Vikan


Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 54

Vikan - 25.05.1978, Blaðsíða 54
hugarlund, hvert umræðuefnið yrði, ef við hleyptum fjórum svona krökkum út einum. Öll með sama bakgrunn, sömu reynslu, hugsunarhátt og misnotkun deyfilyfja. Þau myndu strax byrja umræðurnar um „efnið,” annað kæmist ekki að. Við hin eldri erum eins og hemill á slíkt, við vekjum áhuga þeirra á öðrum hlutum, kom- um inn hjá þeim hýjum hugmyndum. Við drögum eiturlyfjaguði, eins og Hendrix og Zappa, niður af stöllunum. Við bendum þeim á verðmæti, sem vert er að berjast fyrir í lífinu. Öll ungmennin, sem koma til Hassela hafa hætt í skóla of snemma eða skrópað meira og minna síðustu árin. Þau kunna ekki að haga vinnu sinni við nám og eru mjög illa að sér í móðurmáli, reikningi, sögu og samfélagsfræði. Undirbúningur þeirra er svo lélegur, að þau hafa oft ekki verið fær um að notfæra sér námið á Forsa lýðháskólanum, og því hefur hin síðari ár verið undirbúnings- kennsla einn dag í viku til að búa þau undir námið við skólann. Kennararnir koma frá skólanum. Um leið og samviskan vaknar Það er erfitt fyrir alla að breyta sér, skipta um hlutverk ef svo má segja. Fyrir unglingana á Hassela er það geysilegt átak. Eftir nokkurra mánaða dvöl finna þeir sig í erfiðri stöðu, innri sálarró er engin og eitt- hvert tómarúm innra með þeim, sem þeir eru ekki strax færir um að fylla upp með ein- hverju nýju. Þess vegna gerast sumir hreint og beint sjúklingar — verða magaveikir, höfuð- veikir, eða hjartsláttur verður til ama. Já, þessi sefjun hefur gengið svo langt, að stöku unglingur hefur lagst inn á sjúkrahús til skemmri dvalar. Meðan þetta ástand varir, dettur þeim gjarna flótti í hug. Þeir vilja þá ekki vera hér á bænum og læra að vinna og bjarga sér, eins og hver annar Jón Jónsson. Þeir vilja leysa sig undan ábyrgð á sama hátt og áður — með flótta. Um leið og starfsfólkið fær grun um, að A bœnum eru níu hestar í góðri umhirðu vistfólksins. slíkar hugrenningar séu í kollinum á þeim, er kallað saman til fundar. — Við reynum að gera þeim ljóst, að þau megi ekki svíkja hópinn, það sé mikilvægt fyrir þau öll, að enginn svíkist undan merkjum, á bænum sé þörf fyrir þau öll, það megi engan missa. Unglingarnir vita, að ef þeir flýja, verða þeir sendir tal baka. Hvort sem þeir vilja eða ekki. Pétur trúir okkur fyrir því, að hann hafi margsinnis ráðgert flótta, en staðist freistinguna. — Bæði er, að langt er til borgar- innar, og eins, að starfsfólkið tók eftir því, hvað um var að vera. En svo vissi ég líka, að það yrði erfitt að horfast í augu við félaga mína, þegar ég yrði sendur hingað aftur — eins og hver annar svikari. — Þessir unglingar voru algjörlega samviskulausir, þegar þeir komu hingað, segir Ove. — Við kennum þeim mikilvægi samheldni og samvinnu. Og um leið og samviska þeirra vaknar, eykst ábyrgðartilfinningin. Þegar á líður dvölina á Hassela, eru allir samábyrgir varðandi starfsemina á vistheimilinu. — Hér er lýðræði, segir K. A. og brosir breitt. Forðast vanabundna dagskipan Á flestum vistheimilum sömu tegundar og hér í Hassela er föst stundaskrá og farið eftir föstum reglum. Svo er ekki hér. Hér forðast menn vanabundna dag- skipan. Vandamálin eru tekin fyrir jafnóðum á sama hátt og gerist úti í þjóðfélaginu. Hér er lögð rík áhersla á, að unglingarn- ir finni mikilvægi hvers einstakl- ings fyrir heildina. Þeir verða að finna, að verk þeirra eru einhvers virði fyrir samfélagið. Vinnan gengur alltaf fyrir. En það þýðir þó ekki, að fundir séu aldrei haldnir. Við vorum viðstödd „piltafund.” Það hafði komið upp vandamál, sem þeir vildu ræða allir saman. Þeir töluðu um, að þörf væri á meiri samheldni innan hópsins, hrein- skilni og félagsskap. Þeir máttu til með að leggja sig meira fram en verið hafði. Þeir töluðu lika um samskipti sín við stúlkur. — Hvernig á maður að fara að, þegar maður er hrifinn af stelpu — en þorir samt ekki að treysta tilfinningum sínum? segir Björn. Hinir piltarnir reyna að koma með góð ráð. Umræðurnar eru fullorðnislegar, við eigum erfitt með að skilja, að þessir ungl- ingar hafi lifað í niðurlægingu og eymd eiturlyfjasjúklingsins með undirheimalýð Stokkhólms fyrir fimm-sex mánuðum. En sjálfir hafa þeir engu gleymt: — Þegar við sjálfir höfum öðlast betra líf, segir Pirre, — megum við ekki gleyma gömlu vinunum og foreldrum okkar. Þau þarfnast líka vakningar. Hinir kinka kolli til samþykkis. Þeir vita, að flest hinna 58 ungmenna, sem dvalið hafa á Franshammar hafa getað staðist eiturlyfjanotkun. Þeir vita, að þeir muni einnig standa sig. Áhugi þeirra á nýju og betra lífi hefur vaknað. Ekki er mikið rætt um það, sem var, en því meira um það, sem verða muni í framtíðinni. Allir hlakka til Evrópuferðarinnar, það er hápunktur ársins. En undir niðri kvíða þau því þegar dvölinni lýkur. Hvernig verður á Forsa? Fæ ég annað tækifæri, ef ég stend mig ekki? Pétur segir: — Ég vil verða ráðsmaður á búgarði. Fara á landbúnaðar- skóla. En stundum efast ég um, að mér takist þetta. Hassela er heimili Þegar starfsfólkið er spurt að því, hvað valdi því, að meðferð- in hjá þeim takist betur en á öðrum vistheimilum, benda þau fyrst og fremst á samveruna. — Við búum öll saman, við deilum kjörum með unglingunum, erum þátttakendur í Iífi þeirra nótt sem dag. Við reynum að gefa lífi þeirra tilgang, ræðum við þau um landsins gagn og nauðsynjar. Sagt er, að ungl- ingarnir séu fórnardýr óvin- veitts kerfis, við kennum þeim, að það gefi þeim ekki rétt til að nota deyfilyf til að losna við að horfast í augu við lífið og vandamál þess. Er við spyrjum Pétur að því sama, klórar hann sér hugsandi í kollinum, veit ekki vel, hvað segja skal, getur ekki bent á neitt sérstakt. — En heyrðu, segir segir Pétur, — Hassela er heimili. Skrifaðu það. Hassela er heimili. — Tilfinningar mínar gagnvart dóttur yðar eru einungis heið- arlegar — Ég ætla að fá hana til þess að þvo mótorhjólið mitt! 54VIKAN 21. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.