Vikan


Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 40

Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 40
enn hélt hún svo fast um bíllyklana, að þeir skárust inn í lófa hennar. „Ég skal sjá um þá," sagði Bernie og snéri lyklana úr hönd hennar með hægri hendi, en dró hana út úr bilnum með þeirri vinstri. Hann hélt henni uppréttri eins léttilega og hún væri brúða í sýning- arglugga verslunar. „Hvað viljið þið?” spurði Maggie og blygðaðist sín fyrir titrandi rödd sína, „Hvar er systir þín?” spurði Gash. „Ég veit þaðekki.” Þetta svar kostaði hana löðrung, svo hún riðaði við. „Reyndu betur," sagði Bernie grimmdarlega. „Þó ég reyndi i allan dag, þá gæti ég ekki sagt ykkur það,” sagði Maggie skýr- um rómi og gerði sér upp kjark. „Ég veit þaðekki” Bernie lyfti hendinni aftur, en Gash sagði hljóðlega: „Ekki láta sjá á henni, ekki um hábjartan daginn.” Og síðan við Maggie: „Nefndi systir þín, hvert hún væri að fara?” Það gat ekki sakað að segja þeim nafn á erlendri borg. „Flórens” „Hvers vegna sagðirðu það ekki strax?” urraði Bernie. Maggie leit hatursfull á hann og svar- aði: „Flórens er stór borg. Ég veit ekki, hvar hún býr, þannig að ég get ekki séð, að þetta komi ykkur að nokkru gagni.” „Nú, svo þig langar til að hjálpa okk- ur, ha? Það var indælt. Það kunnum við vel að meta, er það ekki, Gash?” Bernie sleppti takinu á handlegg henn - ar, en þegar hún reyndi að færa sig und- an, ýtti hann henni upp að bílnum, og þar rakst hún á Gash. Hún sá hann brosa í fyrsta sinn. Hún horfði með hryllingssvip á örið, og þar gerði hún mistök. Skyndilega varð Gash Bláa nœlan jafn grimmur og Bernie, og hrinti henni til baka. Bernie greip um báða handleggi hennar og þrýsti henni þétt að sér. „Ég skil ekki, hvað Donna er að gera til Ítalíu,” sagði Gash og gretti sig. „Nefndi hún, hvers vegna hún færi?” „Ljósmyndaverkefni.” „Ekkert annað?” „Hvað ætti það annað að vera? Systir mín er fyrirsæta.” Bernie flissaði. „Systir þin er hitt og þetta fyrir ýmsa, en það gæti verið, að þú vissir þaðekki.” H tNN hrinti henni snögglega aftur til Gash, sem greip um upphand- leggi hennar og starði i andlit hennar. Maggie vissi betur í þetta sinn, svo hún lét sér hvergi bregða og sýndi engin merki um, að andlitslýti hans snerti hana illa. Hún starði á hann i heila ei- lífð að þvi henni virtist, og loks sagði hann: „Er það satt, að þú eigir helming- inn i íbúðinni?” Hann benti höfðinu í átt til bláudyranna. „Já.” „Systir þín hafði engan rétt til að þegja yfir þvi.” Hún þagði og gerði sér grein fyrir, að þó-hún spyrði, hvers vegna Donna hefði átt að segja þeim það, þá yrði svarið, sem hún fengi frá náungunum tveim, eitthvað allt annað en hún kærði sig um. „Hrintu henni til mín, Gash, hrintu henni til mín.” Bernie var eins og hundur, ákafur eftir að bolta yrði hent fyrir hann. Maggie var hent eins og bolta — hent á milli þeirra, hringsnúið og stjakað, þar til hana svimaði, hring eftir hring í kringum bílinn, uns þeir voru loks orðnir þreyttir á leiknum og héldu henni fastri við hurðina. Það kom enginn henni til. hjálpar, þó hún hrópaði upp yfir sig hvað eftir annað. Það var sunnudagur ogekkertfólkáferli. Hún var lafmóð og úfin, þegar Gash skipaði: „Vertu kyrr hér, eða farðu inn í íbúðina þína, ef þú vilt það heldur, en aktu ekki bílnum þinum burt héðan næsta kortérið. Er það skilið?” Þegar félagarnir röltu burt, mundi Maggie eftir nokkru. „Lyklarnir mínir!” hrópaði hún. „Þið eruð með lyklana mína!” Gash hélt áfram, en Bernie snéri sér við og leit í lófa sinn. „Já, reyndar," hrópaði hann og glotti. „Hana, taktu þá. Kortér, manstu. Láttu þá liggja þarna næsta kortérið.” Hann henti bíllyklun- um á miðja götuna. Maggie beit á vör sér og hallaði sér upp að bilhurðinni. Síðan settist hún inn i bílinn og lokaði á eftir sér. Hún læsti til að henni fyndist hún öruggan inni i bíln- um. Hún heyrði hljóðin, jafnvel þó hún sæti í bilnum. Hún skrúfaði rúðuna var- lega vitundarögn niður og lagði við hlustir. Það heyrðist skrölta í bílskúrs- hurð, síðan líklega i hurðum sendiferða- bílsins, og önnur málmhljóð. Vél sendi- ferðabilsins urraði, og hljóðið í honum dofnaði og dó út. Það voru ekki liðnar nema tíu minút- ur, en ótti hennar var slíkur, að hún beið allar fimmtán mínúturnar. Hún skamm- aðist sín, þegar hún steig út úr bílnum og náði í lyklana. Síðan fór hún og gægðist fyrir hornið á götunni. Gatan var auð. Maggie titraði enn, þegar hún gekk til baka og settist inn í bílinn. Hana verkj- aði í höfuðið, og hún átti bágt með að hugsa rökrétt. Hún hafði engan að tala við, nema kannski Steve. í forngripaversluninni var ekkert lifs- mark að sjá, en hún fór samt þangað og barði að dyrum. Enginn svaraði. Gatan var algerlega auð, og jafnvel fjarlæg um- ferðarhljóðin voru dauf. Maggie vissi varla, hvað hún hugðist fyrir, þegar hún ók yfir Vauxhall brú og umhverfis Clapham Common. Þaðan virtist það eðlilegast að aka eftir Bright- on veginum, og hún ók út úr borginni í straumi sunnudagsferðalanga, sem leit- uðu til strandarinnar, eins og læmingjar á þessum vordegi. Nú vissu hún, hvert hún var að fara. Hún var á heimleið, rétt eins og sært dýr — ekki til að fara þar inn, heldur bara til að sjá húsið og vita, að það tilheyrði henni. Mac kGGIE hefði látið sér nægja að horfa á býlið sitt ofan af hæðinni, ef Anna og Edward Maxwell hefðu ekki verið í garðinum. Hún lagði bílnum og leit niður í dalinn fyrir neðan sig, þar sem húsið og garðurinn voru, friðsæl og böðuð sólskini. Anna reytti arfa, og sjúklingurinn Ed- ward, maður hennar, lá i sólstól vafinn í teppi og umkringdur púðum. Jafnvel milufjórðung frá þeim sást, hvernig Anna snéri höfðinu, þegar hún var eitt- hvað að segja við hann, þar sem hann lá og horfðiáhana. Þau virtust vera bestu félagar, og Maggie braut heilann um það, hve lang- an tíma það hefði tekið þau, og hvort þau Ross myndu vera það lengi saman, að þau fyndu þennan samhljóm. Hana langaði að trúa því, að þau fyndu hann. Framhald í næsta blaði. 40VIKAN 25. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.