Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 15
,Hú» víð Laugavag". Svört merkikrít 1972.
,Vor við Dalvik". Svört merkikrít 1967.
— Fjölbreytnin er orðin mjög mikil og
það er gott og æskilegt. Sama máli gegnir
um fjölda listamanna. Sú afstrakt einangr-
un, sem hér ríkti á tímabili, er ekki lengur
fyrir hendi. Það er unnið hér að myndlist á
breiðum grundvelli og það vona ég að geri
hana betri, þegar á heildina er litið. Það er
gróska í íslenskri myndlist og ég hef álit á
unga fólkinu, sem vinnur að henni.
— Er uppbyggjandi að kenna myndlist?
— Mér finnst það mjög gott. Fólkið,
sem ég kenni í Myndlistarskólanum í
Reykjavík, er á öllum aldri og yfirleitt
ágætis félagar. Hins vegar fékkst ég við
barnakennslu í tvo vetur og það var puð.
Timinn fór að mestu í það að halda uppi
aga og fá frið handa þeim, sem höfðu
áhugaánáminu.
— Svo hefurðu fengist talsvert við upp-
setningar á sýningum?
— Já, ég hef verið lengi í sýninganefnd
Félags islenskra myndlistarmanna og þá
lendir maður i því að hengja upp sýningar.
Það getur oft verið gaman, sérstaklega ef
maður hefur rúman tíma. Stundum er tím-
inn svo naumur, að þetta verður hálfgert
kapphlaup. En mér finnst gaman að um-
gangast málverk og myndir yfirleitt.
— Leggurðu áherslu á einhvern sérstak-
an boðskap i verkum þínum?
— Nei, það held ég að ég geti ómögu-
lega sagt. Þetta eru ekki áróðursmyndir,
þótt mörgum detti það kannski í hug, þegar
þeir sjá þessar myndir, þar seTm ég tefli vél-
um á móti náttúrunni. Ég er ekki að mót-
mæla vélum í sjálfu sér, heldur aðeins að
sýna samspil þeirra og náttúrunnar. Þetta
er meira í þá átt, að skrásetja staðreyndir.
Aðrir verða svo að dæma útkomuna.
— Hefurðu þá aldrei málað áróðurs-
verk?
— Ég man eftir einni mynd, sem ég mál-
aði í sambandi við sýningu í tilefni her-
námsandstæðingadags. Það er eina mynd-
in, sem ég man eftir að hafa málað í slikum
tilgangi.
AÐ KEPPA VIÐ
SJÁLFAN SIG
— Að hverju stefna listmálarar?
— Ég hugsa að það sé nú ákaflega mis-
jafnt. Sumir stefna að heimsfrægð, eins og
t.d. Erró, sem hefur náð því marki, en ég er
nú ekki í þeim hugleiðingum. íslenskir list-
málarar stefna sennilega að því að verða
viðurkenndir póstar í íslenskri myndlist og
allir heiðarlegir málarar keppa við sjálfa sig
á meðan ævin endist. Viðurkenning er auð-
vitað mjög æskileg fyrir alla listamenn.
— Gætirðu hugsað þér að hætta að
mála?
— Nei, ekki á meðan ég sé eitthvað, sem
er þess virði. Hins vegar gæti alveg hvarfl-
að að mér að steinhætta, ef svo færi. Sumir
virðast halda áfram eins og af gömlum
vana og það tel ég ekki æskilegt hlutskipti.
— Ferðastu mikið um til þess að fá inn-
blástur?
— Ekki beinlínis til þess að fá mótíf. Ég
ferðaðist mikið um landið, þegar ég var í
brúarvinnu og vegavinnu hér á árunum.
Aðallega hef ég samt ferðast um Þingeyjar-
sýslu og Aðaldal, umhverfis æskustöðvar
mínar. Innblásturinn, eða hvað við eigum
að kaUa það, byggist á nýjum sjónarhorn-
um og að sjá hlutina í nýju ljósi.
— Eru Þingeyingar merkilegri en fólk í
öðrum landshlutum?
— Ég held að þeir séu kannski stoltari
en aðrir. Þeir hafa visst stolt fyrir sitt hérað.
Ég held líka að þeir séu almennt víðsýnni
og betur að sér á breiðum grundvelli. Ekki
eins sérhæfðir og margt fólk hér í Reykja-
vík.
— Hvenær heldurðu næst sýningu?
— Það tekur alltaf tvö til þrjú ár að
safna í sýningu, svo ég reikna með því að ég
sýni næst 79 eða ’80.
— Heldurðu sérstaklega upp á eitthvert
verka þinna?
— Það get ég ekki sagt. Það eru svona
eitt eða tvö verk á ári, sem mér finnst skera
sig úr. Maður er alltaf dálítinn tíma að
meta eigin verk, en í gegnum árin eru alltaf
nokkur verk, sem mér finnst betri en önn-
ur.
A.Á.S.
25. TBL. VIKAN 15