Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 7
allt með hálfgerðu gamni, en
öllu gamni fylgir nokkur al-
vara. Svo hvað á ég að gera?
Ég þon ekki að tala við hann,
nema ég sé létt, og þá veit ég
að ég bráðna, þannig að ég
þori ekki að segja neitt. Greyið
mitt gráa, hjálpaðu mér! Ég er
alveg úrrœðalaus I þessu tilfelli.
Mér finnst einhvernveginn eins
og hann hlæi bara að mér
(náttúrulega veit ég ekkert um
það, ég þori ekki að líta framan
í hann!) En þú verður að finna
lausn. Jæja, ég verð að hætta
þessu þvaðri, þú ert örugglega
búinn að fá nóg af öllum
þessum bréfum um ástarsorgir,
en hér færðu nú samt eitt í við-
bót, og það SKAL fá viðtöku,
því ég trúi ekki á Helgu!! Ann-
ars er helv ... gaman að skrifa
þér, kannski ég skrifi þér ein-
hvern tíma aftur, þegar fleiri
vandamál eru á döfinni. Afsak-
aðu svo alla svigana og skrift-
ina máttu afsaka líka. Hvað
lestu úr henni? Jæja, ég kveð
þig þá I bili. Sjáumst!!
Ein pennaglöð
P.S. Annars fmnst mér þú vera
alveg frábær, þegar þú ert að
svara sumum bréfum, þú ert
svo úrræðagóð(ur). Hefur þú
engin vandamál? Geturðu þá
leyst þau? Hvað er ég gömul?
Blessuð vertu ekki svona feimin
við hann!! Hann er ábyggilega
jafn skotinn í þér og þú ert í hon-
um, og svo sitjið þið sitt í hvoru
horni og látið ykkur leiðast!!
Drifðu þig í að tala við hann, þú
getur ekki tapað á því. Ef hann
er dónalegur og leiðinlegur, þá
verðurðu bara að sætta þig við
að þú sért búin að missa hann,
og leita þér að öðrum! Ég veit
það er hægara sagt en gert, en
það þýðir ekki að syrgja það,
sem maður getur ekki fengið. Þú
kemst örugglega yfir hjartasorg-
ina, fyrr en þig órar fyrir, ef
hann vill þig ekki, sem enginn
er kominn til með að segja, og
þá alls ekki Pósturinn. Þér er
alveg óhætt að trúa á Helgu, því
Helga er sko til, og er búin að
vera til lengi, og ætlar sér að
vera í sínu starfi áfram!! Hins
vegar tekur hún ekki á móti vel
skrifuðum, kurteislegum og und-
irrituðum bréfum, þau eru alltaf
birt. Svo þakkar Pósturinn að
sjálfsögðu allt hólið, og mikið er
ég feginn að vita að einhver
hefur áhyggjur af mér!! Jú, Póst-
urinn hefur nefnilega við fjölda-
mörg vandamál að glíma, sem
hann ræður engan veginn fram
úr, og hefur engan Póst til að
leita ráða hjá! Má ég kannski
skrifa þér???! Þú þurftir ekki að
afsaka skriftina, hún er mjög
góð og ber með sér að þú sért
sérstaklega glaðlynd og elsku-
leg stúlka, .... sem reynir þó
að breiða yfir vandamálin með
smágamni!! (Var ég ekki sniðug-
ur þarna?!) Ég tel að þú sért í
það minnsta 17—18 ára.
Heyrðu! Þú segir: „Sjáumst!” Þá
verður þú sú fyrsta, sem SÉR
Póstinn!!
Hvað þýða
þessi nöfn?
Kœri Póstur!
Geturðu sagt mér hvað nöfn-
in Dómhildur og Þjóðbjörg
þýða? Með fyrirfram þakklæti.
H.
Nafnið Dómhildur merkir val-
kyrja, sem dæmir, en Þjóðbjörg
þýðir mikil hjálp.
Pennavinir
Mrs. M. E. Combridge, 10 the
Quadrant, Hassocks, Sussex BN6
8BP, England . Rúmlega sextug ensk
ekkja, sem er einmana og vill gjarnan
kynnast íslendingum. Hún segist vera
ung í anda. Áhugamál eru frimerkja-
söfnun og póstkortasöfnun, lestur og
garðyrkja og hefur einnig áhuga á
tónlist, þótt hún leiki ekki sjálf á hljóð-
færi. Hún óskareinnigeftir pennavinum
Snæborg Þorsteinsdóttir, Foldahrauni
40, 900 Vestmannaeyjum, óskar eftir að
skrifast á við stráka á aldrinum 13-15
ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál
margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef
hægt er.
S. Eiriksson, Box 95, Canberry Portage,
Manitoba, ROB OHO, Canada,
(Sigurjón). Ungur kanadamaður, sem
óskar eftir að skrifast á við íslenskar
stúlkur. Hann hefur i huga að ferðast til
Skandinaviu, og jafnvel setjast að þar.
Áhugamál hans eru menntun, bygging
bjálkahúsa og þjóðfélagsfræði.
Varahlutaþjónusta
Spítalastíg 8, sími 1466L pósthólf 671
VERÐ FYRIR ALLA
TEEE^
ERISTAIL
Laugaveg 15 “St 14320
Winther
vinsælustu og bestu þríhjólin
25. TBL. VIKAN 7