Vikan


Vikan - 25.05.1978, Side 14

Vikan - 25.05.1978, Side 14
Viðtal við Egil Egilsson rithöfund r „Eg er auð\ — Eftir stúdentspróf í M.A. ferðu beint til Hafnar í háskóla. Hvers vegna varð eðlisfræðin fyrir valinu? — Ég hef aldrei hneigst til sérhæfingar í nokkurri grein og var miklum vafa um, hvað ég ætti að læra. Ég byrjaði í líffræði, en hætti við hana eftir ár af leiðindum. Svo valdi ég eðlisfræðina og líkaði betur. Ég held fram, að það séu ekki alveg óskyldir hlutir, sem urðu til að ég valdi eðlisfræðina og að ég fór að fást við skáldskap seinna. Það sem freistaði við eðlisfræðina, var heimspekilega hliðin á henni. Kannski mótar hún heimspekina meira en nokkur önnur grein. — Þú dvelur svo í Kaupmannahöfn í mörg ár. Já, ég er þar meira og minna í 13 vetur. í miðju eðlisfræðináminu fer ég heim einn vetur og kenni í M.A., en fer svo utan aftur og tek seinni hluta námsins, sem ég lýk 1971. Eftir það var ég ýmist við kennslu eða rannsóknastörf þar ytra til ársins 1976. Skeið forheimskunnar — Hvernig datt þér í hug að skrifa bókina, Karlmenn tveggja tíma? — Þar liggur margt að baki. Ég var búinn að hafa efnið á bak við eyrað mjög lengi, og mér fannst alltaf, að það kæmi að því, að ég skrifaði um þetta. Ég veit samt ekki alveg, hvað varð til þess, að ég byrjaði og náði einhverju niður á blað, sem mér fannst sjálfum nógu gott, svo það æsti mig í að halda áfram. Það er kannski svolítið tilviljunarkennt, að ég skuli hafa byrjað einmitt á þessum tíma. Ég ætlaði mér alltaf að gera almennilega tilraun fyrr eða síðar, en svo gerist þarna viss hlutur, sem ræður sennilega úrslitum. Ég giftist konu, sem var í sálfræðinámi, og ég hugsa, að þau áhrif, sem ég varð fyrir af henni og hennar námsefni og af fólki, sem hún umgekkst, hafi beint áhuga mínum meira en áður að samfélagmálum og mannlegum vanda- málum almennt. — Varð bókin eins og þú ætlaðir að hafa hana í upphafi? — Ég veit það ekki. Hvað ætlar maður sér? Ég gerði mér kannski ekki skýrar hugmyndir um það í byrjun, hvernig hún ætti að verða, og hún breyttist ansi mikið á löngum tíma. Þó voru vissir hlutir, sem ekki breyttust. Ég ætlaði mér t.d. alltaf að setja upp aldarlýsingu frá tveimur mismunandi tímabilum, fyrir og eftir 1968. — Bókin er aðallega byggð á þinni eigin reynslu, ekki satt? — Jú! Það dylst engum. í byrjun sögunnar stendur eins á fyrir aðalpersón- unni, Inga, og mér á fyrstu Hafnarárunum. Síðan leik ég mér að því að láta hann renna á enda það skeið forheimskunar, sem ég byrjaði á, en snéri við á vegna áhrifa, sem ég minntist á áðan. Kannski væri réttast að nefna uppreisn unga fólksins 1968 í því sambandi. Hins vegar sver ég af mér, eins og flestir aðrir höfundar, að nokkuð sé beinlínis sannsögulegt — nema hálf síða, sem ég segi ekki, hvar stendur. 14VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.