutir komið fyrir mig. Það er morguhn, og ég er við tiltekt. Þrótt fyrir hávaðann í ryksugunni heyri ég annað hljóð — ég heyri rödd. Rödd fimm ára bams. Ég reyni að láta sem ég heyri þetta ekki, en skyndilega slekk ég á ryksugunnitilaðheyrabetur... enþá heyrist bamsröddin ekki lengur. Þegaréger að fægja húsgögnin, sé ég ógreinilega spegilmynd af sjálfri mér í glj áfægðum fletinum. Ég er gift kona á þrítugsaldri, og ég hefi verið móðir.... Þar til fyrir einu ári bjuggum við annars staðar. Svo keyptum við þetta hús, með ógirtum bakgarði, sem er á mótum víðáttumikils svæðis, þar sem tré og mnnar ásamt illgresi vaxa villt. Hér og þar um svæðið em ruslahaugar. Alveg úti á endamörkunum er breiður skurður, þar stendur vatnið hátt í leysingum snemma vors. En núna i október er hann sennilega næstum þurr. Það held ég að minnsta kosti.... Ég forðast að leggja leið mína þar framhjá. í rauninni er ég ekki hér. Ég sit við sófaborðið í dagstofunni og hefi alveg gleymt, hvað ég var að gera. Ég er með fægiklútinn i höndunum, og flaska með fægilegi stendurágólfinu. Nú, éghefiþá verið að fægja húsgögnin eins og ég er vön. Klukkan er rúmlega 11. Ég heyri til barnanna, sem leika sér fyrir utan. Annað heyrist ekki. Ég verð að standa á fætur og reyna að taka mér eitthvað fyrir hendur. Kannski dugar að opna útvarpið. Ég verð að forðast að hugsa um foreldra mína og æskudagana. Dóttirin verður sjálf móðir, og svo gerist það einn dag, að hún er það ekki lengur. Allt er svo óraunvemlegt, mér finnst ég ekki vera hér. Fyrstu dagana eftir dauða Jacks virtust öll hljóð svo skerandi og hávær. Umferðin á þjóðveginum, ákafar raddir fró húsinu við hliðinu á okkur, já og jafnvel andardráttur mannsins mins. Á kvöldin beið ég heimkomu hans, heyrði bílinn fara inn í bílskúrinn og hvernig hann skellti hurðinni, og svo barst fótatak hans inn til min. Þremur dögum eftir jarðarförina sagði hann allt í einu við mig. — Hvers vegna segirðu ekkert? Ég skal bara láta þig vita, að ég bý hér lika! E G GIFTIST fyrir sex árum.Ég var ung og barnaleg. Maðurinn minn hafði góða atvinnu og allgóðar tekjur. Hann var sterklegur og stórskorinn maður, andhtið veður- bitið með athugulum, Uflegum augum, sem Ijómuðu af ánægju. Við höfðum kynnst sunnudag einn á ströndinni. Ég sat í sandinum, máttfarin af sól og hita. Hann — verðandi eiginmaður minn og sjö ámm eldri en ég — var miðpunktur- inn í hópi karla, sem töluðu saman í ákafa. AUir litu greinUega upp tU hans. Fyrir mitt leyti var þetta ást við fyrstu sýn. Við giftumst og fluttumst tU annars bæjar. Atvinnuveitanda hans féll hann vel i geð, og þeir fóru saman á veitingahús og drukku, meðan ég sat heima og hugsaði, að brátt myndi ég fara frá honum. Ég elskaði ekki manninn minn lengur. Jú, víst elskaði ég hann, en það var ekki endurgoldið. Ég elskaði hann, en treysti honum ekki... Ég var of ung og óþroskuð, það var svo margt, sem þreytti mig og fór i taugarnar á mér í hinu daglega lífi. Þegar mér varð ljóst, að ég var með barni, langaði mig ekki tU að segja manninum mínum frá því. Það var sumarið 1963. Sonur okkar fæddist í aprU 1964. Við búum í ferköntuðu, kassa- löguðu húsi. Einskonar búri fyrir mannlegar verur. Oft verður mér hugsað um annað hús, húsið, þar sem égfæddist og lifði áhyggjulausu lifi. Þá grunaði mig ekki, hvað ég ætti eftir að ganga í gegnum, lifði áhyggjulausu lífi unglingsins. Ég hafði lifað lífinu i margs konar kössum. Og nú sit ég í húsinu okkar og bíð eftir, að maðurinn minn komi heim frá vinnu. E G HAFÐI það oft á tilfinningunni, að sonur minn ætti tvo feður. Við bjuggum í húsi með öðrum þeirra, hinn var annars staðar. Ég hugsaði oft tii hans. Ég minntist dagsins, þegar við hittumst á ströndinni og fyrstu samverustunda okkar, þegar hann var að stiga í vænginn við mig. Við fórum út saman og skemmtum okkur, allt var s vo bj art og fagurt þá. Þann mann — unga manninn — elskaði ég. En hinn, þann sem ég nú deildi með borði og sæng, hataði ég. Kannski var full mikið sagt, að ég hataði hann. En ég var hrædd við hann. Þær stundir gátu komið, að mér þætti ennþá'vænt um hann, en oftast óskaði ég honum dauða. Við Jack sagði ég: — Pabbi þinn kemur heim rétt strax, í guðanna bænum taktu saman dótið þitt, annars færðu að kenna á því, þegar hann kemur. Börnin hrópa og skrækja fyrir utan. Það er haust nú og sex mánuðir liðnir frá dauða Jacks. Hrópin í börnunum hlj óma eins og fuglagarg í eyrum mér, ég fæ köfnunartilfinn- ingu. Þvi þurfa þessi börn alltaf að leika sér fyrir utan hjá mér? Dag einn fyrir sex mánuðum kom Joe, besti vinur Jacks, hlaupandiyfir túnið upp að eldhúsdyrunum. — Skurðurinn, skurðurinn, hrópaði hannumleiðoghannkom. Égþautá móti honum og skyggði hönd fyrir auga til að sjá betur, hver væri á ferðinni. J oe hnaut ófram örvita af hræðslu. — Skurðurinn, skurðurinn, stundi hann. — Jack datt í skurðinn! Hann hefur sogast inn í frárennslis- rörið. Stórt frárennslisrör liggur undir veginn, síðar staðhæfðu menn, að grind hefði ótt að vera fyrir frárennslisopinu, en börn hefðu sennilega fjarlægt hana. Og það er víst rétt, það var grind þama fyrir upphaflega. Þegar skurðurinn erþurr, er hann sakleysislegurað sjá — bara fullur af laufi og rusli. Þá sést frárennslis- rörið greinilega, það er hálffullt af harðnaðri leðju. En þegar vatnið streymir eftir skurðinum, er hann eins og beljandi fljót, ogþáséströriðekki. Alltsogast inn í það og hverfur. í blöðunum var viðtal við einn af 36VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.