Vikan


Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 53

Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 53
A lltr verða að læra aans á Hassela. Stofnandi vistheimilisins, íþróttakennarinnK. A. Westerberg. Holgeir, 62 ára, vann áður í sögunarverksmiðjunni. Nú hefur hann selt hús sitt og flutt til unglinganna. Hér er Sússí að skera hár hans. Fjallaferðin er harður skóli Eftir nokkurra vikna dvöl á Hassela fer allur hópurinn í fjallaferð. Viku erfiði í norð- lensku fjöllunum er harður skóli. Hælsæri og aumar herðar er ekki eina reynslan. Þau læra að treysta hvert öðru, vera í hóp, taka ábyrgð á sjálfum sér og náunganum, að ganga úti í nátturunni, ganga frá farangri sínum. Þau læra að kveikja eld, matbúa, höggva við og ganga frá eftir sig. — Þegar heim kemur, erum við reiðubúin að halda fyrstu fundina, segir Ove, sem er einn af starfsmönnunum. — Við spjöllum um ýmis hegðunar- vandamál, sem við höfum.orðið vör við, og leggjum ríka áherslu á að gera unglingunum skiljanlegt, hve háð þau eru hvert öðru. Við viljum kenna þeim að vera ábyrg gerða sinna og að svíkja ekki hópinn. Fjallaferðin er upphaf margvíslegrar starfsemi utan og innan heimilisins undir umsjá starfsfólksins. Þessi fjallaferð er lífsreynsla, sem unglingarnir minnast ævilangt — þau gleyma fljótt aumum öxlum, hælsæri og strengjum. Eftir stendur hið skemmtilega, nýstárlega, óvenjulega, spennandi og skrítna. Þau minnast þess oft, hinnar fyrstu sameiginlegu reynslu. Allir, sem á Hassela dvelja, verða að læra dans. Hvers vegna? spyrjum við. — Þannig kynnast unglingar oftast, segir Ove. — Gegnum dansinn ná þau sambandi hvert við annað. En ekki hafa allir jafn gaman af dansi: — Ef stelpa er ekki vinsæl af strákunum, eða ef hún er hrædd og óörugg — ja, þá er betra að halda sig heima, segir Sússí. — Auk þess fellur mér ekki að standa og bíða með hinum stelpunum. En ég fellst samt á, að það sé ágætt að kunna að dansa. Evu og Hákoni finnst gaman að dansa. Þau eru orðin slyng í rokki. En það er dálítið annað að dansa heima á Franshammar eða á böllum í sveitinni á laugar- dagskvöldum. Þá eru líka flestir kenndir, en þau sjálf ódrukkin. Snyrtimennska í fyrir- rúmi Vinnudagur á Hassela byrjar i rólegheitum. Menn eru mis- upplagðir, eins og gengur. Þegar morgunverði lýkur og búið er að glugga í dagblöðin, hefst vinnan. Þeim er skipt í þrjá flokka: Inniflokk, útiflokk og hesthúsflokk. Vikulega eru flokkaskipti, þannig að allir fá að kynnast hinum ýmsu störfum, sem inna þarf af hendi á stóru he\ 'ili — eða eins og Sússi sagði: — Ég yrði laglega fúl, ef ég fengi ekki að smíða, eins og strákarnir. Pétri féll ekki að vera settur í „kvenmannsverk”: — Þegar mér var sagt að þvo upp, var mér nóg boðið. Ég hafði svo sem prófað slíkt fyrr, en það var margt annað, sem okkur bar einnig að gera — þurrka af borðunum, raða stólunum fallega, brenna ruslið og fleira og fleira. Það er áriðandi, að snyrti- mennska sé í fyrirrúmi. Heimilið má ekki lita út eins og eiturlyfja- bæli. Snyrtimennska verður að ríkja bæði úti og inni. Útiflokkurinn sér um að halda hreinu kringum bæinn. Á sumrin vinna þau einnig við heyskapinn, en á veturna er það hreinsun og viðhald. Þau byggðu t.d. sjálf gufubaðstofuna. Hesthúsflokkurinn ræður ríkjum í hesthúsinu. Borgarbörn eru alls óvön umhirðu hesta, en þau eru fljót að komast upp á lag með það. Á sumrin er hestunum beitt fyrir sláttu- vélina, herfið eða önnur tæki. Starfsfólkið er alltaf með i flokkunum. Það leiðir hópinn, leiðbeinir við vinnuna — og gætir þess, að talið berist ekki að eiturlyfjunum. — Þú getur rétt gert þér í 21. TBL. VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.