Vikan


Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 45

Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 45
AGÖTHUCHRISTIE úr gleymsku grafið ,,Ó, já. Kæri Melrose. Hann hefur alltaf verið einkar elskulegur. Alftaf síðan — ” „Alltaf síðan meðhjálparinn var skotinn til bana á skrifstofu prests- ins. Það er orðið langt síðan það var. En þú hefur síðan leyst aðrar gátur. Eins og til dæmis vandamálið með eitraða pennann, þarna rétt hjá Lymstock.” „Þú virðist vera allfróður um mína hagi, fulltrúi — " „Primer heiti ég. Og ég geri ráð fyrir, að þú hafir haft nóg að gera hér." „Ja, ég reyni að gera það, sem ég get, hér í garðinum. Það er sorglegt að sjá, hvað hann er í mikilli niður- Morð undir yfirborðinu . . . og valda mikl- um skaða — önnur fögur blóm deyja. ...” Einn af lögregluþjónunum kom gangandi í átt til þeirra. Hann var sveittur og moldugur á enninu. „Við erum komnir niður á eitthvað. Það er áreiðanlega hún.“ Og það var þá, sem dagurinn hafði orðið eins og martröð, fannst Gwendu. Giles hafði komið náfölur, og sagt: „Það er — hún er þarna, það fer ekki á milli mála, Gwenda.” Svo hafði einn af lögregluþjónun- um farið í símann og stuttu seinna hafði læknirinn komið, það var lág- vaxinn, snaggaralegur náungi. Og það var þá, sem frú Cocker, hin rólega og óhagganlega frú Cockur, hafði farið út í garðinn — ekki fyrir einskæra forvitni, eins og búast hefði mátt við, heldur einungis í þeim tilgangi, að sækja grænmeti fyrir hádegisverðinn. Og frú Cocker, þessum tíma? Milli tvö tuttugu og tvö fjörutíu og fimm. Þú ætlar að spyrja þá að því.” Primer brosti. „Þú mátt vera alveg viss um, frú Reed, að við spyrjum allra nauðsyn- legra spurninga. En þetta verður allt að hafa sinn gang, það þýðir ekkert að vera með einhvern asa. Við megum ekki gleyma að líta lengra fram á veginn.” Gwenda gat allt í einu gert sér í hugarlund alla þá þolinmæði, sem til þurfti. Hægt og hægt, og án nokk- urrar miskunnar . . . Hún sagði: „Ég skil . . . já. Þið er- uð sérhæfðir í slíku. Giles og ég er- um bara viðvaningar. Við gætum verið svo heppin að hitta í mark, en við myndum ekki vita, hvað svo ætti að gera.” „Það er ekki fjarri lagi, frú Reed.” Fulltrúinn brosti aftur. Hann stóð upp og krækti frá franska gluggan- um. Hann opnaði gluggann og ætl- aði að ganga út fyrir, en nam skyndi- lega staðar. „Fyrirgefðu, frú Reed, en getur verið, að þessi kona þarna, sé ungfrú Jane Marple?” Gwenda gekk til hans. Neðst í garðinum átti ungfrú Marple enn í vonlausu stríði við vafningsviðinn. „Já, þetta er ungfrú Marple. Hún hefur verið svo vinsamleg að hjálpa okkur svolítið í garðinum.” „Ungfrú Marple,” sagði fulltrú- inn. „Ég skil.” Um leið og Gwenda leit spyrjandi á hann og sagði, „Hún er svo ind- æl,” sagði hann: „Hún er landsfræg kona, hún ung- frú Marple. Hún hefur minnsta kosti lögreglustjóra í þremur fylkjum í vasanum. Ekki samt yfirmann minn, en það mun koma að því. Svo ungfrú Marple hefur átt hér hlut að máli." „Hún hefur komið með ýmsar gagnlegar uppástungur,” sagði Gwenda. „Það er ég viss um,” sagði Primer. „Var það hún, sem benti ykkur á, hvar lík frú Halliday væri að finna?” „Hún sagði, að við Giles ættum að vita, hvar best væri að leita,” sagði Gwenda. „Og það var líka ósköp heimskulegt, að okkur skyldi ekki hafa dottið þetta í hug fyrr.” Fulltrúinn hlö svolítið og gekk til ungfrú Marple. „Ég held, að við höf- um rkki hist fyrr, ungfrú Marple,” sagði hann. „En Melrose ofursti benti mér einu sinni á þig." Ungfrú Marple stóð upp og roðn- aði. „Við erum komnir niður á eitthvað. Það er áreiðanlega hún.” nðslu. Þessi vafningsviður er til dæmis óttalega leiðinlegur. Ræturn- ar,” sagði ungfrú Marple og leit hreinskilnislega á fulltrúann, „liggja langt niður á við. Mjög langt — þær breiða úr sér undir yfirborðinu." „Það held ég, að sé alveg rétt,” svaraði fulltrúinn. „Langt, langt niður. Langt til baka . . . ég á við þetta morð. Atján ár.” „Og kannski ennþá lengra,” sagði ungfrú Marple. „Þær breiða úr sér sem deginum áður hafði haft þungar áhyggjur af því hvaða áhrif morðið á Lily hefði á heilsu Gwendu (því frú Cocker þóttist þess fullviss, að eftir nokkra mánuði yrðu þau að taka barnaherbergið uppi í notkun), hafði gengið beint að hinum hræðilega uppgreftri og afleiðingarnar urðu hreint og beint hræðilegar. „Alveg hræðilegt, frú. Og ég, sem hef aldrei getað þolað bein. Ekki bein úr beinagrindum. Og bara hér í garðinum, rétt hjá matjurtagarðin- um. Og hjartað í mér hamast svo — hjartslátturinn — ég næ varla and- anuu.. Ó, má ég vera svo frek að biðja umörlítið koníak .. ” Andköf frú Cocker og grár litar- háttur ollu Gwendu svo mikilli skelf- ingu, að hún þaut af stað og náði í koníak og bar það að vörum frú Cocker. Og þá hafði frú Cocker sagt: „Þetta var einmitt það, sem eg þurfti, frú — ” og um leið brast rödd- in og útlit hennar varð svo skelfi- legt, að Gwenda æpti á Giles, sem kallaði svo á lækninn. „Það var svei mér gott, að ég var hér staddur,” sagði sá síðastnefndi eftir á. „Það mátti engu muna. Ef konan hefði ekki fengið læknishjálp, þá hefði hún hreinlega dáið.” 21. TBL.VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.