Vikan


Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 11

Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 11
Raimondo frá sér blaðinu. teygði úr sér, geispaði og sagði: „Komdu hérna. Serafino ... þar sem engir víðskiptavinir koma, er eins gott, að þú takir til hendinni. rakaðu mig. Þetta var ekki í fyrsta skipli, sem hann lét mig raka sig en þennan dag, eftir að hann hafði kom- ið í veg fyrir, að ég færi á ströndina, fannst mér það enn leiðinlegra en venju- lega. Án þess að segja orð. þreif ég hand- klæði og tróð þvi undir hökuna á honum á mjög ruddalegan hátt. Allir aðrir hefðu skilið mig, en ekki hann. Hann hallaði sér hégómlega áfram til þess að skoða sjálfan sig i speglinum, athugaði á sér hökuna og þreifaði á kinnunum. Viljugur rétti Paolino mér viðarsápu- skálina. ég myndaði sápufroðu, sveiflaði burstanum hring eftir hring. eins og ég væri að hræra egg, og sápaði andlitið á Raimondo alveg upp að augum. Ég hamaðist eins og óður með burstann og hafði á engri stundu myndað risastóra sápubolta á kinnunum á honum. Siðan þreif ég hnifinn og byrjaði að raka hann með stórum, kraflmiklum sveiflum, uppávið. eins og mig langaði til að skera hann á háls. Hann hræddisl þetta og sagði: ..Rólega nú, hvað er komið yfir þig?" Ég svaraði engu. en hallaði höfði hans afturábak og strak löðrið með einu hnifsbragði neðst frá hálsinum á honum og upp að Péturssporinu. Ekki kom orð framyfir hans varir. en ég veil, að það sauð i honum. Ég rakaði hann á móti skeggvextinum, notað nú þá aðferðina. Siðan hallaði hann sér yfir vaskafatið og skolaði á sér andlitið. Þegar ég þurrkaði honurn, klappaði ég honum nokkrum sinnum due'ega i framan og ef ég hefði mátt ráða. hefði ég látið hann hafa nokkur veþjitilátin alvöruhögg. og loks úðaði eg hann rækilega með talkúmi, samkvæmt beiðni hans sjálfs. Ég hélt nú, að ég væri laus við hann, en hann hallaði sér enn á ný aflurábak i stólnum og sagði: „Og nú er það klipping.” Ég mótmælti: „En ég klippti þig i fyrradag.” Hann svaraði rólega: „Já, satt er það.... en nú áttu að snyrta það. Hárið er farið að vaxa aftur.” Enn einu sinni varð ég að kingja gremjunni, og eftir að ég hafði hrisl handklæðið, festi ég það aftur undir hökunni á honum. Maður verður að viðurkenna, að Raimondo hefur stórkostlegt hár, þykkt. svart og glansandi. Það vex langt niður á ennið og er greitt i löngum lokkum aftur og niður á hálsinn. En þennan dag fann ég til andstyggðar á þessu glæsilega hári hans, þar sem mér fannst búa öll hans leti. sjálfsþótti og lubbaháltur. „Farðu nú varlega” sagði hann, „bara snyrta, ekki stytta." og ég svaraði milli samanbitinna tannanna: „Hafðu engar áhyggjur. Á meðan ég klippti burtu næstum ósýnilega enda af hárinu á honum, hugsaði ég um Ostia og fann til sterkrar löngunar til að klippa góða skellu upp i þetta glansandi þykka hár með skærunum minum. En ég gerði það ekki vegna systur minnar. Hann hafði nú aftur tekið upp blaðið og naut skæra- skellanna hjá mér eins og kanarifugla- söngs. Hann gaut augunum snöggvast i spegilinn og sagði: „Veistu, að þú hefur fyrirtaks rakarahendur?” Og mig langaði til að svara: „Og þú ert ágætur við að notfæra þér konur á svívirðilegan hált.” Jæja, ég lauk svo við að snyrta hárið á honum, siðan tók ég handspegilinn og héh honum við hnakka hans, svo að hann gæti séð, hvað ég hafði gert, og spurði ismeygilegum rómi: „Og svo, hvort er það þvottur eða svolítið notalegt nudd?” Ég var að grinast, en hann sagði grafalvarlegur: „Nudd.” í þetta sinn gat ég ekki gert að því að hrópa upp yfir mig: „En. Raimondo, við eigum ekki til nema sex flöskur alls, og þú ætlar að fara að eyða einni á sjálfan þig.” Hann yppti öxlum. „Hugsaðu um sjálfan þig... þetta eru ekki þínir peningar, er það?” Mig langaði til að segja við hann: „Ég á meira i þeim en þú,” en ég sagði ekkert, aftur vegna systur minnar, sem elskaði þennan mann út af lífinu. Og ég hlýddi. Óskammfeilinn heimtaði Raimondo að velja sjálfur, hvaða ilm hann notaði. Hann valdi fjóluilm. Siðan sagði liann ntér fyrir um. hvernig ég átti að nudda og núa hársvörðinn rækilega með fingurgómunum. byrja neðst og halda áfrant upp á við. Meðan ég nuddaði hann, hafði ég augun á dyrunum, ef viðskiptavinur kæmi inn og truflaði þessi skripalæti. En enginn kont fremur en venjulega. Eftir nuddið lét hann mig setja fínt brilljantin i hárið á sér. bestu tegund úr litilli franskri krús. L.oks tók hann af mér greiðuna og greiddi sér sjálfur með slikri vandvirkni. að ég reyni ekki að lýsa henni. „Nú liður mér vel.” sagðihannogstóð uppúrstólnum. Ég leit á klukkuna, hún var að verða eitt. Ég sagði við hann: „Raimondo ... nú hef ég rakað þig, klippt þig og látið þig hafa nudd, leyfðu mér nú að fara niður að sjó, það er enn timi til þess." En allt, sem hann sagði, um leið og hann tók af sér svuntuna. var: „Ég er að fara heim í hádegismat núna, ef þú ferð lika. hver á þá að sjá um stofuna? Ég er búinn að segja þér, að þú getur farið á Ostia á mánudaginn.” Hann fór í jakkann. kinkaði til min kolli og fór og Paolino á eftir honum, en hann átti að færa mér hádegismatinn að heiman. Þegar ég var orðinn einn eftir, langaði mig mest til að brjóla stólana, mölva speglana og henda burstunum og hnífunum út á götu. En ennþá hugsaði ég um það, að i rauninni voru þetta eignir systur minnar og þessvegna minar lika og stillti mig og lagðist afturábak í annan stólinn og beið. Það var alls enginn á götunni núna. Sólskinið á götuhellunum var blindandi. Það eina, sem ég sá inni á stofunni, var ég sjálfur, fýlusvipurinn á mér endurkastaðist úr öllum speglunum. Allt snerist i hring-i höfðinu á mér. sumpart vegna sipegl- anna og sumpart af hungri. Til allrar namingju kom nú Paolino til baka með disk bundinn innan i servíettu. Ég sagði, að hann skyldi fara heim til sin og fór inn í herbergi bak við stofuna, litla skonsu, sent fyrir var dregið hálf- gagnsætt tjald, til þess að borða i friði. Á þessari stundu myndi Raimondo vera heima að finna að öllu góðgætinu, sem systir min hefði útbúið handa honum. En þegar ég fletti sundur servíetlunni, fann ég ekki annað en hálfkalt spaghettí, brauðsnúð og lilla vínflösku. Ég át hægt, aðallega til þess að fá timann til að liða. Og allan timann meðan ég át, var ég að hugsa um. að Raimondo baðaði i rósum og það væri hreinasta skömm að þvi, að systir min hefði tekið saman við hann. Ég hafði nýlokið við að borða. þegar rödd fékk mig til að stökkva á fætur. „Máég komainn?” Ég flýtti mér út úr skonsunni minni. Þetta var Santina, dóttir dyravarðarins i byggingunni hinum megin götunnar. Hún var litil og dökkhærð, en vel vaxin. andlitið litið og laglegt, en fremur breiðleit. augun dökk og glettin. Hún leit oft inn á stofuna undir einu eða öðru yfirskini, og í sakleysi mínu hélt ég, að það væri min vegna, sem hún kom. Mér var mikil ánægja að komu hennar í þetta sinn. Ég sagði henni að vera eins og heinta hjá sér, og hún settist í annan rakarstólinn. Hún var svo stutt, að fæturnir á henni náðu ekki niður á gólf. Við tókum tal santan, og til þess að segja eilthvað. hafði ég orð á því. að þetta væri indæll dagur til þess að fara á ströndina. Hún andvarpaði og sagði. að það þætti sér dásamlegt. en þvi miður yrði hún að hengja þvotlinn til jxrris upp á þak seinnipartinn..." Viltu. að ég komi og hjálpi þér?" stakk ég upp á. „Komir upp á þak með mér?" sagði hún. „Ja. ég væri nú alveg snar, ef ég léli þig gera það ... Mamma kæmi fljótlega á eftir mér, ef ég gerði það." Hún leit í kringum sig og reyndi að finna eitthvað til að lala um og sagði loksins: „Það eru ekki margir viðskiptavinir hjá þér. er það?" „Margir?" sagi ég, „alls engir." „Þú ættir að opna hárgreiðslustofu fyrir döntur,” sagði hún. þá myndi ég og vinkonur minar koma til þin í per- manent." Til þess að koma mér i mjúkinn hjá henni sagði ég: „Ég get ekki látið i þig permanent. en ég á ilm-„spray. Hún svaraði strax ástleitin: „Er það satt? Og hvaða ilm?" "Mjög góðan ilm," sagði ég. Ég náði nú i flöskuna nteð sprautunni og byrjaði að sprauta á hana. hér og þar og alls staðar að gattini mínu, en hún æpli upp yfir sig og sagði. að sig sviði i augun og rétti upp hend- urnar til að verja sig. Á þvi andartaki birtist Raintondo. „Fint er. þú skemmtir þér ágætlega," sagði hann, án þess að líta á okkur. Santina var staðin á fætur og farin að afsaka sig. Ég setti flöskuna aftur á hilluna. Raimondo sagði: „Þú veisi, að ég vil ekki, að kvenfólk komi á stofuna... Og „sprayið” er fyrir viðskiptavinina." Santina mótmælti tilgerðarlega: „Signor Raimondo, ég gerði ekkert af mér,” og síðan fór hún, án þess þó að flýla sér. Ég tók eftir þvi, að Raimondo horfði lengi á eftir henni, og mér féll það ekki, vegna þess að ég sá, að Santina hafði áhrif á hann, og hvernig hún maldaði í móinn. kom mér skyndilega til að álíta. að hann hefði lika áhrif á hana. Égsagði ólundar- lega: „Það var allt I lagi með fjóluilms- nuddið fyrir þig ... en svolítil ilmgusa handa þessari stúlku. sem var svo góð að halda mér félagsskap ... nei, það er ekki leyft ... Hvaða vit er nú í þessu?” Raimondo sagði ekkert. en fór inn i bakherbergið og úr jakkanum. Og svo hófst siðdegið. Tvær stundir liðu i hita og þögn. Fyrst svaf Raimondo næstum klukkustund, hallaði höfðinu afturábak, rauðblár í framan og hraut eins og grís nteð opinn ntunninn. Síðan vaknaði hann. greip skæri og skemnni sér röskan hálflima við að snyrta hárin i nösum sinum og eyrunt. Loks vissi hann ekkert, hvað hann átli af sér að gera og bauðst til að raka mig. En sé eitthvað. sem mér fellur verr en að raka hann. þá er það. að hann raki ntig. Mér fannst allt með felldu. á nieðan cg. aðstoðarmaðurinn. rakaði hann, en að hann. yfirmaðurinn. rakaði mig. fannsl mér bera vott um það, að báðir værum við algjörlega einskis nýtir og ekki svo mikið sem hundur vildi nýta þjónustu okkar. Samt var það nú svo, að ég þáði boð hans. þar sem mér hundletddist að liafa ekkert fyrir stafni. Hann var þegar búinn með annan vangann og ætlaði að fara að byrja á hinum. þegar rödd Santinu heyrðist aftur utan af gotunni: „Má cg konta inn?" Báðir litum við við. ég með hálft andlitið hulið sápu. Raimondo með rakhnifinn á lofti. Og þarna sttSð hún. brosandi og ögrandi, tneð annan fótinn á þröskuidinum. og karfa. I'ull at' undnum þvotti, hvildi á annarri mjöðminni. „Afsakið mig." sagði hún, „en þar sent ég vissi, aðengir viðskiptavinir væru hjá ykkur á þessum tinta dags. var ég að hugsa um. hvort verið gæti. að signor Raimondo. sern er svo sterkur. vildi hjálpa mér við að bera þessa þvottakörfu upp á þakið? ... Ó, afsakið mig." — Ef þið hefðuð séð Raimondo! Hann lagði frá sér rakhnifinn og sagði við ntig: „Serafino, þú verður sjálfur að Ijúka við að raka þig." reif af sér svuntuna og þaut í hurtu eins og byssubrenndur nteð Santinu. Áður en ég gat áltað ntig. voru þau horfin inn um innganginn á byggingunni á ntóti, hlæjandi og masandi. Siðan lauk ég rólega við að raka mig. Ég vissi. að ég hafði nógan tínta. Ég þvoði ntér í framan og þurrkaði ntér og sagði siðan við Paolino: „Farðu heint og scgðu Giuseppinu. systur minni. að koma hingað undireins ... Svona. farðu nú, hlauptu.” Giuscppina kom fljótlega. hálfmeð- vitundarlaus af hræðslu. Þegar ég sá hana. svona skakka og Ijóta. vesalinginn. með valbrána á kinninni, ástæðuna fyrir þvi. að þessi stofa hafði verið sett á laggirnar fyrir Itennar peninga, kenndi ég næstum i brjósti unt hana og flaug i hug að segja henni ekki neilt. En nú var þaðof scinl. og auk þess langaði ntig til að hefna min á Raintondo. Ég sagði þvi við hana: „Vertu ekki hrædd, það hefur ekkcrt slys viljað til. Það cr bara það, að Raimondo er farinn upp á þak til að Itjálpa dyravarðardótturinni hérna á nióti við að hengja upp þvoltinn.” — „Guð hjálpi mér.” sagði hún „nú verður vesen.” Og hún gekk rakleitt inn unt breiðan innganginn hinum ntegin götunnar. Ég tók af mér svuntuna, snteygði mér i jakkann og dró niður rúllutjaldið. En áður en ég fór, hengdi ég upp prentað spjald. setn hann hafði fengið Irá hinni rakarstofunni ásantt vaskafötununt. Á þvi stóð: L.OKAD VEGNA SORGARATBURDAR í FJÖLSKYLDUNNl. Anna Maria Þórisdóttir þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.