Vikan


Vikan - 25.05.1978, Qupperneq 52

Vikan - 25.05.1978, Qupperneq 52
Er hægt að læknaeiturlyfjasjúkling nauðugan? Nei, segja flestir, sem fást við sjúkdóminn. Já, segja bæði starfsmenn og eiturlyfjasjúklingar á vistheimilinu í Hassela í Norður-Svíþjóð. Vinátta og ástúð eru lykilorðin, auk þess vitneskja um eigin vanda. í eftir- farandi grein segja norskir blaðamenn frá heimsókn til Hassela, og er vissulega anægjulegt að lesa um þessa vonarglætu, sem þrátt fyrir allt fyrirfinnst í því vonleysissvartnætti, sem annars ræður yfirleitt ríkjum í sambandi við eiturlyfjavandamálin. Safnast saman við morgunverðarborðið áður en dagsins önn hefst. Glætan ímyrkrinu Þorpið heitir Hassela, og þjóðvegurinn liggur gegnum það mitt. Annars vegar er sögun- arverksmiðjan, kirkjan, bænahúsið og verslunin. Hins vegar er skólinn, sjoppan og auglýsingatafla byggðarlagsins. Ábensínstöðinnihittum við einn af eldri íbúum þorpsins, Valter. Elfstöm, 75 ára. Hann leikur á harmóniku. — O jú, það held ég, að ég þekki til þeirra, segir hann og bendir í áttina að Frans- hammarsbýlinu, þar sem vistheimilið er. — Ég hef spilað þar fyrir dansi á nikkuna mína. Þetta eru bestu krakkar, og þetta gengur vel hjá þeim. En því er ekki að leyna, að við vorum uggandi á sínum tíma, þegar fréttist, að hingað ætti að flytja eiturlyfjasjúklinga frá Stokkhólmi. Hvorki rimlar né einkennisbúningar Á Franshammar er reisulegt, gamalt, gulmálað timburhús. Húsið stendur í stórum garði. Þarna er líka smáhýsi, hesthús og hlöður, eldiviðargeymsla og gufubaðstofa. Á jörðinni er heyjað fyrir hesta býlisins, sem eru níu talsins. Móttökurnar eru afar vin- samlegar. Þarna rikir gott andrúmsloft og heimilishlýja. í dagstofunni er opið eldstæði og gríðarmikið, heimasmíðað furuborð. Auk nokkurra smá- herbergja á fyrstu hæð, er stórt og þægilegt eldhús með nýtísku innréttingum. Yfir stóru matborði hangir tágakarfa sem loftljós, sem gefur milda birtu yfir borðið. Á efri hæðinni er þvotta- og þurrkherbergi, vinnuherbergi, svefnherbergi og gestaherbergi. í risinu eru tvö herbergi fyrir starfsfólk. í smáhýsi á hlaðinu eru fleiri svefnherbergi fyrir vistmenn og starfsfólk. Þau deila saman kjörum. Búa hér saman og vinna saman, borða saman — dag eftir dag. Starfsfólkið, sem unnið hefur hér í áraraðir, vinnur átta vikur og á frí í tvær. Allt starfsfólkið hlýtur sömu laun, án tillits til fyrri starfa eða menntunar. Hér eru auðvitað hvorki rimlar né einkennisbúningar. Aldursmunur unglinganna tólf, sex stúlkna og sex pilta, og starfsfólksins, er það eina, sem greinir á milli. Allir vistmenn eru undir tvítugu, Kim er aðeins 14 ára. Þegar íþróttakennarinn, K. A. Westerberg, stofnaði vist- heimilið að Franshammar 1969, var hugmynd hans sú, að þangað kæmu menn sjálf- viljugir. Það gekk ekki. Þegar unglingarnir þurftu að vinna og leggja eitthvað verulega á sig, snéru þeir bara aftur til borgarinnar. í dag þýðir slíkt ekki fyrir þau. í dag eru send til vistheimilisins samkvæmt ráði barnaverndarnefnda, sem hafa lögin á bak við sig. Þeir, sem flýja, eru sendir til baka. En það ber sjaldan við, að nokkur reyni slíkt. Öll með svipaða fortíð Hvernig stendur svo á veru þeirra hér? Sússí var lögð inn til með- ferðar á sjúkrahús 1975. En það hjálpaði lítið. Strax og hún kom út hélt hún áfram að neyta eitur- lyfja. Hún neyddist stundum til að betla til að fá peninga fyrir eiturlyfjum. En helst aflaði hún peninga með smásvindli og þjófnuðum. Einn góðan veður- dag var hún gómuð. Hún mátti velja á milli Hassela og einhvers af heimilum barnaverndarráðs. Pétur er opinskár 19 ára piltur. Hann fékk sama val. Hann hafði vistast á ýmsum upptökuheimilum, áður en lögreglan hafði hendur í hári hans. Hann átti ekki erfitt með að velja, því svo að nú yrði hann að kveðja sitt gamla líf, þar sem ábyrgðarleysið og eiturlyfja- neyslan réði ríkjum. Hinir unglingarnir eiga svipaða fortíð. Lögreglan hefur tekið þau fyrir smábrot, og öllum hefur verið hótað að verða send á skóla vandræða- unglinga, sem barnaverndarráð rekur. Og þar eru ennþá rimlar og læstar dyr. í september ár hvert koma tólf unglingar til Hassela. Þau eiga að dvelja á samyrkjubúinu næstu níu mánuði. Að þeirri dvöl lokinni fara þau í langferð um Evrópu og flytja siðan á annað vistheimili, sem starfar i tengslum við Forsa lýðháskól- ann um það bil 60 kílómetra frá Hassela. Þar eru unglingarnir í eitt til tvö ár. 52VIKAN 21. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.