Vikan


Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 47

Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 47
MORÐ ÚR GLEYMSKU GRAFIÐ Þetta kom allt heim ok saman. Gwenda reyndi að hrista af sér þessar ímyndanir og vakna til veru- leikans. Giles kæmi fljótlega og hann myndi langa í te. Hún varð að standa á fætur og fara að vaska upp. Hún náði í bakka og bar af borð- inu fram í eldhús. Allt var tandur- hreint í eldhúsinu. Frú Cocker var svo sannarlega frábær. Við hliðina á vaskinum lágu gúmmíhanskar af sömu gerð og læknar nota. Frú Cocker notaði þá alltaf við uppþvottinn. Frænka hennar, sem vann á spítala, fékk þá á niðursettu verði. Gwenda fór i hanskana og fór að þvo diskana. Það sakaði ekki, að halda höndunum sæmilegum. Hún þvoði diskana og setti þá í uppþvottagrindina og þvoði, þurrk- aði og gekk frá ollu hinu. Þungt hugsi gekk hún upp stig- ann. Hún gæti svo sem þvegið nokk- ur pör af sokkum og eina eða tvær peysur. Það var þá eins gott að vera áfram í hönskunum. Þetta var efst í huga hennar, en innst inni var eitthvað annað að brjótast um og angra hana. Walter Fane eða Jackie Afflick, hafði hún sagt. Annar hvor þeirra. Og hún var búin að upphugsa nægar sannanir gegn þeim báðum. Það var kannski einmitt það, sem olli henni mestum áhyggjum. Því það væri vissulega miklu betra ef aðeins væri hægt að finna sannanir gegn öðrum þeirra. Það ætti eiginlega að vera komið í ljós núna, hvor væri sá seki. En það var það ekki. Ef það væri bara einhver annar. 'En það gat ekki verið um neinn annan að ræða. Því það var búið að strika yfir Richard Erskine. Richard Erskine hafði verið í Northumber- land, þegar Lily Kimble var myrt og þegar hreyft var við koníakinu. Nei, Richard Erskine kom ekki til greina. Hún var fegin því, vegna þess að henni geðjaðist að Richard Erskine. Richard Erskine var aðlaðandi, mjög aðlaðandi. En hvað það var sorglegt fyrir hann að vera giftur þessari konu, sem hafði augu full grunsemda og djúpa bassarödd. Alveg eins og karlmannsrödd . . . Eins og karlmannsrödd . . . Um leið og hugmyndinni skaut upp i kollinum á henni, fann hún til undarlegs kvíða. Karlmannsrödd . . . Gæti það hafa verið frú Erskine, en ekki eiginmað- urinn, sem svaraði, þegar Giles hringdi í gærkvöldi? Nei — nei, áreiðanlega ekki. Nei, auðvitað ekki. Þau hefðu þekkt rödd hennar. Og auðvitað hefði frú Ersk- ine ekki getað vitað, hver var að hringja. Nei, auðvitað var þetta Erskine sjálfur og eins og hann hafði sagt, þá var konan hans ekki heima. Konan hans var ekki heima . . . Nei, það var ómögulegt . . . Gat það hafa verið frú Erskine? Frú Erskine, knúð af brjálaðri afbrýði- semi? Hafði Lily Kimble skrifað frú Erskine? Var það kona, sem Léonie hafði séð í garðinum, þegar hún leit út um gluggann? Allt í einu heyrðist einhver skellur niðri í holinu. Einhver hafði komið innumaðaldyrnar. Gwenda fór út úr baðherberginu og gekk fram á stigapallinn og horfði yfir handriðið. Hún var fegin að sjá, að þetta var Kennedy læknir. Hún kallaði niður til hans: „Eg er hérna." Hún hélt höndunum fyrir framan sig — blautum, glitrandi, undarlega grábleikum — þetta minnti hana á eitthvað. . . Kennedy leit upp og bar hönd fyr- ir augun. „Ert þetta þú, Gwennie? Ég sé ekki andlit þitt. . . ég fæ ofbirtu í augun — i' Og það var þá, sem Gwenda æpti. . Þegar hún leit á þessa sléttu apa- hramma og heyrði röddina í hol- i n u — . „Það varst þú," sagði hún og saup hveljur. „Þú drapst hana . . . drapst Helen . . . ég — ég veil það uúna. Það varst þú . . . þú . . . V Hann gekk upp stigann i átt til hennar. Hægt. Og hann horfði á hana allan tímann. „H vers vegna gastu ekki lát ið mig í friði?" sagði hann. „Til hvers þurft- ir þú að vera að skipta þér af þessu? Af hverju þurftirðu að vera að vekja — Hana — upp aftur? Einmitt þegar eg var að byrja að gleyma — gleyma. Þú vaktir hana upp aftur — Helen — Helen mína. Vaktir þetta allt upp aftur. Ég varð að drepa Lilv . . . og nú verð ég að drepa þig. Eins og ég drap Helen . . . Já, eins og ég drap Helen..." Hann nálgaðist hana óðfluga — hann rétti hendurnar í átt til hennar — hún vissi, að takmarkið var háls hennar. Þetta vingjarnlega andlit — þetta myndarlega, en venjulega and- lit — það var óbreytt, en augun — augun voru augu brjálaðs manns. . . Gwenda hörfaði hægt aftur á bak, háls hennar herptist saman, svo hún gat ekki æpt. Hún var búin að æpa einu sinni, og hún gat ekki æpt aft- Hver þekkir ekki þessu þekktu merki? BADEDAS UHU PRIMETTA Inniheldur engin Ef eitthvað þarf að Enginn má fara illa lútarsölt, og eyðir líma þá límir UHU með augun. því ekki varnar- allt. Kaupið því ávallt sýrum húðarinnar. góð gleraugu. Primetta sólgleraug- Kaupið ekki það un eru öll með Badedas næst besta þegar nafni Primetta. ★ í næsta bað þér getið fengið Vestur-þýsk ★ í næsta það besta. verksm. sem er vel hárþvott. þekkt firma. Umboðsmaður: H. A. TULINIUS HEILDVERSLUN N 21. TBL.VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.