Vikan


Vikan - 25.05.1978, Síða 46

Vikan - 25.05.1978, Síða 46
STJÖRNUSPA llniiurinn 2l.mars 20.ni'iril Það er ekki of seint að skipta um skoðun í áriðandi máli, til að forðast misskilning, leiðindi og deilur. Vinur þinn á eftir að angra þig mjög. Vertu heima á mánudagskvöld. kr.'hhinii 22. jimi 2J. júli Kunningi þinn reynir að notfæra sér góðsemi þína, og er reiði þín réttlætanleg. Láttu ekki traðka á tilfinningum þínum og sýndu óhikað, hvað I þér býr. Heilla- litur er grænn. Ráðagerð varðandi betr- umbætur á heimili þínu fær góðar undirtektir, og þú færð góða hjálp við að framkvæma hlutina. Vinur þinn krefst mikils af þér, en reyndu að uppfylla óskir hans. Þú þarft að framkvæma ákveðið, áríðandi verk- efni, og kemur fyrri reynsla þin þér að góðum notum í þeim málefnum. Þú munt uppskera ríkulega laun erfiðis þins. N.iuliú 2l.;ipríl 2l.m;ii Þú verður að leggja hart að þér og gefa í engu eftir, ef þú vilt ná góðum árangri. Kvöldunum ættirðu að eyða sem mest heima við og reyna að taka þvi rólega. Heillatala er 7. I.joniú 24. júlí 24. ijíú‘l Eitthvað, sem þú hefur ráðgert, fer út um þúfur og veldur þér miklum leiðindum. Þú kynnist nýju fólki i þessari viku, og munu þau kynni eiga eftir að leiða margt skemmtilegt af sér. Þú verður að reyna að temja þér meira hóf i peningaeyðslunni. Allt bendir til, að þú verðir fyrir óvenju miklum útgjöldum i þessari viku. Láttu ekki bera mikið á þér i samkvæmi. \alnshcrinn 2l. jan. lú.fchr. Varastu að láta stjórn- astaf tilfinningun- um, og haltu athyglis- gáfu þinni vel vakandi. Vikan verðurskemmti- leg og viðburðarrík, og þú nýtur þin vel i góðra vina hópi. T\ihurarnir 22. mai 21. júní Komdu hugntyndum þinum á framfæri sem fyrst, áður en einhver annar verður til að nætfæra sér það. sem bú hefur ráðgert. Breyting á áætlun veldur þér miklum erfiðleikum. \lc> jan 2l.:ii<úsl 2.\.scpi Þú lendir i alvarlegri rimmu við einn besta vin þinn, og fær það mikið á þig, Mundu þó, að á meðan þú hefur rétt fyrir þér, er alltaf hægt að laga málin, og vertu réttlátur. Kotímaúiirinn 24.nó\. 21.dcs. Tilraun þin til að vera fyndinn og skemmti- legur misheppnast, og þú særir einhvern með orðum þinum og athöfnunt. Komdu i veg fyrir allan misskilning með því að skýra tilgang þinn. Fiskarnir 20. fchr. 20. m-irs Það vill til, að þú ert vel fyrirkallaður i þessari viku. svo ekkert kemur þér úr jafnvægi. Margt einkennilegt mun henda þig, en þó ekkert veru- lega slæmt. Heillalitur er blágrænn. Og svo hafði Primer fulltrúi tekið koníaksflöskuna og hann og læknir- inn grandskoðað hana, og síðan hafði Primer spurt Gwendu, hvenær þau hefðu síðast fengið sér koníak úrþessari flösku. Gwenda sagði, að það væri senni- lega nokkuð langt um liðið. Þau hefðu verið i burtu — þau hefðu far- ið norður í land og síðast þegar þau fengu ser eitthvað, þá hefði það ver- ið gin. ,,En ég var næstum því búin að fá mér koníak í gær,” sagði Gwenda. „En koníak minnir mig bara alltaf á sjóveiki, svo Giles opn- aði nýja viskíflösku.” „Þar varstu heppin, frú Reed. Ef þú hefðir drukkið koniakið I gær, þá stórefa ég, að þú værir á lífi í dag." „Giles ætlaði að fá sér koníak — en hætti svo við, og fékk sér viskí, eins og ég.” Það fór hrollur um Gwendu. Lögreglan var farin og Giles hafði farið á eftir þeim, um leið og hann í mestu fljótheitum hafði gleypt í sig hádegisverðinn, sem var bara dósa- matur Iþví frú Cocker hafði verið flutt á spítala). Jafnvel núna, þegar hún var orðin ein, þá gat Gwenda varla trúað öllu því, sem gerst hafði um morguninn. En einu var ekki hægt að líta fram hjá: Jackie Afflick og Walter Fane höfðu báðir verið hér í gær. Þeir gátu báðir hafa sett eitthvað í kon- íakið, og hver gat tilgangurinn verið með þessum simhringingum, nema að skapa tækifæri til þess að setja eitur í koníakið? Gwenda og Giles höfðu verið komin of nálægt sann- leikanum. Eða hafði einhver þriðji aðili komið inn að utan, kannski inn um borðstofugluggann, meðan hún og Giles höfðu setið heima hjá Kennedy og beðið eftir Lily Kimble? Einhver þriðji aðili, sem notaði sím- tölin til þess að grunur félli á hina tvo? En Gwenda sá ekkert vit í því. Ef það hefði verið einhver þriðji aðili, þá hefði hann áreiðanlega ekki hringt nema I annan þessara manna. Hann hefði viljað að grunur félli á einhvern einn en ekki tvo. Og hver gæti líka þriðji aðilinn verið? Það var öruggt, að Erskine hafði verið I Northumberland. Nei, Walter Fane hlaut að hafa hringt í Afflick og látið sem hringt hefði verið í hann sjálfan. Eða öfugt. Það var annar hvor þeirra, og lögreglan ætti hægara með að komast að hvor þeirra það var. A meðan væri fylgst með ferð- um þeirra beggja. Þeir gætu ekki — ekki reynt neitt slíkt aftur. Það fór aftur hrollur um Gwendu Það var dálitið erfitt, svo ekki sé meira sagt, að átta sig á því, að það hafði ein- hver reynt að drepa hana. „Hættu- legt," hafði ungfrú Marple sagt I upphafi. En hún og Giles höfðu ekki tekið það alvarlega. Jafnvel eftir að Lily Kimble hafði verið drepin hafði ekki hvarflað að henni, að einhver myndi reyna að drepa hana eða Giles. Bara af því, að hún og Giles voru að leiða fram í dagsljósið, það sem gerst hafði fyrir átján árum síð- an. Þau voru að reyna að komast að því, hvað hafði átt sér stað — og hverjum það væri að kenna. Walter Fane og Jackie AffUck ? Hvorþeirra? Gwenda lokaði augunum og reyndi að sjá þá fyrir sér, núna eftir að máhð var orðið skýrara. Hinn rósami Walter Fane, inni á skrifstofunni sinni — köngulóin föla í miðjum vefnum. Svo rólegur og friðsamur í útUti. Hús með byrgða glugga. Einhver dáinn í húsinu. Ein- hver, sem hafði dáið fyrir átján ár- um — en var samt þarna enn. En hvað henni fannst Walter Fane núna vera geigvænlegur! Walter Fane, sem einu sinni hafði ætlað að drepa bróður sinn. Walter Fane, sem Hel- en hafði neitað að giftast, einu sinni hér l.eima, og einu sinni I Indlandi. Tvöfalt hrvggbrot. Tvöföld niður- læging. Walter Fane, sem var svo rólegur og litið tUfinninganæmur, — kannski gat hann ekki tjáð sig, nerna með morðum og ofbeldi — þannig hafði kannski hin rólega Lizzie Borden líka verið . . . Gwenda opnaði augun. Var hún ekki búin að sannfæra sjálfa sig um, að Walter Fane væri rétti maður- inn? Það væri kannski hægt að gera eins með Afflick. Með augu hans op- in, en ekki lokuð. Koflóttu fotin hans og áberandi framkoma voru alger andstæða við Walter Fane — það var hvorki hægt að segja að hann væri bældur eða ró- lyndur. En kannski stafaði þessi framkoma hans af minnimáttar- kennd. Sálfræðingar segja, að sUkt lýsi sér oft þannig. Fólk, sem er ekki oruggt með sjálft sig hefur sig oft mest í frammi. Hann fékk ekki Hel- en, af þvi hann þótti ekki nógu góð- ur fyrir hana. Gevmt en ekki gleymt. Akveðinn í að komast áfram í heiminum. Ofsóttur. Allir á móti honum. Rekinn úr vinnu, vegna þess að einhver „óvinur” hans beitti hahn svikráðum. Það sýndi best, að Afflick var ekki alveg eins og geng- ur og gerist. SUkum manni fvndist han eflaust öðlast mikið vald, ef hann dræpi einhvern. Góðlegt og glaðlegt andUt hans var í rauninni grimmdarlegt. Hann var grimmur maður — föla, giannvaxna konan hans vissi það og hún hræddist hann. Liiy Kimble hafði ógnað hon- um og Lily Kimble hafði dáið. Gwenda og Giles trufluðu hann — þess vegna urðu Gwenda og Giles líka að devja, og hann ætlaði að láta grun falla á Walter Fane, þvi hann hafði rekið hann úr starfi einu sinni. 46VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.