Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 17
1 sýn’ ’
Lee Majors er ekki eini maðurinn,
sem komið hefur inn i líf Farrah Faw-
cett. Þessi mynd var tekin, er hún og
Gary Roberts, sem var fastur fylgi-
sveinn hennar um tíma, voru á leið i
menntaskölaball I heimabœ þeirra I
Texas.
Nmm myndlr eni talinar á f yratu árum Farrah I Hotywood.
Farrah hafur unnið tökivart fyrir sár sam Ijðsmyndafyrirsata.
hafa nógu sterkar taugar til þess að
standast þá samkeppni, sem ríkir í heimi
kvikmyndanna.” En þá var það, einn
góðan veðurdag að Lxe Majors var
«, staddur inni hjá umboðsmanni sínum,
sem rétti honum mynd af ungri stúlku.
Lee gapti og sagði: „Hún er stórkostleg.
Svona stúlkur eru virkilega þess virði að
bjóða út að borða”.
Og hann var ekkert að tvínóna við
hlutina, heldur hringdi þangað, sem hún
bjó, og lét liggja þar skilaboð: „Segið
ungfrú Farrah Fawcett, að Lee Majors
hafi hringt og boðið henni í kvöldmat.
Og að ég muni sækja hana klukkan hálf-
átta!” Bálreið yfir þessari dirfsku hans,
hreytti Farrah út úr sér: „Hvernig vogar
hann sér... hvað heldur hann eiginlega,
að hann sé?”
Hinn rólegi Lee gerði sér grein fyrir
því, að Farrah gæti hafa reiðst yfir þessu
uppátæki hans og fundist þetta hrein
ókurteisi, svo hann hringdi aftur í hana
og bað hana að afsaka þennan rudda-
skap, sem hann hefði sýnt henni. Hvað
sem því líður segist Farrah muna það
eitt frá þessu kvöldi, að hún sá bara
stjörnur. „Þetta var ást við fyrstu sýn!”
Þetta kvöldverðarboð leiddi til þess,
að þau bjuggu saman í fimm ár og giftu
sig síðan 28. júlí 1973, en þá voru liðin
halda sér í líkamlegri þjálfun með reglu-
legum æfingum, og einnig er hún mjög
hrifin af tennis. Þar á ofan sér strangur
vinnudagur um það, að aukakílóin ná
ekki að festa sig á hinum velskapaða lík-
ama hennar.
„Ég reyni að gera nokkrar æfingar á
hverjum morgni og á hverju kvöldi,
þrátt fyrir mikið annríki,” segir hún.
„Uppáhaldsæfingarnar minar eru djúp-
ar hnébeygjur, og eins geri ég mikið af
mittisæfingum. Það nægir til að halda
mér í góðu líkamlegu ástandi.”
Og auðvitað gætir hún einnig vel að
því, hvað hún borðar og lætur innihald
próteina ráða frekar en lokkandi bragð.
Eftir að Farrah sagði upp samningn-
um um aðalhlutverkið í „Charlie’s Ang-
els”, til þess að geta betur helgað sig
heimilinu, eiginmanninum og kvik-
myndaferlinum, hefur hún leikið í einni
kvikmynd, „Sombody killed her hus-
band”, á móti Jeff Bridges. En hvernig
nákvæmlega fimm ár frá því að þau
höfðu átt sitt fyrsta stefnumót.
„Við vorum alltaf að stinga upp á því
að láta nú gifta okkur,” segir Farrah,
„en einhvern veginn varð aldrei neitt úr
þvi. Ekki fyrr en Lee tók frumkvæðið
einn góðan veðurdag og sagði: „Ég vil
giftast þér og það i dag! Hvað gat ég sagt
annað en: Með ánægju?”
Og það er auðséð, að Lee Majors dáir
konu sina, eins og hann horfir á hana,
þegar hann segir frá því, að hún sé í
engu eftirbátur hans: „Ég tek hana með
á veiðar, og hún hittir alltaf í mark i
fyrsta skoti. Við förum út að fiska, og
það liggur við, að fiskarnir gleypi hver
annan, svo æstir eru þeir í að láta hana
veiða sig! Og á skíðum! Þarna stend ég,
stoltur yfir þvi að þora að standa efst í
brekkunni og er að setja mig í stellingar
til að renna beint niður. Kemur hún ekki
á fullri ferð fram hjá mér, hnébeygjurn-
ar zip, zip, og allt i einu missi ég alla
löngun til að renna mér niður!”
Farrah leggur líka mikið upp úr því að
fer fyrir henni í framtíðinni? Tekst henni
að rífa sig upp úr kyntáknsímyndinni og
verða viðurkennd sem dramatísk leik-
kona? Eða á eftir að fara fyrir henni eins
og kynbombunum Ritu Hayworth, Jean
Harlow, Lönu Turner og Marilyn Mon-
roe, sem allar áttu sér þennan sama
draum? Vonandi verður svo ekki.
Og enda þótt Farrah láti sér annt um
frægðarferil sinn, þá vill hún eignast
barn með Lee. „Ég elska manninn
minn," segir hún. „Sérstaklega þegar ég
finn hinn karlmannlega styrk hans um-
lykja mig og vernda mig. Hann er þessi
þögli persónuleiki, sem alltaf er til stað-
ar, þegar maður þarf á honum að halda.
Og ég vona, að þeir, sem eru sem mest á
móti „stjömuhjónaböndum”, sjái að sér
og viðurkenni, að undantekningin sann-
ar regluna.”