Vikan


Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 10

Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 10
SVEN HAZEL Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir gott efni. Ég vissi ekki, hvernig ég gæti fengið svar við þessari spurningu, svo mér datt í hug að skrifa þér. Ég vona, að þú getir svarað þessari spurningu. Getið þér frætt mig á því, hvar Sven Hazel skáld býr? Og svo það venjulegasta: Hvaða merki á best við nautið? Með fyrirfram þökk. S.B. Eftiráreiðan/egum heimiidum, sem Pósturinn hefur afiaö sér, býr maðurinn í Noregi. Ég hef ekki hugmynd um HVAR í Noregi, en í Noregi býr hann! Annars er ég aiitafaö stag/ast á því hér á síðum Póstsins, að hvorki ieikarar, söngvarar né nokkurt frægt fóik hefur það fyrir sið að senda Póstinum heimiiisföng sín, og því get ég þvi miður ekki orðið lesendum að iiði í slíkum má/um. Tvíburarnir eða meyjan eiga best við nautsstrákinn. VIÐ ERUM EKKERT VOÐA LJÓTAR Kæri Póstur! Við erum hérna tvær einmana, og okkur langar að kynnast tveimur strákum. Við erum ekkert voða Ijótar sjálfar. Elsku Póstur, geturðu gefið okkur ráð, hvernig við eigum að láta taka eftir okkur? Vonandi lendir bréfið ekki í þinni frægu ruslakörfu. Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Tvær einmana. Hræriö saman eggjarauðu, hveiti og vatni, og berið framan í ykkur. Látið storkna vel, og málið síðan mynstur ofan /' með rauðum vatnslit. Setjið gólfklút yfir hárið og skreytið með gulum plastblóm- urrí. Klæðið ykkur i bikini-baðföt, ef það er bylur og snjór úti, og faríð i gúmmístígvé/ á annan fótinn en verið í götóttum sokk á hinum. Hoppið síðan á öðrum fæti (þessum með sokknum á) og syngið ,,Nú árið er liðið" — svo- Htið falskt. Ef þeir taka ekki eftir ykkur þá, — þá er þetta vonlaust. Þú, sem skrifar bréfið, ert 16 ára, en hin er Hka 16 ára. Úr skriftinni /es ég /jóshærðan, b/áeygðan, ungan mann, fremur myndar/egan, en það er verst, að hann tekur ekkert eftir ykkur. — Í a/vöru ta/að, stúlkur mínar, getið þið virkilega ekki látið ykkur detta neitt í hug sjálfar? 4-'2-5 — Og þegar við erum gift, máttu alveg ráða því, hvar við búum — hjá foreldrum þínum eða foreldrum mínum. POSTURIM ENNÞÁ SPURT UM MERKIN Hæ, Póstur! Við ætlum að spyrja þig þessara vanalegu spurninga: Hvaða merki eiga best við steingeitina og sporðdrekann (bæði kvk)? Hvern- ig fara saman sporðdrekinn (kvk) og steingeitin (kk)? Hvaða happa- dag, lit og tölu hafa þeir, sem eru fæddir 17. nóv. og 14. janúar? Tvær að austan. P.S. Hvað lestu úr skriftinni, hvernig er stafsetningin, og hvað heldurðu, að við séum gamlar? Meyjan á best viö steingeitina, en hrúturínn á best við sporð- drekann. Sporödreki og steingeit eiga mjög vel saman sem vinkon- ur. Happadagur þess, sem er fæddur 14. janúar, er þriöjudagur, happaiitur blár og happatölur eru 5 og 8. Happadagur þess, sem er fæddur 17. nóv. er föstudagur, happalitur er grænn, og happatöl- ur eru 8 og 10. Skriftin ber vott um mikla nákvæmni, stafsetningin er mjög góð, en orðalagið var fremur slæmt i upphafi bréfsins. Þið eruð svona 17 ára. HVAÐ HEITA MARGAR BESSA? Kæri Póstur! Ég ætla að þakka fyrir allt gott í Vikunni. Mig langar að spyrja þig, hvað það eru til margar mann- eskjur á landinu, sem bera nafnið Bessa? Hvað lestu úr skriftinni? Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Ég vona, að ruslafatan sé södd og hafi ekki lyst á bréfi mínu. Ókey, bæ! 003-777 Hjá Hagstofunni fengum við þær upplýsingar, að það er engin manneskja tiI á landinu, sem heitir Bessa. Skriftin ber meö sér, að þú sért með afbrígðum þolinmóð og skapgóð persóna, og ég tel, að þú sé'* 15 ára. ÁSTA ERLINGSDÓTTIR Kæri Póstur! Mig langar svo voðalega að vita, hvar hún Ásta Erlingsdóttir á heima. Gætir þú bjargað mér um heimilisfangið? Svo er það þetta gamla, sem gott er að vita: Hvar er happatala, litur, blóm og steinn fyrir þá sem eru fæddir 9.12? En skriftin, hvernig er hún? Ósk Ásta Erlingsdóttir á heima í Sigtúni 59, Reykjavík. Happatölur þínar eru 3 og 9, happalitur purpurarautt, rós er blómið þitt og demantur steinninn þinn. Skriftin er mjög góð. ÚTSTANDANDI EYRU Kæri Póstur! Mig langar svo að vita, hvort þú getur gefið mér ráð. Það er þannig, að ég er með svo ferlega útstandandi eyru, að ég er alveg í kerfi. Reyndu ekki að segja, að það sé ábyggilega vitleysa í mér, því mér er strítt á þessu, kölluð ... eyrnaprúða og allt svoleiðis. Reyndu heldur ekki að ráðleggja mér að greiða hárið eyrun, því ofan á allt saman er ég með svo þunnt og druslulegt hár, að það hylur nú varla skallann, hvað þá eyrun. Elsku Póstur, hvað á ég að Sé málið svona alvarlegt, þá ska/tu leita ráða hjá lækni. Hann ætti að vera fær um að meta það, hvort ástæða er til að gera aðgerð og lagfæra þessi lýti. Það er hægt, og vertu ekki feiminn við að leita til læknis með þetta vandamál. BRÁÐÞROSKA EÐA SEINÞROSKA Kæri Póstur! Ég á við vandamál að stríða, sem ég ætti kannski að ræða við lækni, en ég þori það ekki. Svo er mál með vexti, að ég hef alltaf verið talin fremur bráðþroska. Ég er frekar stór, og ég var farin að fá brjóst, þegarég vará 11. árinu. En nú er ég orðin 13 og hálfs árs, og ég er ekki enn byrjuð á túr. Er það ekki eitthvað undarlegt? Getur 10VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.