Vikan


Vikan - 25.05.1978, Side 51

Vikan - 25.05.1978, Side 51
— Heyrðu mig nú Sigríður, eru ekki þessir flóamarkaðir hér í hverfinu farnir að ganga út í öfgar? I NÆSTU lflKU Dr. Alda Möller Að undanförnu hefur mjög færst í vöxt áhugi fólks á öllu, er lýtur að mat- vælum, það vill gjarna tileinka sér holl- ustuhætti og fræðslu um næringarefni fæðunnar. Dr. Alda Möller er einn fárra matvælafræðinga hér á landi, og Vikan ræddi við hana um starf hennar og skoð- anir hennar á þeim umræðum, sem ver- ið hafa um fæðuval og hollustuhætti. Viðtalið birtist i næstu Viku, en þar kemur meðal annars fram, að Alda telur fræðslu I þessum efnum mjög ábótavant og vill láta flytja hana inn I grunnskól- ana. Ótrauðar textílkonur Sýning Textilfélagsins í Norræna Húsinu á dögunum vakti athygli fyrir frumlegan hressileika, og i næsta blaði má sjá myndir af nokkrum verkanna á sýningunni, ef það mætti verða til að vekja áhuga þeirra, sem ekki komust til að sjá. Þar er einnig nokkur fróðleikur um þetta ágæta félag, sem þær Sigurlaug Jóhannsdóttir, Þorbjörg Þórðardóttir og Ragna Róbertsdóttir létu blaðinu I té, en þær og félagar þeirra I Textílfélaginu eru ótrauðar að ryðja listgrein sinni braut. Robert Burns 25. júlí 1796 var skoska skáldið Ro- bert Burns jarðsunginn. Hann dó sem fátækur maður, en þó fylgdu honum til grafar yfir tiu þúsund manns, og yfir- maður herdeildar héraðsins lét skjóta heiðursskotum honum til sæmdar. „Burns hefur endurvakið Skotland sem þjóð”, sagði eitt sinn skoskur stjórnmála- maður, og i dag eru styttur af Burns um allt Skotland. Ástamál hans voru ekki síður litrík en skáldskapur hans, og þau eru einmitt til umræðu i grein, sem birt- ist I næstu Viku. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn í Síðumúla 12, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Þverholti 11. sími 27022. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 530. Áskriftarverð kr.- 2000 pr. mánuð, kr. 6000 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 11.300 fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram, gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. Áskrift I Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. 21. TBL.VIKAN 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.