Vikan


Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 23

Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 23
máttugur, ekki núna! Hann gnisti tönn- um. „Hvarer Mike?"spurði hann. „Hann er í fríi, læknir.” Lceknir. Maðurinn vissi þá, hver hann ■ var. Og Mike í frii? í desember? Það vottaði fyrir ánægjubrosi á vör- um mannsins. Judd leit upp og niður eftir götunni, en hún var algerlega auð. Hann gat reynt að hlaupa burt, en hann hafði enga möguleika i þessu ástandi sínu. Likami hans var lemstraður og aumur, og hann kenndi til i hvert sinn, semhanndróandann. „Þér litið út fyrir að hafa lent í slysi.” Rödd mannsins var allt að því glaðleg. Judd snéri sér við án þess að svara, og gekk inn i anddyri fjölbýlishússins. Hann gat treyst Eddie til að sækja að- stoð. Dyravörðurinn elti Judd inn i anddyr- ið. Eddie var í lyftunni og snéri við hon- um baki. Judd gekk i átt til lyftunnar, og hvert skref var kvalafullt átak. Hann vissi, að hann þorði ekki að nema staðar eins og á stóð. Það mikilvægasta var það, að maðurinn næði honum ekki ein- um. Hann myndi óttast vitni. „Eddie!” hrópaði Judd. Maðurinn í lyftunni snéri sér við. Judd hafði aldrei séð hann áður. Hann var minni útgáfa af dyraverðin- um, nema hvað hann hafði ekkert ör. Það var greinilegt að mennirnir tveir voru bræður. Judd stansaði milli tveggja elda. Það var enginn annar í anddyrinu. „Á uppleið,” sagði maðurinn í lyft- unni. Hann var með sama ánægjubrosið og bróðir hans. Þannig að þetta voru þá loksins andlit dauðans. Judd var viss um það, að hvor- ugur þeirra var maðurinn á bak við allt saman. Þeir voru leigðir atvinnumorð- ingjar. Myndu þeir drepa hann í anddyr- inu eða kusu þeir heldur að gera það í hans eigin íbúð? íbúð hans, hélt hann helst. Það gæfi þeim betri tíma til að komast undan, áður en lik hans fyndist. Judd-gekk eitt'skref í átt til skrifstofu framkvæmdastjórans. „Ég þarf að tala við herra Katz um — V Stærri maðurinn gekk í veg fyrir hann. „Herra Katz á annrikt, doksi,” sagði hann hljóðlega. Maðurinn i lyftunni tók til máls. „Ég fer með þig upp.” „Nei,” sagði J udd. „Ég — „Gerðu eins og hann segir þér.” Rödd- in var gersneydd allri tilfinningu. Það kom skyndilegur vindgustur þeg- ar útidyrnar opnuðust. Tveir menn og tvær konur hröðuðu sér inn hlæjandi og masandi, þétt vafin i yfirhafnirsínar. „Þetta er verra en Siberia,” sagði önnur konan. Maðurinn, sem hélt undir handlegg hennar, var breiðleitur og talaði með vesturríkjahreim. „Þetta er hvorki kvöld fyrir menn eða dýr.” Hópurinn gekk í átt að lyftunni. Dyravörðurinn og lyftuvörðurinn litu þögulir hvorá annan. Hin konan tók til máls. Hún var smá- vaxin og með platínuljóst hár og suður- ríkjahreim. „Þetta hefur verið alveg dá- samlegt kvöld. Þakka ykkur kærlega fyrir.” Hún var aðsenda mennina burt. Annar maðurinn mótmælti kröftug- lega. „Þú ætlar ekki að senda okkur burt án þess að gefa okkur einn sjúss til að sofna ?” „Það er orðið hræðilega framorðið, George,” sagði fyrri konan tilgerðarlega. „En það er frost þarna úti. Þú verður að setja örlitinn frostlög á tankinn okk- ar.” Hinn maðurinn tók undir orð hans. „Bara einn sjúss, og þá förum við öll.” „Jæja ...” Judd stóð á öndinni. Gerðuþað! Stúlkan með platínuljósa hárið sló til. „Allt í lagi. En bara einn, heyrið þið það?” Hópurinn steig hlæjandi inn i lyftuna. Judd flýtti sér að fara inn með þeim. Dyravörðurinn stóð þama á báðum átt- um og horfði á bróðurinn. Sá í lyftunni iBIAÐIÐ Áskrifendasími 27022 Umhverfis jöróina á30dögum meó einkaþjón ef þú óskar Og að sjálfsögðu býður þú með þér gesti á kostnað Dagblaðsins.Slík eru sigurlaunin í áskrifendaleiknum núna. Gistar verða nokkrar helstu stórborgir heims, þar sem dvalið verður á lúxushótelum og má þar nefna Royal Cliff Hotel í Bangkok, sem taliðereitt glæsilegasta hótel jarðarinnar. Ferðaskrifstofan Sunna sér um ferðina. Þvi fyrr sem þú gerist áskrifandi og þar með þátttakandi í áskrifendaleiknum, því fleiri möguleika hefur þú til að hreppa hnossið. Njóttu þeirrar eftirvæntingar og spennu sem fylgir því að vera með í áskrifendaleiknum okkar. 25. TBL. VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.