Vikan


Vikan - 25.05.1978, Side 20

Vikan - 25.05.1978, Side 20
hún hafði átt, annaðhvort fyrir hjóna- bandið eða eftir það. Hann gat ekki gert sér það í hugarlund, að hún skvetti sér upp. Ef til vill segði hún honum það á föstudaginn. Þegar hann sæi hana í síðasta sinn. Síðdegið leið hratt. Judd tók á móti þeim sjúklingum, sem hann hafði ekki getað sent afboð. Þegar sá siðasti var farinn, náði hann i segulbandið með síðasta tímaHarrisonsBurke og lék það og skrifaði hjá sér ýmsar athugasemdir, á meðan hann hlustaði. Þegar þvi var lokið, slökkti hann á segulbandinu. Hann hafði ekki um neitt að velja. Hann varð að hringja i vinnu- veitanda Burkes næsta morgun og segja honum frá ástandi Burke. Honum varð litið út um gluggann, og það kom honum á óvart að það skyldi vera komið kvöld. Klukkan var næstum átta. Þegar hann hætti að einbeita sér að vinnunni, fann hann skyndilega, að hann var þreytturog stirður. Hann verkjaði í rifin og hafði mikinn æðaslátt í handleggnum. Hann ætlaði heim og liggja lengi í heitu baði. Hann kom öllum segulböndum á sinn stað, nema bandi Burkes, sem hann læsti niður i skúffu á hliðarborði. Hann ætlaði að afhenda það geðlækninum, sem rétturinn skipaði. Hann fór i frakkann sinn og var á leiðinni út, þegar siminn hringdi. Hann gekk að simanum, ogansaði: „Dr. Stevens.” Hann fékk ekkert svar. Hann heyrði andardrátt. þungan og með nefhljóði. „Halló?” Það var ekki svarað. Judd lagði á. Hann stóð þarna andartak, þungur á brún. Vitlaust númer, hugsaði hann. Hann slökkti skrifstofuljósin og gekk i átt að lyftunni. Allir aðrir voru löngu farnir. Það var enn of snemmt fyrir starfsfólkið, sem gerði hreint á nóttinni og að Bigelow varðmanni undanskildum varenginn i húsinu. Judd gekk að lyftunni og ýtti á hnappinn. Merkiörin hreyfðist ekki. Hann ýtti aftur á hnappinn. Ekkert gerðist. Og þá slokknuðu öll ljós á ganginunt. SJÖUNDI KAFLI Judd stóð fyrir framan lyftuna, og myrkurbylgjan skall á honum eins og likamiegt afl. Hann fann hjartslátt sinn hægjast og siðan verða örari. Skyndi- legur, frumstæður ótti fór um líkama hans, og hann stakk hendinni í vasann eftir eldspýtum. Hann hafði skilið þær eftir á skrifstofunni. Ef til vill voru ljósin i lagi á neðri hæðunum. Hann hreyfði sig hægt og varfærnislega og þreifaði sig áfram að dyrunum, sem lágu að stiga- ganginum. Hann ýtti þeim opnum. Stiginn var í niðamyrkri. Hann hélt sér fast i handriðið og lagði af stað niður í sortann. Neðst í fjarska sá hann flöktandi skinið frá vasaljósi hreyfast upp stigann. Hann fann til skyndilegs léttis. Þetta var Bigelow, varðmaðurinn. „Bigelow!” æpti hann. „Bigelow! Þetta er dr. Stevens!” Rödd hans skall á steinveggjunum og bergmálaði ankannalega i stigaganginum. Sá. sem bar vasaljósið, hélt áfram upp, þögull og án hiks. „Hver er þar?” spurði Judd. Eina svarið var bergmálið af orðum hans. Og skyndilega vissi Judd, hverjir þetta voru. Morðingjar hans. Þeir hlutu að vera að minnsta kosti tveir. Annar hafði rofið strauminn i kjallaranum, en hinn hafði beðið við tröppurnar, svo hann slyppiekki. Bjarminn frá vasaljósinu nálgaðist. Hann var aðeins tveimur eða þremur hæðum neðar og hélt stöðugt upp á við. Judd varð ískalt af skelfingu. Hjarta hans barðist eins og bulla i vél, og hann var óstyrkur í hnjáliðunum. Hann snéri ANDLIT ÁN GRÍMU sér snöggt við og fór aftur upp stigann á sina hæð. Hann opnaði og stóð kyrr og hlustaði. Hvað nú, ef einhver biði hans þarna á dimmum ganginum? Fótatakið, sem færðist upp stigann. varð háværara. Judd var þurr í munn- inum, þegar hann snéri sér við og þreifaði sig áfram eftir dimmum ganginum. Hann hóf að telja skrifstofu- dyrnar, þegar hann kom að skrifstofu sinni. Lyklarnir runnu úr óstyrkum höndum hans og féllu á gólfið. Hann þreifaði eftir þeim, viti sínu fjær af skelfingu, og fann þá. Hann lauk upp dyrunum að móttökuherberginu sínu og fór inn og tvilæsti á eftir sér. Nú gat enginn opnað, nema hafa sérstakan lykil. Hann heyrði fótatakið nálgast á ytri ganginum. Hann fór inn í einka- skrifstofu sína og reyndi að kveikja Ijósin. Ekkert gerðist. Það var enginn straumur i húsinu. Hann læsti innri dyrunum og fór siðan að simanum. Hann þreifaði eftir skifunni og hringdi i miðstöð. Það hringdi þrisvar sinnum of lengi, — en siðan heyrði hann rödd, sem var einu tengsl Judds við umheiminn. Hann talaði lágt. „Miðstöð. þetta er neyðartilfelli. Þetta er dr. Judd Stevens. Ég þarf að tala við Frank Angeli, rannsóknarlögreglumann i nítjánda hverfi. Flýtið yður!" „Þakka yður fyrir. Hvert er númerið yðar?” Judd sagði henni það. „Andartak.” Hann heyrði, að einhver var að reyna að opna dymar að ganginum frá einka- skrifstofu hans. Þeir komust ekki þar inn, þvi þar var enginn húnn að utan- verðu. „Flýtið yður, miðstöð!” „Andartak," svaraði kuldaleg og róleg röddin. Það var suð á línunni, og síðan svar- aði lögreglumaðurinn við skiptiborð lög- reglunnar. Nitjánda deild .” Hjartað hoppaði í brjósti Judds. „Angeli rannsóknarlögreglumann,” sagði hann. „Þaðeráriðandi! „Angeli. . . Andartak." Það var eitthvað að gerast frammi á ganginum. Hann heyrði einhverja tala saman lágum rómi. Það var einhver kominn til mannsins með vasaljósið. Um hvað voru þeir að tala? Hann heyrði kunnuglega rödd i sim- anum. „Angeli rannsóknarlögreglumað- ur er ekki staddur hér. Þetta er sam- starfsmaður hans, McGreavy yfirlög- regluþjónn. Get ég —'.' „Þetta er Judd Stevens. Ég er á skrif- stofunni minni. Það eru öll Ijós farin, og það er einhver að reyna að brjótast inn ogdrepamig!” Það varð þung þögn hinum megin á linunni. „Sjáðu nú til, læknir,” sagði McGreavy. „Hvers vegna kemurðu ekki hingað og talar um þetta við — ” „Ég kemst ekki til ykkar,” sagði Judd háróma. „Það er einhver að reyna að drepa mig!” Aftur varð þögn. McGreavy trúði honum ekki og ætlaði ekki að hjálpa honum. Judd heyrði dyr opnast frammi, og siðan raddir í móttökuherberginu. Þeir voru komnir inn i móttökuherberg- ið ! Þangað gátu þeir ekki komist nema hafa lykil. En hann heyrði i þeim, og þeir stefndu að dyrunum á einkaskrif- stofu hans. McGreavy sagði eitthvað í símann. en Judd skeytti þvi engu. Það var orðið of seint. Hann lagði símtólið á. Það hefði ekki einu sinni skipt máli, þó McGreavy hefði samþykkt að koma. Morðingjarnir voru á staðnum! Lífiö er aðeins örþunn ur þráöur og það þarf ekki nema sek- úndubrot aö rjúfa hann. Óttinn, sem hann var haldinn, snerist í blinda reiði. Hann neitaði að láta slátra sér eins og Carol og Hanson hafði verið slátrað. Hann ætlaði að verjast. Hann þreifaði í kringum sig í myrkrinu eftir einhverju vopni. Öskubakki ... bréfahnifur ... gagnslaust. Morðingjarnir myndu hafa byssur. Þetta var eins og martröð úr sögu eftir Kafka. Andlitslausir böðlar dæmdu hann fyrir ekki neitt. Hann heyrði þá koma að innri dyrun- um og vissi, að nú átti hann aðeins eftir eina eða tvær mínútur ólifaðar. Hann kannaði síðustu hugsanir sínar með ein- kennilega fjarrænni ró, rétt eins ojjþiann væri einn af sjúklingum sfnum. Hann hugsaði um Anne og fann til kveljandi saknaðartilfinningar. Hann hugsaði um sjúklinga sina og um það, hversu mjög þeir þyrftu á honum að halda. Harrison Burke. Hann mundi skyndilega, að hann hafði enn ekki sagt vinnuveitanda Burke, að það þyrfti að leggja hann inn. Hann varð að setja segulbandið þar sem það ... Hjarta hans tók kipp. Ef til vill hajöi hann vopn til að berjast með! Hann heyrði hurðarhúninum snúið. Dyrnar voru læstar, en lásinn var ekki traustur. Þeir ættu létt með að brjóta hann. Hann þreifaði sig i skyndingu að borðinu, þar sem hann hafði læst niður band Burkes. Hann heyrði iskur, þegar ýtt var á dyrnar að móttökuherberginu. Siðan heyrði hann einhvern fálma við lásinn. Hvers vegna brjóta þeir ekki bara niður dyrnar? hugsaði hann. Einhvers staðar i innstu fylgsnum hugans fannst honum þetta mikilvægt atriði, en hann hafði engan tima til að hugsa nánar um það. Hann opnaði skúffuna með titrandi fingrum og náði i bandið. Hann reif það úr pappaöskjunum, fór siðan að segul- bandstækinu og hóf að þræða spóluna i. Þetta var veik von, en sú eina. sem hann átti. Hann stóð þarna og einbeitti sér og reyndi að muna nákvæmlega,hvað þeir Burke hefðu sagt. Þrýstingurinn á dyrn- ar jókst. J udd sendi frá sér stutta og þög- 20VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.