Vikan


Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 42

Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 42
Hann hló, stuttum hlátri. — Góða, komdu þér þá að efninu. — Við vorum saman eftir veisluna, sem var haldin þér, sagði hún. — Jæja, það veistu vel. Nokkru síðar fór mig að gruna, að ég væri barnshafandi. Þegar ég var þess fullviss, skrifaði ég þér bréf. — Ég fékk bréfið þitt ekki fyrr... — Ég veit það. Þú ert búinn að segja mér það. En þá vissi ég ekkert, hvernig á þögn þinni stóð. Ég vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka, og timinn leið. Svo fór ég heim að Ási. — Búa foreldrar þínir þar? — Já. Júlía hló biturlega og vöknaði um augu. Henrik hnýtti hendurnar fast saman. — Þau voru ekkert sérstaklega hamingjusöm yfir að sjá mig. Þú veist ekki, hvernig það er, allar stúlkur vita það, en ekki karlar. Ögift móðir. Maður hefur ratað i ógæfu. Það er eins og vera líkþrár. Maður er einskis virði, og sama gildir um barnið. Ekki er nokkur möguleiki að komast í góða stöðu, allar bjargir eru bannaðar, engin leið til að sjá sér og sinum farborða. — Júlía.... — Svona, leyfðu mér nú að tala. Ég verð að reyna að fá þig til að skilja mig. Foreldrar mínir eru ekki slæmar manneskjur, þau eru eins og fólk er flest. Þau skömmuðust sín fyrir mig. Þau töldu, að þau hefðu hætt aleigunni til að mennta mig og að ég hefði svikið þau. — Þínir eigin foreldrar ? — Foreldrar eru engir dýrhngar, sagði Júlia óþolinmóð í bragði. — Þau eru fólk eins og við! Þannig hugsaði ég að vísu ekki í byrjun, þegar ég fór heim, — þá hugsaði ég eins og þú núna. En síðar, þegar ég var búin að átta mig betur. Ég fékk nógan tíma til að hugsa. — Hvað gerðirðu? Hvað gerðirðu eiginlega? — Þau komu mér fyrir hjá gamalli galdranorn, svaraði Júlia með uppgerðarhlátri. — Nei, vertu nú ekki kjánalegur, Henrik! Elsbet hefur þjónað sem ljósmóðir i byggðinni, og hún er dugleg, en hún er illúðleg eins og versta galdra- norn. Ég bjó þarna hjá henni í kofanum lengst inni í skóginum. Þangað vogar enginn sér, þar var mér óhætt. Ég bjó þarna síðustu fjóra mánuðina og hitti enga lifandi sálu nema hana. — Þetta er það versta, sem ég.... — Já, þú getur hrópað! En ég gerði það ekki. Mér fannst ég vera helfrosin. Allan tímann var mér ljóst að ég yrði að gefa barnið frá mér. Að ég yrði að útvega því gott Framhaldssaga eftir Elsi Rydsjö 8. HLUTI heimili, þar sem ég gæti ekki sjálf boðið því það. HENRIK de Beer sagði ekkert. Hann sat grafkyrr á pinnastólnum, án þess að líta af Júlíu. Hann var votur af svita við gagnaugun og andlitið svipbrigðalaust. — Þú hugsar sjálfsagt: „Hvernig gat hún?” hélt Júlía áfram. — Ég ég skal segja þér, að það getur maður einmitt ákaflega auðveldlega við slíkar aðstæður. Það þýðir ekkert að þenkja um, hvað er rétt eða órétt, eða þrá litla barnið... Júlía gretti sig. — Maður reynir að bjarga sjálfum sér eftir bestu getu. — Svo að þú gafst barnið frá þér? Hvað var það? Drengur eða stúlka? — Drengur. Ég gaf hann ekki beinlínis. Þær stálu honum frá mér. Henrik rauk upp. — Hvað ertu að segja? Hver gerði það? — Taktu það rólega, sagði Júlía gröm. — Ég er að segja þér, hvað gerðist. Sestu aftur og hlustaðu. En Henrik stóð kyrr. Hann starði á hana, og augun leiftruðu af reiði. Brúnt hár hennar var jafn skínandi og hann minnti, vöxturinn fyllri og fallegri en áður, og það vald, sem hún hafði yfir honum, var ekki minna en áður. En barnið —• drengurinn — óþekkti sonur hans! Og kringum varir hennar voru hörkulegir drættir, sem ekki höfðu verið þar óður — en ekki gat hann dæmt hana. — Segðu þá frá, bað hann. Júliu varð hugsað til loforðsins, sem hún gaf Ebbu. Ekki að svíkja hana, ekki að koma upp um hana, sama hver i hlut ætti. Og hún hafði sagt já og tekið við peningum. Hún myndi taka á móti meiri peningum! O, jæja, loforð og loforð, Ebba myndi víst bjarga sér fyrir því. Það þurfti varla að taka svona loforð alltof hátíðlega — hún hafði Þetta sonur þinn Ögift móðir. Maður hefur ratað í ógæfu. Það er eins og að vera líkþrár. Þú ert einskis virði, og það sama gildir um barnið. bókstaflega talað verið neydd tO að gefa það. En nú var Henrik kominn heim, og það horfði öðruvísi með hann. Þó hafði hún vitað þegar hún tók við peningunum af Ebbu, að von væri á honum heim. En Henrik hafði öðlast frægð og frama, og það var aldrei að vita.... hann hafði kannski ekki hugsað sér að taka hana með sér upp á tindinn. Hún yrði kannski sjálf fræg einn góðan veðurdag, ef hún fengi tækifæri til að fara i söngtíma hjá bestu söngkennurum, sem völ var á. Henrik var frægt tónskáld, það yrði jafnræði með þeim, ef hún yrði fræg söngkona! Júlía barðist við samvisku sina, hjartslátturinn var örari, og hún svitnaði um lófana. Bara að hún gæti nú fundið réttu orðin... — Ég á æskuvinkonu, hóf hún máls. — Hún heitir Ebba. Og svo sagði hún allt af létta. Hún sagði frá því, að hún hefði ákveðið að ættleiða barnið og að hún hefði trúað Elsbet gömlu og Jóhönnu systur hennar fyrir þessu. Hún sagði frá því, að Ebba hefði komið heim að Ási og misst banrið sitt í fæðingunni og að enginn hafði vitað um það, nema Ebba sjálf og Jóhanna. Jóhanna gamla hefði svo laumast gegnum skóginn til að ræða við hana, en þá hefði barnið einmitt verið nýfætt. Svo hefði Jóhanna tekið hann með sér og laumast með hann inn á Mattis- garði. — Þær stálu barninu! endurtók Henrik með leiftrandi augum. — Þær stálu barninu þínu, meðan þú varst veik og hjálparlaus. — Ebbu var í raun einnig komið að óvörum, sagði hún. — Hún hefur kannski ætlað sér að ræða við mig, hugsað sér að ganga frá málunum á heiðarlegan máta. Já, ég veit það auðvitað ekki með vissu, flýtti hún sér að bæta við. — En systir hennar kom þangað og sá barnið, og þá laug hún því, að það væri hennar. — En því gerði hún það? Hvað kom henni til að gera svo? Það var næstum komið fram á varir Júliu: Af því að Ebba elskar manninn sinn. Vegna þess að hún 38VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.