Vikan


Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 7

Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 7
Eitt og annað Halló Pðstur. Þetta er ífyrsta sinn, sem ég skrifa þér, Eg vona, að þú hendir ekki bréfinu, því þetta er fyrst og síðasta bréfið til blaðs í landinu. Viltu koma hinu bréfinu til skila? Þúsund þakkir, héma koma sþurn- ingarnar: Hvað er allt happa mitt, fædd 13- mars? Viltu grafa upp nokkrar blaðaaddressur fyrir mig í Englandi, Hawaii og í Perú eða Nýja Sjálandi. Hvenær • eiga Sigurður Sigurjónssson leikari og Þórbergur Þðrðarson rithöfundur afmœli? Hvernig er hægt að fita sig? (borða eins og hestur). Hvað heita litlu vœngirnir, sem eru settir niður við lendingu flugvéla? Dóu allir í áætlunarflugvélinni, sem fórst utan við Vatnsleysuströnd árið 1952? Jæja, ekki birta nafnið mitt. Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Eru margar staf- setningarvillur? Hvaða merki á best við fiskana? Blaðið er gott, en slæm sendingarþjónusta. Milljón þakkir. Best að byrja að reyna að svara! Happatölur þínar eru 3 og 4, happalitur blárauður, og happadagur er fimmtudagur. Þú ert mjög vingjarnleg per- sóna, gestrisin og mannúðleg. Hjónaband þitt verður hamingjusamt, en ekki er óiíklegt, að þú giftist tvisvar. Ég hef engin heimilisföng á blöðum í Perú, Nýja Sjálandi eða á Hawaii, en þú getur reynt að skrifa til „Woman's Own, King's Reach Tower, London SE1 GLS, England," Ég veit ekki hvenær Sigurður Sigurjónsson á afmæli, en Þórbergur Þórðarson var fæddur 12. mars 1888. Hvað varðar fitunina, ' þá hefur þú sjálf svarað því! Borðaðu eins og hestur, og ég hef heyrt það sé gott að byrja á fullum diski af hafragrauti á morgnana. Vængirnir á vélunum nefnast „flapsar." Áætlunarflugvélin Glitfaxi týndist út af Vatns- leysuströnd í febrúar 1951 og fannst síðar út af Álftanesi. Með henni fórust 20 manns, 3ja manna áhöfn og IV farþegar. Skriftin ber vott um gott skapferli, og þú ert 15-16 ára. Það voru mjög fáar starf- setningarvillur í bréfinu, og þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af íslenskunni þinni. Krabbinn á best við fiskana. Skammar- bréf frá Englandi! Háttvirti ,, hjálþarmaðurl'' Eg hef aldrei ritað þérlínu áður og hef heldur ekki hugsað mér að gera það í framtíðinni, vegna þess að ég er EKKl vön að leggja mín persónulegu vandamál fyrir einhvern, sem ég hef ekki hugmynd um hver er, allra síst þegar ég þekki það eina til hans, að hann snýr ávallt út úr fyrir þeim, sem til hans leita. Af hverju heldurðu, að allir þessir krakkar skrifi þér? F/est þessara bréfa ganga út á eitthvað kynferðislegt. Auðsjáanlegt er, að fræðslu vantar á þessu sviði, og afhverju ekkiráða einhvern sérmennt- aðan mann á þessu sviði, gefa uþp heimilisfang (þar sem hann starjar) og lofa unglingum og öllum að skrifa honum um sín vandamál ? Það sýnir sig, að Kynfræðsludeild Heilsuverndar- stöðvarinnar þjónar ekki fullkomlega til^angi sínum(öll vitum við, að Islendingar eru feimnir). Alla vega er ég viss um að ,,Pðsturinn ’ ’ í Vikunni hefur ekki verið hugsaður fyrst sem slíkur þáttur, eins og hann er í dag. Mér þykir fáránlegt, hvernig unglingar og fleira fólk skrifar til Póstsins, eins og hann sé einhver ALVITUR (sem hann er ALLS EKKI það getur nú hver einn og einasti mennskur maður séð á svörum hans).I Vikunni, nánar tiltekið ,,Póstinum" 6. aþríl, 14. tbl. 40. árg., var bréf frá stúlku, sem sagðist hafa komið að systur sinni grátandi yfir Vikunni, þar sem hún hafi fengið þetta frekjulega svar ykkar: ,,Að hún væri ekkert ófrísk, ’ ’ og var skammandi ykkur fyrir það. En . . . hverju svöruðuð þið? ,,Pósturinn veit ekki allt, ” og ,,En auðvitað gat Pósturinn ekki vitað, hvort systir þín væri ófrísk eður ei . . . "Jæja, ef þið vissuð það ekki, hvers vegna svöruðuð þið þá, að hún vœri EKKI ófrísk? Þið, . . ! Það hefur engin áhrif á mig, þó að þið svarið, að enginn sé fullkominn og ekki Pósturinn heldur, en . . . ég myndi telja þetta langa vegalengd frá fullkomnun . ... ! Einnig er ég alls ekki ánægð með ,, Vikuna ’ ’ (tímaritið) íheild, það væri hægt að vinna hana mun betur. Er hún ekki fjölskyldublað? Mér þykir hún ansi innantóm. Af hverju hafið þið ekki fleiri smásögur? (þær hafa verið góðar hingað til). Og af hverju ekki tískuþátt um tískuna í París og London o.s.frv. ? (Sá þáttur gæti verið fyrir alla fjölskylduna, ef hann væri sæmilega unninn). Þið gætuð fengið efni úr tísku- blöðum og meira að segja dagblöðum (má ég benda á breska dagblaðið The Daily Telegraph og Vouge). Og ekki væriafleitt aðhafa mótorhjóla- þátt eða brlaþátt (einnig eitt- hvað um vélaviðgerðir o.s.frv.) Og þátt um tslenska náttúru, ferðalög, ferðasögur, og svona mætti lengi telja. Þegarþið hafið bætt einhverju af þessu við Vikuna, þá skal ég kauþa hana strax, en ekki fyrr.' P.S. Þið þurfið ekki að segja mér, hvaðþið,, haldið að ég sé gömul" (meðþví að leita í sþjaldskránni), ég skal taka af ykkur ómakið. Eg er 17 ára. Einnig þurfið þið ekki heldur að segja mér, hvað þið lesið úr skriftinni, þ.e. hvernig persóna ég er, vegna þess að ég þekki sjálfa mig nógu mikið og þarf ekki ykkar svar til að átta mig á sjálfn mér. 3704-4938 Tarna er hressilega upp í sig tekið, og vonandi hefurðu fengið allgóða útrás, því ekki sýnist þér veita af. Skrifaðu bara aftur, þegar vont geð þarfnast útrásar. Við getum verið sammála um það, að Vikuna mætti vinna betur, og í sannnleika sagt, þá erum við alltaf að reyna. Vonandi veröur hún einhvern tíma nógu góð handa þér! Lóló., 21. TBL.VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.