Vikan


Vikan - 25.05.1978, Qupperneq 48

Vikan - 25.05.1978, Qupperneq 48
ur. Og þó svo, að hún gæti það, þá myndi enginn heyra til hennar. Því það var enginn í húsinu — ekki Giles, og ekki frú Cocker, og ungfrú Marple var ekki einu sinni í garðin- um. Og næsta hús var of langt í burtu til þess að til hennar heyrðist. Og hún gat heldur ekki æpt, því hún var of hrædd til að hljóða. Hrædd við þessar hryllilegu hendur . . . Hún gat farið aftur á bak inn um barnaherbergisdyrnar og svo — og svo — myndu þessar hendur grípa um háls hennar . . . En allt í einu nam Kennedy staðar og hörfaði undan, um leið og vatns- gusa lenti framan í honum. Hann saup hveljur og greip höndum fyrir andlitið. „Einkar heppilegt," sagði ungfrú Marple andstutt, því hún hafði hlaupið eins hratt og hún gat upp stigann bakdyramegin, — „að eg var einmitt að úða rósirnar þínar í garðinum.” 25. EFTIRMÁLI í TORQUAY. „En kæra Gwenda, auðvitað hefði mér aldrei dottið í hug að fara í burtu og skilja þig eina eftir í hús- inu," sagði ungfrú Marple. „Ég vissi að hættulegur maður gekk laus, og var því vel á verði í garðinum." „Vissirðu allan tímann, að — hann — var sá seki?" spurði Gwenda. Þau sátu öll þrjú, ungfrú Marple, Gwenda og Giles, á svölum Imper- ial-hótelsins í Torquay. „Breytið um umhverfi," hafði ungfrú Marple sagt, og Giles hafði samþvkkt, að það væri það besta fyrir Gwendu. Og þar sem Primer var á sama máh, höfðu þau ekið beint til Torquay. Sem svar við spurningu Gwendu, sagði ungfrú Marple, „Ja, það var ýmislegt, sem benti til þess, vina mín. En því miður voru ekki nægar sannanir fyrir hendi. Giles leit á hana fullur forvitni, og sagði, „Ég get nú ekki séð, hvað benti til þess." „En kæri Giles, reyndu að hugsa skýrt. I fyrsta lagi, þá var hann „á staðnum"." „Á staðnum?” „Já, vissulega. Þegar Kelvin Halhday kom til hans, þarna um nóttina, þá var hann nýkominn heim af spítalanum. Og það hafa ýmsir sagt okkur, að spítahnn hafi þá ver- ið næsta hús við Hillside, eða St. Catherine, eins og húsið hét þá. Svo þú sérð, að hann getur hafa verið á réttum stað á réttum tíma. Og svo voru fjölmargar aðrar smáar, en mikilvægar staðreyndir. Helen Hahiday sagði Richard Erskine, að hún hefði farið tU Indlands tU að giftast Walter Fane, vegna þess að hún var óhamingjusöm heima fyrir. Það er að segja, ekki hamingjusöm í sambúðinni við bróður sinn. En samt þótti bróður hennar mjög vænt um hana. Svo, hvað var þá að? Afflick sagði ykkur, að hann hefði „vorkennt vesalings stúlkunni". Og það er ég viss, að hann segir satt. Hann vorkenndi henni. Hvers vegna gat hún ekki hitt AffUck, nema á laun? Hún var ekkert yfir sig ást- fangin af honum. Var það vegna þess, að hún gat ekki haft eðUlegan samgang við neina un'ga menn? Bróðir hennar var „strangur" og „gamaldags”. Finnst ykkur þetta ekki minna svoUtið á herra Barett í Wimpole Street?” Það fór hroUur um Gwendu. „Hann var brjálaður,” sagði hún. „Brjálaður.” MORÐ ÚR GLEYMSKU GRAFIÐ „Já," sagði ungfrú Marple. „Hann var ekki fuUkomlega eðUlegur. Hann dáði hálfsystur sína, og þessi vænt- umþykja lýsti sér með ráðríki og yf- irgangi. SUkt gerist oftar en þið haldið. Feður, sem vUja ekki að dæt- ur þeirra giftist, — eða bara um- gangist unga menn. Eins og herra Barrett. Mér datt þetta í hug, þegar ég heyrði þetta með tennisnetið.” „Tennisnetið?" „Já, mér fannst það mjög mikil- vægt atriði. Imyndið ykkur þessa ungu stúlku, Helen, sem er nýbúin að ljúka langri skólagöngu. Eins og aðrar stúlkur, þá langar hana tU að njóta Ufsins, hitta unga menn — og daðra svoUtið við þá — „Nei," sagði ungfrú Marple með miklum þunga. „Það er einmitt eitt það skelfUegasta í sambandi við þennan glæp. Það var ekki nóg með, að hann dræpi hana á endanum. Ef þið hugsið ykkur vel um, þá munuð þið komast að því, að eina sönnun þess, að Helen Kennedy hafi verið vitlaus í karlmenn — eða hvað orð var það nú, sem þú notaðir? — Ó, já, — að hún hafi verið vergjörn — er komin beint frá Kennedy sjálfum. Ég held sjálf að hún, eins og hver önnur heUbrigð stúlka, hafi vUjað skemmta sér svoUtið og flangsa svo- Utið utan í ungum mönnum. Seinna hefði hún gifst þeim manni, sem hún hefði kosið. Meira hefur það varla verið. Og athugið þið svo, hvað bróðir hennar gerir. Fyrst er hann strangur og gamaldags og leyfir henni litið frjálsræði. Svo, þegar hún vill bjóða heim fólki tU að spUa tenn- is — og varla getur nú verið neitt rangt við það — þá lætur hann sem hann samþykki það, en læðist svo út eina nóttina og sker tennisnetið í smáræmur — þetta er mjög mikU- vægt atvik, sem lýsir vel eðU hans. En svo, af því hún gat samt spUað tennis annars staðar og sótt dans- leiki, þá notfærir hann sér smá- skeinu á fæti hennar og ber á hana eitthvað, sem hindrar að sárið grói. Ó, já, ég held svo sannarlega, að hann hafi gert það . . . ég er meira að segja alveg viss um það. En ég held, að Helen hafi ekki gert sér þetta ljóst. Hún vissi, að bróður hennar þótti mjög vænt um hana, og ég held, að hún hafi ekki gert sér grein fyrir, hversvegna henni leið illa heima fyrir. En loks þoldi hún ekki við lengur, hún ákvað að fara tU Indlands og giftast Fane, bara tU að losna að heiman. En til að losna frá hverju? Það vissi hún ekki. Hún var of ung og óreynd tU þess að vita það. Svo hún lagði af stað tU Indlands. Á ieiðinni hitti hún Richard Erskine og varð ástfangin af honum. Og í sam- bandi við það mál, hegðaði hún sér ekki eins og nein gála, heldur eins og heiðvirð og sómakær ung stúlka. Hún hvatti hann ekki tU að yfirgefa eiginkonu sína. Hún hvatti hann þvert á móti, tii að gera það ekki. En þegar hún hitti Walter Fane aftur, þá vissi hún, að hún gæti ekki gifst honum. Og af þvi, að hún vissi ekki hvað hún gæti gert, þá sendi hún bróður sínum skeyti og bað hann að senda sér peninga fyrir fargjaldi heim. Á heimleiðinni hitti hún föður þinn — og þá kom hún auga á aðra undankomuleið. Og í þetta skipti hafði hún von um að geta fundið hamingjuna. Hún giftist ekki föður þínum á fölskum forsendum, Gwenda. Hann var að jafna sig eftir dauða ástkærr- ar eiginkonu sinnar. Og hún var að komast yfir óhamingjusamt ástar- ævintýri. Þau gátu hjálpað hvort öðru. Ég held að það sé mjög mikU- vægt atriði, að hún og Kelvin giftu sig í London og fóru svo til Dill- mouth til þess að segja Kennedv fréttirnar. Hún hlýtur að hafa haft eitthvert hugboð um, að það væri gáfulegra en að þau færu tU Dill- mouth og giftu sig þar, sem hefði þó verið eðlilegra. Ég held samt, að hún hafi enn ekki vitað, hvað það var, sem olli henni kvíða — en hún var óróleg, og henni fannst öruggara að láta bróður sinn ekkert vita um giftinguna, fyrr en aUt var klappað og klárt. Það fór vel á með þeim Kelvin og Kennedy, og Kennedy virðist hafa lagt sig aUan fram um að láta sem honum Utist vel á giftingu þeirra. Þau hjónin leigðu sér hús með hús- gögnum. Og nú komum við að mjög mikil- vægu atriði — þeirri tUgátu, að kona Kelvins hafi gefið honum inn eitur. Það er aðeins um tvo möguleika að ræða — því það eru aðeins tveir aðil- ar, sem hefðu getað haft tækifæri tU shks. Annaðhvort hefur Helen gefið manni sínum eitur, og ef það er rétt, hversvegna þá? Eða það hefur verið Kennedy. Kennedy var læknir HaUi- days og hann ráðfærði sig við hann. Hann hafði mikið áUt á læknisþekk- ingu Kennedys — og það var einmitt Kennedy, sem kom Kelvin tU að álíta, að kona hans gæfi honum inn eitur." ,,En getur nokkuð eitur haft þau áhrif, að maðurinn fari að sjá ofsjón- ir og ímyndi sér, að hann hafi kyrkt konu sína?" spurði Giles. „Ég meina, er nokkuð eitur tU, sem hefur einmitt þessi áhrif?” Framhald í næsta blaði. 48VIKAN 21. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.