Vikan


Vikan - 22.06.1978, Side 39

Vikan - 22.06.1978, Side 39
„Ef ég heföi bara vitað, að þú mynd- ir koma,” sagði Maggie örvæntingarfull „Ef við hefðum bara haft eitthvert sam- band okkar á milli, Við skildum svo ósátt, að það hvarflaði ekki að mér, að þú kæmir heim þessa helgi. Ross, ég rakst á Alison Gerard fyrsta daginn minn í London. Manstu eftir henni?” „Já." Hann settist upp i rúminu og horfði á hana. „Hún bað mig um að sjá um matar- boð fyrir sig á mánudeginum. Það er á morgun. Hún spurði mig alveg fyrir- varalaust, og þá virtist engin ástæða vera til að neita henni. Ég samþykkti það.” „Þú hlýtur að geta afturkallað það og sagt henni, að þú ætlir með mér?” „Þetta er viðskiptaboð, og hún var skelfingu lostin vegna þess. Maðurinn hennar er mjög háttsettur, eins og þú veist, og Alison var hræðilega tauga- veikluð... Þú hlýtur að skilja þetta.” „Ég skil það, að viðskipti min skipta ekki eins miklu máli og viðskipti Tom Gerard,” hreytti Ross út úr sér. „Ég er ekki að þessu fyrir Tom. Þú veist, að ég kann ekki við hans mann- gerð. Ég er að þessu fyrir Alison, vegna þess að ég held að hana skorti ekki síður siðferðislegan stuðning en einhvern til að hjálpa henni við matargerðina.” Rödd Maggie var orðin þrjóskuleg, en hún réð ekki við það. „Ross, þú vilt, að ég verði þér til skemmtunar, ekki að ég hjálpi þér með viðskiptin." Hann þagði andartak og sagði svo eins sanngjarn og hann gat: „Já, aðal- lega til að vera mér til skemmiunarog mér finnst ekki mikið að því. En mig langar til að kynna þig fyrir fólki þarna.” „Það er hægt að gera, þegar og ef þú tekur stöðuna.” „Viltu ekki hjálpa mér að ákveða það? Er það ekki nægileg ástæða til að koma með mér?" „Þú tekur sjálfur ákvörðunina, Ross, án minnar aðstoðar, og það veistu vel. Ég er aðeins að bíða niðurstöðunnar af íhugunum þinum.” Það var ekki hægt að villast á eitraðri tóntegundinni, og það vissi Maggie vel. En það var satt, sem hún sagði, og það var timi til kominn fyrir Ross að gera sér grein fyrir þvi, að hún þekkti aðferðir hans. Þau áttu bæði til harðýðgi, og ef ást þeirra bæði skipbrot, þá yrði það á klettum vilja þeirra hvors um sig. Hún þagði um stund, en sagði svo: „Ég get komið á þriðjudaginn, ef það gerir eítthvert gagn.” „Vertu ekki að hafa fyrir því,” sagði Ross grimmdarlega. Hann slökkti Ijósið og lagðist niður og snéri við henni baki. Henn; til sárrar gremju, sofnaði hann svo að segja strax. .^^.UÐVITAÐ sváfu þau yfir sig, og það var ekki tími til annars en að elda nokkurs konar blöndu af morgunverði og hádegisverði, áður en Ross fór út á fluevöll. Bláa nœlan „Hvað eigum við að gera?” spurði Maggie og horfði áhyggjufull á eigin- mann sinn. „Ég veit það ekki. Við skulum bara reyn að forðast að gera eitthvað, sem við gætum iðrast." Ross reis á fætur, ýtti frá sér stólnum og leit á úrið sitt. Hún hafði það á tilfinningunni, að hann væri þegar að fara frá henni, eins og ferða- fólk, sem hefur um sitt að hugsa, gerir gjarna. Hann leit niður á hana og sagði: „Það er ekki hægt að tala neitt um þetta núna. Við höfum ekki tíma til þess.” „Ég skal aka þér til Heathrow,” sagði hún. „Þess þarf ekki. Ég get náð i flugvall- arrútuna." „Mig langar til þess." En Ross tók við stýrinu, því hann ók hraðar en hún, og það var lítið tækifæri til að tala saman. Þau kysstust i miðri mannþrönginni. og svo stóð Maggie ein eftir. Fólk ýtti henni á allar hliðar. en hún var engu að siður hræðilega ein- mana og blinduð af tárum. Allt um- hverfis hana glumdu brottfararhljóðin, og úti fyrir drundi og hvein i flugvélun- um. Hana henndi til i hendinni. Hún leit niður og sá, að hún kreisti bíllyklana, sem Ross hafði afhent henni. Það var djúpt fareftir þá í lófa hennar. Hún keypti sunnudagsblöðin, drakk einn bolla af kaffi og gekk í blindni út um glerdyrnar. Hún var þvi fegin, að hún þurfti að aka — þá hafði hún eitt- hvað fyrir stafni á meðan. Þegar hún kom aftur inn i London og beygði inn í Bebbington Mews, var þröng gatan lokuð af flutningabíl, sem hafði verið lagt við einn bilskúrinn. Hún beið þolinmóð, og maður, sem virtist kunnuglegur, skellti bílskúrshurðinni og stökk inn í bilinn við hlið bílstjórans. Flutningabíllinn færðist til, þannig að hún komst framhjá. Maggie hafði allan hugann við eigin harma, þegar hún ók áfram, en sá það samt i hliðarspeglinum, að flutningabíln- um hafði aftur verið lagt yfir götuna. Hún snéri bilnum fyrir utan húsið sitt, þvi það var vani hennar, hvar sem hún var stödd. Þá var hún tilbúin að aka strax af stað, þegar hún ætlaði út. Hún sat niðurlút um stund og kveið tómleg- um deginum. Skyndilega tók hún eftir þvi, að tveir menn nálguðust hana. Þeir voru klæddir i skítugar gallabuxur og glottu illgirnis- lega. Hún teygði sig titrandi eftir hnappnum, sem læsti dyrunum — en varof sein. Hinn skeggjaði Bernie reif upp bil- hurðina, en Gash stóð hinum megin við bílinn, og örið hans virtist enn ægilegra í dagsbirtu en það hafði sýnst inni i ibúð- inni. Hann var kunnuglegi maðurinn, sem hún sá við flutningabílinn. Bernie hlaut að hafa verið við stýrið. Þeir höfðu þá aðsetur hér i hverfinu! „Út,” skipaðiGash. „Þú heyrðir, hvað vinur minn sagði." Bernie greip um upphandlegg Maggie, og þegar hún gerði tilraun til að losa sig, herti hann takið. Veskið hennar rann niður á bilgólfið við fætur hennar. og l\lú getum við boðið þessi finnsk-hönnuðu sófa- sett með leðuráklæði. Framleiðum þau einnig með áklæðum eftir eigin vali. Eigum margar tegundir af leðursófasettum. Litið inn! Verið veikomin! KJÖRGARDI SIMI /6975 SMIDJUVEGI6 SIMl 44544 25. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.