Vikan


Vikan - 25.05.1978, Side 8

Vikan - 25.05.1978, Side 8
Prjónað á börnin MITTISJAKKI MEÐ RENNILÁS Aldur: 2 (4) 6 ára Efni: 5 hespur af hespulopa. 1 opinn rennilás. Prjónar: nr. 5,6 og 6 1/2. Prjónfesta: 7 lykkjur slétt prjón = 5 sm á breiddina. Brjóstvídd: 62 (66) 70 sm. Sídd: 32 (34) 38 sm. Ef aðeins ein tala er gefin upp í uppskriftinni gildir hún fyrir allar stærðirnar. Bakstykki: Fitjið upp 44 (46) 50 lykkjur á prjóna nr. 5 og prjónið snúning, 2 réttar 2 snúnar, í 5 sm. Ath. að stærð 2 ára byrjar og endar á 3 réttum. Skiptið yfir á prjóna nr. 6 og prjónið rétt á alla prjóna, þar til stykkið er 17 (19) 21 sm. Skiptið á prj. nr. 6 1/2 og prjónið nú snúning (eins og að neðan). Þegar stykkið er 19 (21) 23 sm, er fellt úr við handveginn 3 (3) 4 1 í hvorri hlið og síðan 2 — 1 — 1 lykkju = 30 (32) 34 lykkjur á prjónunum. Þegar handvegurinn er 13 (14) 15 sm langur, á að fella af í hvorri hlið 4—4 (4—5) 4—5 lykkjur. Síðustu 14 (14) 16 lykkurnar eru felldar af allar í einu. Hægra framstykki: Fitjið upp 22 (22) 24 lykkjur á prjóna nr. 5, og prjónið snúning, eins og á bakstykkinu. Skiptið yfir á prjóna nr. 6 og prjónið rétt og aukið út á fyrsta prj. um 2 (3) 3 lykkjur. Þegar stykkið er 17 (19) 21 sm, skiptið þið á prjóna nr. 6 1/2 og prjónið snúning. 1. umferð (frá réttunni): 4 réttar, 2 snúnar, 2 réttar, 2 snúnar o.s.frv. umferðina á enda. 2 umferð: Prjónið eins og lykkjurnar sýna, nema síðustu tvær lykkjurnar á að prjóna réttar, og svo er gert alla leið upp úr. Þegar stykkið er jafnlangt bakstykkinu við handveginn er fellt af eins og á því. Þegar handvegurinn er 9 (10) 11 sm er fellt af við hálsmálið 5 (5) 6 í 17. tbl. birtist uppskrift af hlýrri útipeysu á börn, einni af því taginu, sem þolir slark. Hér erum við hins vegar með öllu fínlegri peysur á börnin, en þó ákaflega einfaldar og auðunnar. Eindregið skal ráðlagt að prjóna prufu, áður en byrjað er á flíkinni sjálfri, og athuga sér- staklega, að prjónfesta sé sú sama og upp er gefin. lykkjur og síðan 2—1—1. Þegar stykkið er eins langt og bakstykkið, er fellt af við öxlina eins ogá því. Vinstra framstykki: Er prjónað eins og hægra stykkið nema umsnúið, og gætið vel, að þau verði jafnlöng, svo að snúnings- kantarnir passi saman. SÍÐ JAKKAPEYSA MEÐ HÚFU Aldur: 2 (4) 6 ára. Efni: 7 (7) 8 hespur af hespu- lopa. 5 hnappar. Prjónar: Nr. 5,6 og 6 1/2. Prjónfesta: 7 lykkjur slétt prjón = 5 sm á breiddina. Brjóstvídd: 62 (66) 70 sm. Sídd: 42 (46) 50 sm. 27 (30) 33 sm og prjónið þá snúning og takið svo úr við handveginn eins og á bakstykk- inu. Þegar handvegurinn er 9 (10) 11 sm er fellt úr við háls- málið 2 (3) 4 lykkjur og síðan 1 — 1—1 lykkja. Þegar handveg- urinn er jafnlangur bakstykk- inu, er fellt af við öxlina eins og á því. Vinstra framstykki: Eins og hægra stykkið nema umsnúið, og gætið þess vel, að stykkin séu jafnlöng, svo að snúnings- kantarnir mætist rétt. Ermar og kragi eru prjónuð eins og á mittisjakkanum hér á undan. 2 vasar: Fitjið upp 18 lykkjur á prjóna nr. 6 og prjónið snúning, 2 réttar 2 snúnar, í 12 sm. Ermar: Fitjið upp 26 (26) 30 lykkjur á prjóna nr. 5 og prjónið snúning í 6 sm. Skiptið á prjóna nr. 6 og prjónið rétt og aukið út 1 lykkju í hvorri hlið 6. hvern prjón, þar til 32 (36) 38 lykkjur eru á prjónunum. Þegar ermin mælist 26 (29) 32 sm — eða eins og þið viljið — á að fella af í hvorri hlið 2 — 3 lykkjur, og síðan á að prjóna 2 lykkjur saman annan hvorn prjón, þar til 16(18) 18 lykkjureruá prjón- unum. Fellið nú af í hvorri hlið 2-3 lykkjur og síðustu lykkjurn- ar eru felldar af allar í einu. Kragi: Fitjið upp 50 (50) 54 1. á prj. nr. 5 og prj. snúning í 4 sm. Skiptið á prjóna nr. 6 og haldið áfram með snúning, þar til kraginn er 8 (8) 9 sm. Fellið laust af. Frágangur: Pressið laust yfir berustykkið, saumið hliðar-axla- og ermasauma með aftursting. Saumið kragann á og takið laust í, sá hluti kragans, sem er pr- jónaður með prjónum nr. 5, er saumaður við hálsmálið. Saumið rennilásinn við í höndunum. Ef aðeins ein tala er gefin upp í uppskriftinni, gildir hún fyrir allar stærðirnar. Bakstykki: Fitjið upp 54 (58) 62 lykkjur á prjóna nr. 6 og prjónið rétt á alla prjóna. Fimmta hvern sm í hvorri hlið eru prjónaðar tvær lykkjur saman, þar til 44 (46) 50 lykkjur eru á prjón- unum. Þegar stykkið mælist 27 (30) 33 sm, er skipt á prjóna nr. 6 1/2 og prjónaður snúningur, 2 réttar, 2 snúnar. Ath.: Á stærð 2 ára er byrjað og endað með 3 réttum. Þegar 2 sm eru prjón- aðir, er fellt af í hvorri hlið við handveginn 3 (3) 4 lykkjur og síðan 2—1 — 1 lykkjur = 30 (32) 34 lykkjur á prjónunum. Þegar handvegurinn er 13 (14) 15 sm er fellt af í hvorri hlið 4—5 (4— 5) 4—5 lykkjur. Síðustu lykkj- urnar 14 (14) 16 eru felldar af allar í einu. Hægra framstykki: Fitjið upp. 25 (28) 30 lykkjur á prjóna nr. 6 og prjónið rétt. Eins og á bakstykkinu, eru prjónaðar 2 saman í hliðinni, þar til 20 (22) 24 lykkjur eru á prjónunum. Haldið áfram, þar til stykkið er Frágangur: Takið upp 56 (60) 62 lykkjur á vinstri boðung og prjónið snúning í 3 sm. Prjónið eins hægra megin, nema þegar 1 sm. er prjónaður að líningunni þá eru prjónuð inn 5 hnappagöt. Það efsta 2 sm frá hálsmálinu, hin með 6 (7) 7 sm millibili. Hnappagatið er prjónað með því að fella af tvær lykkjur og fitja þær síðan upp á næsta prjón. Pressið berustykkið og kragann létt og saumið flikina saman. Húfa: Fitjið upp 58 (62) 62 lykkjur á prjóna nr. 6 og prjónið snúning, 2 réttar 2 snúnar, í 12 sm. Síðan prjónið þið rétt í 13 (14) 15sm. Fellið jafntaf, svo56 lykkjur verði eftir. Prjónið svo á eftirfarandi hátt: 1. umferð: + 6 réttar, 2 réttar saman + endur- takið frá + til + út prjóninn. Prjónið næstu umferð rétt. Næsta umferð: + 5 réttar 2 réttar saman + endurtakið frá + til +. Haldið þannig áfram að taka úr í annarri hverri umferð og alltaf einni lykkju minna á milli úrtökunnar. Þegar ein lykkja er á milli, er garnið slitið frá hespunni og þráðurinn dreginn í gegnum með því að prjóna tvær og tvær saman. 8VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.