Vikan


Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 8

Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 8
Prjónað á börnin MITTISJAKKI MEÐ RENNILÁS Aldur: 2 (4) 6 ára Efni: 5 hespur af hespulopa. 1 opinn rennilás. Prjónar: nr. 5,6 og 6 1/2. Prjónfesta: 7 lykkjur slétt prjón = 5 sm á breiddina. Brjóstvídd: 62 (66) 70 sm. Sídd: 32 (34) 38 sm. Ef aðeins ein tala er gefin upp í uppskriftinni gildir hún fyrir allar stærðirnar. Bakstykki: Fitjið upp 44 (46) 50 lykkjur á prjóna nr. 5 og prjónið snúning, 2 réttar 2 snúnar, í 5 sm. Ath. að stærð 2 ára byrjar og endar á 3 réttum. Skiptið yfir á prjóna nr. 6 og prjónið rétt á alla prjóna, þar til stykkið er 17 (19) 21 sm. Skiptið á prj. nr. 6 1/2 og prjónið nú snúning (eins og að neðan). Þegar stykkið er 19 (21) 23 sm, er fellt úr við handveginn 3 (3) 4 1 í hvorri hlið og síðan 2 — 1 — 1 lykkju = 30 (32) 34 lykkjur á prjónunum. Þegar handvegurinn er 13 (14) 15 sm langur, á að fella af í hvorri hlið 4—4 (4—5) 4—5 lykkjur. Síðustu 14 (14) 16 lykkurnar eru felldar af allar í einu. Hægra framstykki: Fitjið upp 22 (22) 24 lykkjur á prjóna nr. 5, og prjónið snúning, eins og á bakstykkinu. Skiptið yfir á prjóna nr. 6 og prjónið rétt og aukið út á fyrsta prj. um 2 (3) 3 lykkjur. Þegar stykkið er 17 (19) 21 sm, skiptið þið á prjóna nr. 6 1/2 og prjónið snúning. 1. umferð (frá réttunni): 4 réttar, 2 snúnar, 2 réttar, 2 snúnar o.s.frv. umferðina á enda. 2 umferð: Prjónið eins og lykkjurnar sýna, nema síðustu tvær lykkjurnar á að prjóna réttar, og svo er gert alla leið upp úr. Þegar stykkið er jafnlangt bakstykkinu við handveginn er fellt af eins og á því. Þegar handvegurinn er 9 (10) 11 sm er fellt af við hálsmálið 5 (5) 6 í 17. tbl. birtist uppskrift af hlýrri útipeysu á börn, einni af því taginu, sem þolir slark. Hér erum við hins vegar með öllu fínlegri peysur á börnin, en þó ákaflega einfaldar og auðunnar. Eindregið skal ráðlagt að prjóna prufu, áður en byrjað er á flíkinni sjálfri, og athuga sér- staklega, að prjónfesta sé sú sama og upp er gefin. lykkjur og síðan 2—1—1. Þegar stykkið er eins langt og bakstykkið, er fellt af við öxlina eins ogá því. Vinstra framstykki: Er prjónað eins og hægra stykkið nema umsnúið, og gætið vel, að þau verði jafnlöng, svo að snúnings- kantarnir passi saman. SÍÐ JAKKAPEYSA MEÐ HÚFU Aldur: 2 (4) 6 ára. Efni: 7 (7) 8 hespur af hespu- lopa. 5 hnappar. Prjónar: Nr. 5,6 og 6 1/2. Prjónfesta: 7 lykkjur slétt prjón = 5 sm á breiddina. Brjóstvídd: 62 (66) 70 sm. Sídd: 42 (46) 50 sm. 27 (30) 33 sm og prjónið þá snúning og takið svo úr við handveginn eins og á bakstykk- inu. Þegar handvegurinn er 9 (10) 11 sm er fellt úr við háls- málið 2 (3) 4 lykkjur og síðan 1 — 1—1 lykkja. Þegar handveg- urinn er jafnlangur bakstykk- inu, er fellt af við öxlina eins og á því. Vinstra framstykki: Eins og hægra stykkið nema umsnúið, og gætið þess vel, að stykkin séu jafnlöng, svo að snúnings- kantarnir mætist rétt. Ermar og kragi eru prjónuð eins og á mittisjakkanum hér á undan. 2 vasar: Fitjið upp 18 lykkjur á prjóna nr. 6 og prjónið snúning, 2 réttar 2 snúnar, í 12 sm. Ermar: Fitjið upp 26 (26) 30 lykkjur á prjóna nr. 5 og prjónið snúning í 6 sm. Skiptið á prjóna nr. 6 og prjónið rétt og aukið út 1 lykkju í hvorri hlið 6. hvern prjón, þar til 32 (36) 38 lykkjur eru á prjónunum. Þegar ermin mælist 26 (29) 32 sm — eða eins og þið viljið — á að fella af í hvorri hlið 2 — 3 lykkjur, og síðan á að prjóna 2 lykkjur saman annan hvorn prjón, þar til 16(18) 18 lykkjureruá prjón- unum. Fellið nú af í hvorri hlið 2-3 lykkjur og síðustu lykkjurn- ar eru felldar af allar í einu. Kragi: Fitjið upp 50 (50) 54 1. á prj. nr. 5 og prj. snúning í 4 sm. Skiptið á prjóna nr. 6 og haldið áfram með snúning, þar til kraginn er 8 (8) 9 sm. Fellið laust af. Frágangur: Pressið laust yfir berustykkið, saumið hliðar-axla- og ermasauma með aftursting. Saumið kragann á og takið laust í, sá hluti kragans, sem er pr- jónaður með prjónum nr. 5, er saumaður við hálsmálið. Saumið rennilásinn við í höndunum. Ef aðeins ein tala er gefin upp í uppskriftinni, gildir hún fyrir allar stærðirnar. Bakstykki: Fitjið upp 54 (58) 62 lykkjur á prjóna nr. 6 og prjónið rétt á alla prjóna. Fimmta hvern sm í hvorri hlið eru prjónaðar tvær lykkjur saman, þar til 44 (46) 50 lykkjur eru á prjón- unum. Þegar stykkið mælist 27 (30) 33 sm, er skipt á prjóna nr. 6 1/2 og prjónaður snúningur, 2 réttar, 2 snúnar. Ath.: Á stærð 2 ára er byrjað og endað með 3 réttum. Þegar 2 sm eru prjón- aðir, er fellt af í hvorri hlið við handveginn 3 (3) 4 lykkjur og síðan 2—1 — 1 lykkjur = 30 (32) 34 lykkjur á prjónunum. Þegar handvegurinn er 13 (14) 15 sm er fellt af í hvorri hlið 4—5 (4— 5) 4—5 lykkjur. Síðustu lykkj- urnar 14 (14) 16 eru felldar af allar í einu. Hægra framstykki: Fitjið upp. 25 (28) 30 lykkjur á prjóna nr. 6 og prjónið rétt. Eins og á bakstykkinu, eru prjónaðar 2 saman í hliðinni, þar til 20 (22) 24 lykkjur eru á prjónunum. Haldið áfram, þar til stykkið er Frágangur: Takið upp 56 (60) 62 lykkjur á vinstri boðung og prjónið snúning í 3 sm. Prjónið eins hægra megin, nema þegar 1 sm. er prjónaður að líningunni þá eru prjónuð inn 5 hnappagöt. Það efsta 2 sm frá hálsmálinu, hin með 6 (7) 7 sm millibili. Hnappagatið er prjónað með því að fella af tvær lykkjur og fitja þær síðan upp á næsta prjón. Pressið berustykkið og kragann létt og saumið flikina saman. Húfa: Fitjið upp 58 (62) 62 lykkjur á prjóna nr. 6 og prjónið snúning, 2 réttar 2 snúnar, í 12 sm. Síðan prjónið þið rétt í 13 (14) 15sm. Fellið jafntaf, svo56 lykkjur verði eftir. Prjónið svo á eftirfarandi hátt: 1. umferð: + 6 réttar, 2 réttar saman + endur- takið frá + til + út prjóninn. Prjónið næstu umferð rétt. Næsta umferð: + 5 réttar 2 réttar saman + endurtakið frá + til +. Haldið þannig áfram að taka úr í annarri hverri umferð og alltaf einni lykkju minna á milli úrtökunnar. Þegar ein lykkja er á milli, er garnið slitið frá hespunni og þráðurinn dreginn í gegnum með því að prjóna tvær og tvær saman. 8VIKAN 21. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.