Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 2
25. tbl. 40. árg. 22. júní 1978
Verö kr. 530
VIÐTÖI OG GREINAR:
4 Matur og vín í Kaupmannahöfn. 6. grein eftir Jónas Kristjánsson: St. Gertrudes Kloster.
10 ..Skráset staðreyndir og keppi við sjálfan mig". Viðtal við Hring Jó- hannesson listmálara.
16 „Það var ást við fyrstu sýn”. Grein um Farrah Fawcett-Majors.
18 Bíóin i Reykjavík. 7. grein: Regn- boginn.
44 „Ætla þeir að skila um leið og við”. íslendingar i matreiðslukeppni i Kaupmannahöfn.
SÖGUR:
20 Andlit án grimu. 8. hluti framhalds- sögu eftir Sidney Sheldon.
34 Bláa nælan. 4. hluti framhaldssögu eftir Lois Paxton.
48 Litil saga um ástina. Smásaga eftir Margarete Ekström.
FASTIR l>ÆTTIR:
2 Mest um fólk: Ræflarokk.
6 Pósturinn.
26 í miðri Viku.
28 Vikan kynnir: Baðfatatíska sumars ins.
31 Tækni fyrir alla.
32 Blái fuglinn.
38 Stjörnuspá.
41 Poppfræðiritið: Wishbone Ash.
43 Mig dreymdi.
47 1 næstu Viku.
50 og 54 Heilabrot.
ÝMISLEGT:
30 Norskir Ijósmyndarar.
Forsíðumyndin:
í sól og sumaryl er tilvalið að vera létt-
klæddur. Stúlkan á myndinni heitir Sig-
rún Sævarsdóttir. en hún kynnir okkur
nýjustu baðfatatiskuna á bls. 28. Mynd-
in er reyndar tekin í heita læknum i
Nauthólsvíkinni. sem verið hefur mjög
vinsæll baðstaður að undanförnu.
Hór er það aðallega
andlitsmálningin, sem
fylgir stefnu ræflarokkaranna,
Jórunn Dóra Valsdóttir, 9A.
IMei, nei ....!!! Á þetta að vera
svona, eða er þetta einum of langt
gengið? Jón Vilberg Guðjónsson, 9A,
er i það minnsta alsæll með lifið
og tilveruna.
„Vist ganga ræflarokkarar líka
í pilsi ..." Sigþóra Sigþórsdóttir,
9AB virðist eitthvað hugsi þarna.
„Svona líta
þeir út
ræfíamir..."
Tískan er sífellt að breytast,
jafnt í fatnaði sem í tónlist. Það
nýjasta í tónlistarheiminum er
„Punk”, eða „Ræflarokk” eins
og það kallast á íslensku.
Ræflarokkaraæðið breiddist
eins og eldur um sinu um allan
heim, og náði ekki síður til ís-
lands en til annarra landa. Að
vísu fara íslendingarnir aðeins
rólegra í sakirnar en unglingarn-
ir hjá stærri þjóðum, en gera þó
sitt besta, til að fylgja tískunni
eftir.
Það er ekki svo ýkja langt síð-
an, að enginn þótti maður með
mönnum nema hafa hár niður á
herðar, ganga um í kragalausum
jakka og háhæluðum skóm, —
en nú þykir enginn maður með
mönnum, nema hann gangi um
með nælu í gegnum kinnina eða
nefið!! (Þetta er kannski full-
sterkt til orða tekið, — en.það
sakar ekki að vera með nælu í
gegnum nefið!)
Fyrir stuttu kom hljómsveitin
Stranglers til íslands, og fylltist
Laugardalshöllin þá af Ræfla-
rokkaraaðdáendum. Vikan var
því miður ekki til staðar til að
mynda íslenska unglinga,
íklædda plastpokum, svo eitt-
hvað sé nefnt, en meðfylgjandi
myndir voru teknar á diskóteki
hjá Valhúsaskóla á Seltjarnar-
nesi 12. apríl s.l. Nemendur Val-
húsaskóla gerðu sitt til að ná
tískunni sem best, og var klæðn-
aðurinn yfirleitt mjög litskrúð-
ugur. Ljósmyndirnar tók Heiður
Björnsdóttir, nemandi í 9B i Val-
húsaskóla.
VIKAN þakkar Heiði, Kol-
brúnu Kristjánsdóttur og Ing-
unni Friðleifsdóttur veitta að-
stoð við efnisöflun.
akm.